Var ekki búið að reyna þessa...

...fjármögnunarleið í öðru, svo sem skólum, leikskólum o.fl.?  Af hverju þarf að reyna aftur,  eru öll gögn um hvernig til tókst glötuð?

Er núna staður og stund til að velja dýrustu fjármögnunarleiðina sem völ er á?

En áhugi „ákveðinna fjárfesta“ á þessu verkefni kann að  ráðast af því að þeir telji sig vera að byggja yfir sig framtíðarhúsnæðið og vilji því hafa eitthvað um það að segja hvernig það er úr garði gert.

 
mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hlýtur að vera í lagi að skoða þetta með opnum huga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar það er sama hvernig dæmið er reiknað, þetta verður alltaf dýrara en að ríkið byggi sjálft. Fjárfestarnir eru óþarfa milliliðir sem auka aðeins kostnaðinn.

Að leigutíma liðnum væri ríkið búið að greiða fangelsið 2var en væri jafn fangelsislaust og áður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2009 kl. 14:11

3 identicon

Svo ekki sé talað um að með þessu fyrirkomulagi verða glæpir að neysluvöru. Glæpir, heilsa eða menntun eiga ekki að vera neysluvara, sem fáir græða á. Það býður upp á misnotkun og hvaðeina, sem sæmir ekki þroskuðu samfélagi. En kannski erum við bara enn á leikskólastiginu...

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband