Besta bóluefnið gegn reykingum...

smoking-20smoking-small...er tvímælalaust sú pína að umgangast  reykingarfólk og fá ógeðið milliliða laust í andlitið og koma heim angandi eins og öskubakki.

Ekki mjög kræsilegt en hefur virkað fullkomlega á mig.

.

.


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvernig gekk þetta hjá Hilmari vini vorum. Nei annars hans einkamál. Annars ættu menn að prófa nefúðann. Maður sér stjörnur.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nefúði er það eitthvað nýtt? Nikótíntyggjó, eins og sumir nota það leysir aðeins sígaretturnar af sem nikótíngjafi. Einn vinnufélagi minn hætti að reykja en tveim árum síðar var hann enn að tyggja nikótín í stað þess að nota það til að trappa sig niður.

Vonandi hefur Hilmari gengið vel. Það er annars ekkert grín að hætta, ég var orðin forfallinn snuff-neytandi um tíma, það var átak að hætta því helvíti, en hafðist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Finnst þetta sóun og tíma og peningi.

Finnst það ætti kannski að einbeita sér meira að bóluefni eða lausnum á krabbameini eða HIV / AID.

Peningurinn í þær rannsóknir er auðfenginn. Byrjum á því að skera niður úr hópi vísindamanna, og taka út þá aðila sem eyða tíma, pening og orku í tilgangslausar rannsóknir á við fullnægingar svína, og þar fram eftir götunum.

Á einungis nokkrum mánuðum myndi safnast heilmikill peningur sem væri hægt að dreifa á betri hátt. :P

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.9.2009 kl. 16:54

4 identicon

Nikótín"lyf" eru bara annað form á fíkniefnasölu - sem margir mæla með, m.a. þeir "læknar" sem vilja banna tóbak.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg; af hverju ert þú á móti því að það sé rannsakað  til hlítar hvernig blessuðum jólamatnum líður þegar hann á sínar bestu stundir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að nánast allir reykingamenn vilji hætta en það er ofboðslega erfitt. Margir halda að það sé ekki erfiðara en að hætta að bora í nefið. En eins og Viktor Hugo sagði einu sinni: "Bjartsýni er það að líta björtum augum á vandamál annarra".

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skorrdal, nikótíntyggjó hefur þann kost að það losar aðra við reykinn frá fíklinum en þann ókost að viðhalda fíkninni hjá notandanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 17:10

8 identicon

Svo, reykurinn er vandamálið, Axel - ekki fíknin? Í alvöru?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:13

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur; líklegt er að þeir sem telji það auðvelt að hætta, muni strax að kvöldi fyrsta bindindisdagsins íhuga endurskoðun á því áliti.

Fíkn er ekki vara neyslan sjálf, heldur líka hefðir og atferli við neysluna. Ég hafði þann hátt á við snuffið að ég beygði alltaf vísifingur utanum fingurgóminn og nöglina á þumalputtanum og myndaði "skál" sem ég fyllti af snuffi, sem ég saug snökt upp í nefið.

Ef ég núna 13 árum síðar geri akkúrat þetta, að snuffinu slepptu, finn ég í undirmeðvitundinni lyktina af snuffinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 17:24

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skorrdal; þú misskilur mig, með notkun nikótíntyggjós er fíknin auðvitað vandamál eftir sem áður hjá neytandanum. En aðrir í kringum hann losna við þann hvimleiða fylgifisk sem sígarettureykur er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 17:32

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nikótínið per se. er ekki skaðvaldurinn heldur reykurinn með öllu jukkinu. Nikótín er notað mikið í lyf.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:41

12 identicon

Hvar er sígarettureykur vandamál í dag, Axel? Í strætóskýlum eða á Laugaveginum? Hversu langt má forræðishyggjan ganga, áður en þú mótmælir? Hversu nærri þínu lífi má ég ganga, áður en þú kvartar?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:42

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það þá forræðishyggjan sem er vandamálið ekki reykurinn Skorrdal?

Ef þú kemur að manni sem er í þann mund að hengja sig eða sálga með öðrum hætti, lætur þú hann eiga sig til að forðast að vera sakaður um afskiptasemi og forræðishyggju?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 17:52

14 identicon

Gefðu mér bremmsu, Axel! Drekkur þú bjór? Eða ertu eins heilagur og Kristur á krossinum?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:11

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, Skorrdal ég drekk bjór og ég er langt því frá að vera heilagur og syndlaus.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 18:25

16 identicon

Mér líkar ekki þín bjórdrykkja, Axel. Hún kostar samfélagið allt of mikla peninga; sjúkdómar vegna áfengisneyslu kosta samfélagið mikla peninga, sem ég er alls ekki tilbúinn til að borga. Ég vil banna þína bjórneyslu, hvort sem hún er á almannafæri, á börum eða í heimahúsi, því þeir sem neyta of mikils öls eru háværir, leiðinlegir og vitlausir. Svo er metanframleiðsla þeirra einnig gersamlega úr öllu hófi - og skaða andrúmsloft þeirra sem nærri þeim eru umtalsvert, ef eitthvað er að marka vísindamenn. Bjórneysla er bölvaldur - "bjórneysla hvetur til neyslu sterkara áfengis"... En þú hefur eflaust aldrei heyrt þá röksemdarfærslu, enda féll hún um sjálfa sig 1. mars 1988.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:31

17 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður Axel :)

Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 21:06

18 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fáðu þér bara eina sígarettu í einrúmi og slakaðu á Skorrdal.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 21:11

19 identicon

Ég er mjög "slakur", Guðmundur...

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:15

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur auðvitað nokkuð til þíns máls Skorrdal og hefur fullan rétt á þinni skoðun og færð að hafa hana í friði fyrir mér.

Það var talað um það allan síðasta áratug og rúmlega það að ekki þyrfti neitt regluverk í fjármálaheiminum, nóg væri að hafa víðtækan ramma. Þeir eru fáir á Íslandi  í dag sem ekki telja að betra hefi verið að hafa ögn meiri  "forræðishyggju" og regluverk. Landið væri þá ekki gjaldþrota.

Það þýðir ekki að taka út eitt atriði og hrópa forræðishyggja, forræðishyggja, komi til tals að breyta þar einhverju. Ef menn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir þá hljóta forræðishyggjuandstæðingar að vilja afnema öll lög. Því öll lög eru stýring og stjórnun á einhverju og því í eðli sínu forræðishyggja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 23:09

21 identicon

Lög sem hefta frelsi fólks (og ekki koma með umferðalagaþvælurökin - þau eru til að vernda aðra en þig) og banna þeim ákveðna hegðun, sem skaðar enga nema þá sjálfa eru forræðislög. Ekki eru til áræðanlegar rannsóknir sem segja að óbeinar reykingar séu skaðvaldur, heldur hefur verið notaður áróður og lygar til að hræða fólk. Ef við samþykkjum kúgun eins minnihluta, er auðveldara að hefja kúgun á öðrum. En það skilur auðvitað ekki fólk í svo veiku lýðræðisríki sem Ísland er.

"First they came for the communists, and I did not speak out-- because I was not a communist; Then they came for the socialists, and I did not speak out-- because I was not a socialist; Then they came for the trade unionists, and I did not speak out-- because I was not a trade unionist; Then they came for the Jews, and I did not speak out-- because I was not a Jew; Then they came for me-- and there was no one left to speak out for me." - Martin Nielmöller

Skorrdal (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 04:48

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú svarar þér sjálfur Skorrdal, vaxandi takmarkanir og skorður við reykingum eru einmitt, rétt eins og þú bendir á með umferðarlögin, settar til verndar öðrum.

Þetta snýst einfaldlega um hvar þinn réttur endar og minn byrjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 14:24

23 Smámynd: ThoR-E

Hvar þarft þú að umgangast reykingafólk og fá reyk í andlitið Axel?

Nú þegar er búið að banna reykingar á öllum opinberum stöðum, sem og kaffihúsum, börum og veitingahúsum.

Þannig að til að "fá reykin í andlitið" þarft þú augljóslega að leggja þig fram við að komast í snertingu við reykingafólk.

Veit ekki alveg hvað þér gengur til með þessum pistli.

ThoR-E, 13.9.2009 kl. 15:26

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur greinilega tekið skakkan pól í hæðina AceR. Ég er einmitt að þakka umgengni minni við reykingafólk að ég hef ekki byrjað að reykja sjálfur.

Bann við reykingum þýðir ekki endilega reykleysi nóg virðist til að fólki sem áskilur sér allan rétt.

Ekki er þín veröld víð ef í henni eru aðeins opinberir, reyklausir staðir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 16:19

25 Smámynd: ThoR-E

Það er gott að heyra að þú hafir aldrei byrjað að reykja.

En ég var aðeins að velta fyrir mér hvar þú hafir lent í því að undanförnu að lenda í óbeinum reykingum. Nú þegar reykingar eru bannaðar allstaðar.

Hvort veröld mín sé víð, það er ekki þitt að dæma.

ThoR-E, 13.9.2009 kl. 16:43

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvar reykir þú þínar rettur AceR?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 17:34

27 Smámynd: ThoR-E

Á mínu heimili, eða í mínum bíl.

Aðrir þurfa ekki að kveljast vegna minna reykinga.

ThoR-E, 13.9.2009 kl. 19:09

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott hjá þér, vildi að aðrir breyttu eins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 19:24

29 Smámynd: ThoR-E

Það er alveg rétt.

Áður en ég keypti bílinn notaði ég strætó og ef ég fékk mér sígarettu á meðan ég beið eftir vagninum að þá stóð ég fyrir utan skýlið svo aðrir sem biðu þyrftu ekki að fá reyk á sig.

En það eru hinsvegar ekki allir sem eru svo tillitssamir, þannig að ....

ThoR-E, 13.9.2009 kl. 19:33

30 Smámynd: Einar Karl

Skorrdal kvartar undan bjórdrykkju Axels, a.m.k. svona "retóriskt". Bjórdrykkja Axels væri eflaust honum og öðrum í kringum hann til ama, ef hann drykki eina kippu á dag, á hverjum einasta degi ársins.

Gerum ráð fyrir að hann geri það ekki, því það gera fæstir. Öðru máli gegnir með reykingar. Það hefur verið innprentað í okkur að sjálfsagt sé að reykja 20-30 sígarettur á hverjum einasta degi. Hverslag óhófs neysla er það?? Sá væri talinn í vanda sem hakkaði í sig 20-30 karamellur á hverjum degi, nú eða 20-30 kaffibolla.

Um þetta skrifaði ég færslu í vor: Hvað kostar að reykja?

Einar Karl, 13.9.2009 kl. 22:08

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir gott innlegg Einar Karl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband