Heppinn hann Sturla

Ekki hvarflar að mér annað en Sturla Böðvarsson sé hinn vænsti maður sem ekki megi vamm sitt vita og því sé það fullkomlega eðlilegt að honum sé misboðið þegar hann sér og heyrir grófan munnsöfnuð og gífuryrði viðhaft um annað fólk.

Það er þakkavert að Sturla hafi ekki séð neitt  grófara á netinu en skrif Egils Helgasonar. Hann hefur þá blessunarlega ekki séð   þessa síðu,    þá ekki þessa  ,  svo dæmi séu tekin.

Sturla er sennilega með Netvara Símans, sem blokkerar svona síður.

Vonandi á Sturla ekki eftir að aftengja Netvarann og villast inn á þessar síður og aðrar sambærilegar, því sá munnsöfnuður, þau gífuryrði, þær  svívirðingar, þær ásakanir og níð sem þar er slengt fram um nafngreint fólk, myndi örugglega valda honum velgju og uppsölum, hafi skrif Egils valdið honum vanlíðan.

   
mbl.is Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband