Hvað er fólkið að meina?

Á lögreglan að hringja á undan sér þegar handtaka stendur fyrir dyrum og biðja þann sem handtaka á að gera ráðstafanir til að hvorki börn eða viðkvæmir verði vitni að handtökunni?  

Hvaða endemis bull er þetta?


mbl.is „Amma þetta er allt mér að kenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún er að tala um að barnið var "yfirheyrt".

Þetta getur markerað barnið fyrir lífstíð... það kennir sér um að foreldrar þeirra voru handteknir. Lögreglan má að sjálfsögðu spyrja hvort foreldrarnir séu heima, en láta svo þar við sitja.

Það er a.m.k. mín skoðun

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Af hverju bárust böndin að þeim?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.10.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þá er það foreldranna að útskýra hvers vegna lögreglan var þarna, alveg eins og þeir væru að skilja þá geng ég út frá því að þeir myndu útskýra það á þann máta að þetta væri alls ekki barninu að kenna.

Mér finnst það aftur á móti rangt ef þeir hafa "yfirheyrt" barnið. Slíkt á að sjálfsögðu að gerast undir handleiðslu fagmanna.

Svo verður það náttúrulega að koma í ljós hvort handtakan átti rétt á sér en um það dæma dómstólar væntanlega.

Mér finnst það sorglegt að þurfa að reka öll mál í dag í fjölmiðlum!

Ellert Júlíusson, 29.10.2009 kl. 16:22

4 identicon

Sammála Ellert,

Dudda (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:27

5 identicon

Ég spyr nú bara af hverju var ekki hringt í Krímer ???

Krímer (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu eiga foreldrarnir að ræða við barnið, jafnvel með aðstoð fagmanns.

Mér finnst engu máli skipta hvort ástæða hafi verið til að handtaka fólkið eða ekki. Það á að hlífa börnum við svona aðstæður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Skrítinn fréttaflutningur, reynt að vekja meðaumkun fólks. Mætti nú halda að fólk héldi sínum einkamálum þegar það er handtekið, grunað um misferli, fyrir sjálft sig, en kepptist ekki við að auglýsa þetta fyrir alþjóð, allavega gerði ég það ekki við sömu aðstæður. En samkvæmt fréttum á að beita börnunum fyrir sig og reyna að hagnast, og fá aur út úr þessu veseni. Já það er mörg matarholan, ef að er gáð. Ætli við verðum ekki að treysta því að Löggan viti hvað við á í hverju tilfelli? Sagði ekki í fréttum dagsins, "að börnin 4 og 9 ára hefðu ráðið sér lögmann", að eigin frumkvæði til að höfða skaðabótamál, á hendur löggæslunni??? Foreldrarnir eiga samkvæmt sömu fréttum, að hafa sömu áform. Hverjir gleypa svona hrátt og gera frétt úr Því??

Stefán Lárus Pálsson, 29.10.2009 kl. 16:37

8 identicon

"Aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Sé móðirin að fara með rétt mál, sem við auðvitað vitum ekkert um, því það er ekki auðvelt að treysta fólki í hennar stöðu - en hún er þó saklaus uns hennar sekt hefur verið sönnuð - en sé hún að fara með rétt mál varðandi framkomu lögreglunnar gagnvart barninu, þá er sú framkoma mjög ámælisverð og verður vonandi rannsökuð svo annað eins verði ekki endurtekið.

Ruth (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:44

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta tilfelli er augljóst dæmi um hve störf lögreglumanna getur verið vandasamt. Í þessu tilfelli hefði verið æskilegt að fulltrúi Barnaverndarnefndar hefði átt að vera með í för og láta viðkomandi leiða spurningar að barninu.

Hins vegar þá er þarna um mjög alvarlegt sakamál að ræða og þá þarf rannsókn að geta gengið eins hratt og snuðrulaust  fyrir sig sem lög og reglur mæla fyrir um.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2009 kl. 16:51

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er auðvitað eðlilegt að börn dragi sínar ályktanir, barnið hefði örugglega gert það á sinn hátt þótt það hefði ekki orðið "vitni" að handtökunni.

Lögreglan fer ekki heim til fólksins og handtekur án ástæðu. Eitthvað hefur komið fram við rannsóknina sem tengdi þau við málið.

Það liggur ekki fyrir að frásögnin um "yfirheyrslu" sé rétt,  lögreglan var mætt til að ná í foreldrana, þannig að þeir hafa örugglega ekki eytt miklum tíma í barnið.

Við verðum að ætla að lögreglan hafi gert þetta áður og kunni sitt fag.

Hvernig foreldrarnir reka málið núna, fjölmiðlafár, börnin komin með lögfræðinga og alles bendir nú ekki til þess að markmiðið sé beinlínis að hlífa börnunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 16:57

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég sammála þér Axel. Það virðist ekki eiga að forða börnunum frá enn meiri skaða. En það er rétt að ef börn undir lögaldri eru yfirheyrð ber fulltrúa Barnaverndarnefndar að vera viðstaddur..Lögreglumaðurinn viðurkennir ekki að um það hafi verið að ræða..Vonandi sleppa blessuð börnin skaðlaust frá þessu fjölmiðlafári.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 17:04

12 identicon

Gummi í  byrginu var líka blásaklaust fórnarlamb lengi vel eins og þessi skötuhjú...

Óskar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:04

13 identicon

Ég er alveg sammála um að það eigi að hlífa börnunum, en er þetta ekki bara ein leiðin hjá foreldrunum til þess að beina sjónum frá sjálfum sér. Þetta fólk hefur farið illa með margan manninn þá meina ég að margir hafi farið flatt á því að eiga í viðskiptum við þau. En börnin velja sér víst ekki foreldra.

vkg (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:09

14 identicon

Þvílík þvæla. Ég segi nú eins og höfundur færslunnar, á lögreglan að tilkynna heimsókn? Það er einhver ástæða fyrir því að lögreglan fór þangað til að byrja með. Viðbrögðin hjá þessu fólki eru vægast sagt grunsamleg . . .

lundi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:10

15 identicon

Sammála höfundi, lögreglan fer ekki út í handtökur í svona máli án ástæðu.

Og takið eftir öðru: Fyrst var konan eingöngu að mótmæla handtökunni sjálfri og framkvæmd hennar, s.s. að gera það að börnunum ásjáandi. En nú segir hún að hún var ósátt við að lögreglan hafi talað við barnið hennar. Þetta er ekki öll sagan, langt í frá.

Arngrímur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:16

16 identicon

Þegar lögreglan er að fara handtaka fólk í heimahúsum þá á lögregla að athuga hvort það sé möguleiki á að börn séu á staðnum. Ef svo er þá er lögreglu skylt að gera ákveðnar ráðstafanir, líkt og að kalla fulltrúa barnaverndarráðs með sér á staðinn. Þetta eru víst verklagsreglur sem lögreglan fór ekki eftir í þessu tilviki, það er verið að tala um í þessari frétt. Ekki að lögreglan eigi að hringja á undan sér. Djöfulsins hálfvitaháttur er þetta í síðueigenda og skoðanasystkinum hans. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:20

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur verið þróunin að gæsluvarðhaldsúrskurðir dómstólana hafa verið að styttast og þannig er meiri þrýstingur á lögregluna að taka sér ekki lengri tíma í rannsóknina en nauðsyn krefur.

Lögreglan getur því ekki leyft sér að draga handtökur til morguns, eða betri tíma. Svo geta ransóknarhagsmunir verið þannig að málið þoli ekki bið sama hvað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 17:22

18 identicon

Rannsóknarhagsmunir eiga alltaf að víkja fyrir mannréttindarsjónarmiðum. Það má ekki brjóta á mannréttindum fólks til að skaða ekki rannsóknarhagsmuni. Það má færa sterk rök fyrir því að lögreglan hafi brotið á mannréttindum þessa barns með því að fara ekki fullkomnlega eftir verklagsreglun.

Eða er okkur sama um mannréttindi þessa barns?

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:26

19 identicon

Samkvæmt móðurinni var barnið aldrei spurt neitt út í sakamálið eða neitt þessháttar, þetta var ekki yfirheyrsla heldur spjall eins og lögreglumaðurinn sagði sjálfur. Mætti segja mér að lögreglan hafi ekki gert ráð fyrir að 6 og/eða 9 ára gömul börn væru ein heima hjá sér og hafi þessvegna ekki tekið með sér einhvern frá barnaverndaryfirvöldum.

Sé ekkert athyglisvert að spyrja barnið hvar foreldrarnir séu, símanúmer og/eða hvað þau vinni við.

Það er foreldranna að útskýra fyrir barninu að þetta er -algerlega- sök foreldranna en ekki barnsins. Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögreglan spyrji barnið ekki að svona einföldum spurningum eins og konan sagði að þeir hefðu gert.

Jóhann Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:29

20 identicon

Sorry, ég gæti bara gubbað á þessa frétt. Ef lögreglan er kominn heim til þín þá er ekki allt með feldu. Í svona máli þá finnst mér bara sjálfsagt mál að lögreglan komi. Ef fólk ættlar að vera við vinnu í glæpaheimi þá getur það bara sleppt því að eiga börn ef það er svona viðkvæmt fyrir því að eiga svo í hættu að komast í kast við lögin. Ég segi nú bara aumingjas foreldrar unglings-stúlkna .....sem jafn vel fá aldrei að sjá börninn sín aftur.....ekki nema kannski í líkpokum.

Jórunn L. (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:35

21 identicon

Hún átti bara ekkert að svara löggunni.

Steiner (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:37

22 identicon

Já, svona krimma foreldrar eiga náttúrulega að vera búin að kenna börnunum sínum að "plead the fifth".

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:40

23 identicon

Ojbarasta!!!

Ég sé að fólki finnst að mannréttindi barna eigi að víkja, af því að foreldrar þeirra eru hugsamlega grunuð um glæp.

Þessi handtaka hjá lögreglunni var ekkert gerð í skyndi, þetta var velskipulagt of fjöldi manns sem kom að henni. Ótrúlegt að það hafi engin kveikt á perunni og kallað til fulltrúa frá barnaverndarráði með. Það væri heldur ekki fyrsta skipti sem lögreglan væri að fara í heimahús þar sem hugsamlega gætu verið börn og því ættu þessar verklagsreglur að vera lögreglunni kunnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:42

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur greinilega verið á staðnum Bjöggi. Það er gott að fá upplýsingarnar óbjagaðar af fyrstu hendi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 17:44

25 identicon

Léleg tilraun hjá þér Axel.......

Upplýsingarnar sem ég hef um handtökunna koma úr fréttamiðlum landsins. Þar kom fram að fjöldi lögreglumanna hafa komið að handtökunni og hún hafi verið vel skipulögð.

BJöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:47

26 identicon

En þú reynir nátttúrlega eins og þú getur að réttlæta mannréttindarbrot lögreglunnar!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:47

27 identicon

En Bjöggi minn. . . ég sé ekki, út frá þeim spurningum sem móðirin sjálf sagði að lögreglan hefði spurt barnið að, hvaða mannréttindi var verið að brjóta.

Held nú frekar að samræður heimavið hafi málað lögregluna upp sem einhvern vondan aðila sem ber að forðast og ekki ræða við sem hafi gert það að verkum að barninu líði eins og það gerir núna.

Ef þú hlustar á það sem mamman segir um -samræður- lögreglunnar við barnið, þá heyriru mjög vel að þetta var sárasaklaust. "Hvar eru foreldrar þínir" - "Veistu símanúmerið þeirra" - "Er pabbi þinn mikið að vinna á kvöldin" - "Veistu við hvað hann er að vinna". Þetta eru ekki "yfirheyrslulegar" spurningar, frekar eitthvað sem kom út á c.a. 25sekúndum á meðan lögreglan labbaði framhjá barninu.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:49

28 identicon

Bjöggi:

Veistu hve mörg börn og foreldrar þeirra hafa fengið að þjást vegna viðskiptahátta þessara hjóna?

Ég veit um mörg dæmi og það var aðeins spurning hvenær þessi maður yrði tekinn úr umferð.

Hvernig þau voru handtekinn er öllum sama um sem til þeirra þekkja.

Haraldur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:50

29 Smámynd: Daníel Kristjánsson

Ég hef ennþá nægt traust á lögreglunni til að ætla að þeir fari ekki um handtakandi mann og annan í einhverri tilviljanareisu. Á því byggi ég mitt álit hérna.

Einfalt: ekki brjóta eða beygja lögin og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að löggan yfirheyri börnin ykkar. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir barnið og hefði eflaust mátt komast hjá því að það yrði vitni að handtökunni, en kannski leiðinlegast að hugsa til þess að í framtíðinni mun barnið sennilega ekki vera jafnfúst í samstarfi með lögreglunni og hugsanlega gæti það lent í óþarfa vandræðum vegna þess.

Virðið lögin og þá gerist ekki svona lagað... Tjah... Eða amk minnka líkurnar all verulega!

Daníel Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 17:50

30 identicon

Jóhann, það breytir engu hversu saklausar spurningarnar hljómuðu.

Þetta eru allt spurningar sem fulltrúi barnaverndarráðs hefði átt að spyrja eða hefði átt að vera viðstaddur þegar þessar spurningar voru spurðar. Það segja lög landsins um, sem eru byggð á mannréttindarsáttmálanum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:53

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Bjöggi, ég sé ekki að nein mannréttindabrot hafi verið framin. En þú ert sennilega einn þeirra manna sem telja sig geta slegið sér upp á því að taka alltaf afstöðu gegn lögreglunni, sama hvernig málin eru vaxin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 17:53

32 identicon

Daníel, það er engin að tala um að hlífa þessu fólki. Ég er bara að tala um að lögrelgan fari að lögum, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:53

33 identicon

Axel, sorry, ég fatta þetta núna. Við eigum náttúrlega ekki að vera gagnrína lögguna þegar hún gæti verið að brjóta af sér, hún er að handtaka stórhættulega glæpamenn og mannréttindi eig ekki að hindra framgang réttvísinnar. Þeir kunna þetta sko í Guantanamo, við skulum taka þá okkur til fyrirmyndar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:56

34 identicon

Bjöggi: Ertu þá að segja mér að ef lögreglan mætir barni glæpamanns þá sé þeim algerlega bannað að spyrja það að nokkru um foreldrið nema einhver frá barnaverndaryfirvöldum séu á svæðinu?

Sé það fyrir mér þegar lögreglan bankar upp á húsið hjá þessum vitleysingum og barnið svara. . . og lögreglan stendur sauðslega fyrir utan, klórar sér aftan á hálsinum og fara svo burtu.

Eins og ég sagði áðan, það mætti segja mér að lögreglan hafi ekki gert ráð fyrir að börn sem eru 6 og 9 ára séu skilin eftir ein heima og hafi þessvegna gert ráð fyrir að foreldrarnir hefðu geta verið á staðnum til að tala fyrir börnin.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:57

35 identicon

Já, ég er að segja það. EF þeir vilja fá upplýsingar frá barninu sem gætu varðað rannsókn málsins, eins og hvar foreldrar eru eða hver síminn hjá þeim er þá á fulltrúi frá barnarverndarráði að vera viðastaddur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:59

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er deginum ljósara Bjöggi, ef einhver sem lögreglan þarf að hafa afskipti af er ósáttur og ber löggunni illa söguna, þá þarft þú ekki frekari vitnana við, þótt lögreglan hafi aðra sögu að segja. Löggan lýgur alltaf, ekki satt Bjöggi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 18:05

37 identicon

Ég get ómögulega verið sammála því. Það getur vel verið að það hefði verið heppilegra að taka einhvern frá barnaverndaryfirvöldum með á staðinn en ég sé ekki fram á að neitt ólöglegt hafi verið framið af lögreglunni þarna.

Börn eru engir vitleysingar og þeir skilja conceptið bak við lögregluna alveg frá unga aldri. . . en það er náttúrulega ekki hægt að gera ráð fyrir uppeldi í hverju tilfelli þar sem svona pakk eins og þetta fólk virðist vera er mjög líklega búið að dæla börnin sín uppfull af vitleysu um lögregluna.

En ég segi það enn og aftur. Ætli lögreglan hafi ekki bara gert ráð fyrir að foreldrarnir séu ekki að skilja 6 og 9 ára gömul börnin sín ein eftir heima. Ég veit að ég hefði gert ráð fyrir því. . . sérstaklega þegar maður vinnur við mansal og veit aldrei hverjum dytti í hug að reyna koma höggi á mann.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:05

38 identicon

Já og ef fólkið á börn eða það búa börn í húsinu þá á lögreglan að gera ráð fyrir því að það séu börn á svæðinu þegar hún mætir á svæðið. Þetta eru örugglega ekki fyrirmyndaforeldrar, víst þeir rötuðu í þessi vandræði, og þessvegna má alveg gera ráð fyrir því að börnin séu vanhirt og skilin ein eftir heima. Annað væri barnaskapur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:07

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi, ef lögreglan hringir bjöllunni, barn kemur til dyra, má löggan þá ekki spyrja hvor pabbi eða mamma séu heima? Á hún þá að fara án þess að segja orð, koma aftur, hringja bjöllunni og endurtaka leikinn þar til einhver fullorðinn kemur til dyra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 18:08

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takið foreldrana út úr þessu mengi. Þetta snýst einvörðungu um börnin og það er ekkert óeðlilegt að 6 og 9 ára börn séu ein heima part úr degi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 18:10

41 identicon

Það ætti kannski að útbúa svona bakpoka fyrir lögreglumenn sem inniheldur starfsmann frá barnaverndaryfirvöldum sem þeir geta svo borið á bakinu við skyldustörf. . . ég veit nefnilega ekki betur en að það séu börn í næstumþví hverju einasta húsi á íslandi.

Við pungum þessum gríslingum út eins og við eigum lífið að leysa.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:10

42 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hey.. er einhver að tala um að lögreglan megi ekki spyrja börnin hvort foreldrarnir séu heima?

Þetta er komið út í tóma vitleysu

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 18:11

43 identicon

Gunnar, mér finnst það bara mjög óeðlilegt.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:11

44 identicon

Það er einfallt mál að hafa fulltrúa frá barnaverndarráð með í för, hafið þið ekki séð cops, þeir passa sig alltaf á svona grundvallaratriðum þar.

Lögreglan er örugglega að díla við mörg mál á dag þar sem börn koma við sögu, þetta ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir lögguna að fá einhvern fá barnaverndarráði með sér. Það hefur alltaf verið einhver til taks þegar litli bróðir minn hefur ratað í vandræði. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:12

45 identicon

Ég horfi mikið á Cops og ég get alveg sagt þér að það er ekki einhver frá barnaverndaryfirvöldum með í hvert skipti sem þeir tala við börn.

Skil ekki þessa svakalegu hræðslu við lögregluna. Ég veit að 5ára gamall sonur minn veit 100% hvað lögreglan gengur út á og ef hún kemur til þess að handtaka mig þá veit hann að það er vegna þess að -ÉG- var "óþekkur" og ekki vegna einhvers sem hann gerði.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:16

46 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhann, hvað finnst þér óeðlilegt? Að spyrja börnin hvort foreldrarnir séu heima?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 18:18

47 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi, ertu farin að vitna í Bandaríska löggusjónvarpsþætti, hvernig hlutirnir eiga að vera? Halló?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 18:18

48 identicon

Sorry, löggan má ekki taka upplýsingar af barninu ef það gæti verið þolandi, gerandi eða vitni í opinberu máli nema forráðmaður eða fulltrúi frá barnarverndarráði sé á staðnum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:20

49 identicon

Aldrei þessu vant þá trúi ég lögreglunni frekar en þessum blessuðu foreldrum, allt sem hefur komið fram um handtökuna í fréttunum hefur bara gert þau grunsamleg og er frá þeim sjálfum komið, amk eru þau athyglissjúk í meira lagi og greinilega að reyna að draga börnin sín sem mest inní þetta, m.a með því að ráða handa þeim lögfræðing og láta þau um að kæra??? og mamman líka með stjörnulögfræðing og þessa fáránlegu hear say lýsingu á því sem barnið á að hafa sagt við ömmu sína, sorrí, en þau eru bara spúkí. Ég fæ ekki góða tilfinningu fyrir þeim sem foreldrum, af því sem ég hef heyrt og lesið. En fólk og fjölmiðlar ættu aðeins að draga andann áður en farið er í að vorkenna þeim og trúa öllu sem þau segja skilyrðislaust, alveg einsog við eigum að láta þau njóta vafans uppað vissu marki líka - þótt það fari vissulega minnkandi því meira sem þau reyna að græða á þessu eða draga í gegnum fjölmiðla. Það væri vitaskuld best ef að þau væru að segja alveg dagsatt frá öllu, en ég gæti því miður alveg trúað því að þau séu nota börnin sín, já nota börnin sín, til þess að reyna að komast betur frá þessu máli og sínum sökum - allt sem þau (amk móðirin) hafa sagt og gert síðan þau losnuðu úr haldi bendir til þess - en kannski mun það bara aldrei koma í ljós, amk vildi ég helst komast hjá því að heyra stakt orð meira um þetta fólk og börnin þeirra. Sorrí.

Bjöggi, það eru nú bara ekki einu sinni lögreglumenn til staðar í flestum plássum landsins, þannig að tilætlunarsemin að hafa alltaf barnaverndarstarfsmann með í för þegar löggan fer í útköll er svo útúr kortinu heimskuleg og fáránleg að það er ekki eðlilegt!

Hanna (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:20

50 identicon

Þetta eru alþjóðleg lög sem ég er að vitna í, við erum aðilar að mannréttinda og barnaverndarsáttmála sameinuðu þjóðanna, þjóðir sem eru það þurfa að fara eftir þessum lögum. USA eru líka aðilar, svo þeir þurfa að fara eftir sömu lögum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:21

51 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar; mér finnst ekki eðlilegt að 9 og 6ára börn séu skilin eftir ein heima. Það er engin smá ábyrgð sem er lögð á eldra barnið, foreldri sem þetta gerir ætti ekki að vekja á sér athygli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 18:22

52 identicon

Langaði að koma hinu og þessu á framfæri varðandi „verklagsreglur“ um samskipti lögreglu og barnaverndarnefndar (BVN).

BVN yfirheyrir aldrei börn, það gerir lögreglan.  Lögreglan tilkynnir öll mál til BVN ef börn koma við sögu hvort sem þau eru gerendur eða ekki og eins á að gera forráðamönnum viðvart.  Við yfirheyrslu á börnum eiga forráðamenn að fá að vera viðstaddir nema það sé beinlínis skaðlegt fyrir rannsóknina.  BVN metur það sjálf hvort hún sé viðstödd yfirheyrslu.  Langoftast er hún það ekki, nær eingöngu bara í mjög alvarlegum málum eða þegar forráðamenn geta ekki verið viðstödd.  BVN er ekki að koma á vettvang nema beinlínis barninu sé hætta búin eins og t.d. foreldarnir eru báðir dópaðir eða drukknir og lögreglan þarf aðstoð BVN við að koma barninu á öruggan stað.  Oftast er þó hægt að koma barninu til ættingja og ef það er hægt er BVN jafnvel ekki að koma á vettvang.  Þetta er svona það helsta sem ég man eftir.  Og já alveg rétt- Lögreglan má spjalla við börn eins og t.d. til að fá persónuupplýsingar þess eða forráðamanna þeirra.

Rúnar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:23

53 identicon

Fulltrúi barnaverndarráðs þarf ekki að vera stafsmaður barnaverndarráðs, fulltrúinn gæti verið skólasálfræðingurinn í plássinu eða starfsmaður heilsugæslu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:23

54 identicon

Gunnar, ég meinti að mér finndist óeðlilegt að 6 og 9ára gömul börn væru skilin eftir ein heima part úr deginum.

Bjöggi: Það er munur á því hvort lögreglan spyr "veistu hvar pabbi þinn faldi líkið?" eða "Hvað er símanúmerið hjá mömmu þinni?".

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:24

55 identicon

Þið verður að afsaka þessa arfaslöku íslensku hjá mér. Ég er greinilega búinn að búa alltof lengi í Danmörku :)

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:29

56 identicon

Rétt hjá þér Jóhann, en getum við verið viss, var einhver annar þarna en lögreglan? Þetta er alvarlegt sakamál sem lögreglan er að rannsaka þarna og því gengur ekki að það sé hægt að setja spurningamerki við svona hluti.

Svo eins og Rúnar segir, starfsmaður BVR á að vera með í för þegar það er verið að rannsaka alvarleg mál, og ekki síst þegar það á að fara handtaka foreldra og jafnvel setja í gæsluvarðhald. 

Þetta eru bara léleg vinnubrögð lögreglu, enda ekki við neinu örðu að búast af fjársveltri sveitlöggu íslands. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:31

57 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það eru heitar umræður hér..Ég held mig við það sem ég sagði nr 11.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 18:32

58 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Silla, heitt í kolunum hérna. Gott svar nr. 11 og engu við það að bæta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 18:34

59 identicon

Bjoggi, hvaða lagagreinar ertu að tala um? Þú þarft að vitna í einhverjar lagagreinar MSE (geri ráð fyrir að þú sért að tala um lög um mannréttindasáttmála Evrópu þar sem við viljum ennþá heita fullvald þjóð að nafninu til alla vega).

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:37

60 identicon

Bjöggi:

"BVN er ekki að koma á vettvang nema beinlínis barninu sé hætta búin eins og t.d. foreldarnir eru báðir dópaðir eða drukknir og lögreglan þarf aðstoð BVN við að koma barninu á öruggan stað."

"Lögreglan má spjalla við börn eins og t.d. til að fá persónuupplýsingar þess eða forráðamanna þeirra."

Ekki snúa út úr því sem Rúnar sagði. Þetta voru ekki yfirheyrslur og hann sagði að BVN kæmi til þess að vera með við -yfirheyrslur- þegar um væri að ræða mjög alvarleg mál. Þá er verið að tala um ef komið er með barnið til yfirheyrslna seinna, ekki á staðnum.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:44

61 identicon

Jóhann, ég er alls ekki að snúa út úr, það eru deildar meiningar uppi um hvort að lögreglan hafi yfirheyrt barnið eða ekki, það er enginn sem getur staðfest það. Við getum ekki verið viss þar sem að það var enginn viðstaddur. Það er ólíðandi og dæmi um léleg vinnubrögð.

Og löggan vissi alveg að þeir væru að fara handtaka foreldrana, og þá þyrftu þeir að koma barninu fyrir á öruggum stað á meðan, þá hefði nátttúrulega (samkvæmt þínum rökum Jóhann) einhver frá BVR þurft að vera með. Eða hélt löggan að 6 og 9 ára börn myndu sjá um sig sjálf á meðan foreldrarnir sætu inni?

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:50

62 identicon

Bjöggi, hvað vantar mikið í hausinn á þér svo þú farir að skilja annað fólk en heimskuna í sjálfum þér?

Bronson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:55

63 identicon

Bronson, "hvað vantar mikið í hausinn á þér" svo að þú getir komið  einni setningu frá þér áfallalaust.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:59

64 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; það eru ekki deildar meiningar um hvað gerðist. Annarsvegar er frásögn lögreglunnar ( þeir voru margir, ekki satt) og hinsvegar túlkun móðurinnar á meintri frásögn barnsins.

Minna þessir foreldrar ekki svolítið á athyglissjúku loftbelgsforeldrana sem voru í fréttum nýlega. Barnið er notað sem aðgöngumiði í fjölmiðlana, og þú bítur á agnið og óskapast eins og óður hani út af engu.

Spurning hvort þú ættir ekki að hafa barnaverndarfulltrúa viðstaddan þegar þú bloggar, svo þú farir þér ekki að voða. Við viljum ekki að það gerist ekki satt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 19:07

65 identicon

Bjöggi minn það er ekki mitt vandamál að þú skiljir ekkert.

Bronson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:10

66 identicon

Nei þetta er alveg rétt hjá ykkur, löggan má gera það sem þeim sýnist og það er bannað að gagnrína hana, svona eins og tælenska kóginn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:13

67 identicon

Sickósss.....!!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:14

68 identicon

Margt ljótt er hér sagt um fólk sem fáir eða enginn af þeim sem skrifa um hvernig foreldrar þau eru þekkja, hér hef ég lesið um mikla andlega fátækt.

Ég skrifa og meina og veit að ef þið kæra  fólk eruð eins góðir foreldrar og þau þá eru börnin ykkar heppin

Guðbjörg (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:03

69 identicon

Guðbjörg, það sem þau, amk konan, eru búin að gera úr þessu máli í fjölmiðlunum, dv, visi og mbl, verður bara til þess að mjög margir munu komast að því að óþörfu hver þau eru og hver börnin þeirra eru, það mun fylgja þeim síðarnefndu í gegnum lífið því að Ísland er lítið land. Ekki mjög heppilegt að mínu mati.

Að fella tár einsog móðirin, þar sem hún er líka skyggð einsog hrikalegt fórnarlamb sem þarf að vera í felum (sem hún ætti alls ekki að þurfa ef hún er með hreinan skjöld og vill bara að mannorð sitt sé hreinsað) er líka einstaklega nothæf aðferð til að herja á tilfinningarnar, á mínu heimili hefur fólk skipst í tvo hópa um hvort að þetta sé ömurleg leiksýning eða hvort hún og börnin séu raunverulega fórnarlömb hrikalegs lögregluofbeldis, og allt þar á milli. Til þess er leikurinn gerður og þau fara eflaust alla leið með þetta. En þessi fjölmiðlasýning og dómsmálið mun fylgja börnunum þeirra alla tíð, svo mikið er víst.

Hanna (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:57

70 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get alveg tekið undir það að þetta er fullmikið drama hjá konunni, eins og um leikþátt sé að ræða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 22:12

71 identicon

Haraldur/28:

Hvað veistu meira um mál foreldranna?

Steinunn (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:13

72 identicon

Guðbjörg:

Þetta er fólk sem er gott við börnin sín, það veit ég sjálfur.

En þetta fólk er ekki búið að vera heiðarlegt gagnhvart öðru fólki, karlmaðurinn hefur komið mörgu fólki í slæma aðstöðu og það vísvitandi. Hann skuldar fullt af fólki stórfé og rífur kjaft við það.

Það er ekki að óþörfu að hann sat í gæsluvarðhaldi í viku. Ýmislegt á eftir að koma í ljós.

Haraldur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:16

73 identicon

Steinunn:

Eitthvað sérstakt sem þig langar að vita?

Haraldur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:18

74 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar; þetta minnir óneitanlega á loftbelgsmálið í Bandaríkjunum þar sem athyglissjúkir foreldrar beittu fyrir sig barni á ósmekklegan hátt til að komast í fréttir..

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 22:40

75 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hér er bara talað um börnin,kvað bloggarnir eru viðkvæmir.Hafið þið kíkt á bloggin um ofbeldi á börnum hjá fjölskylduaðilum? Við verðum að fókusera um kvað foreldrarnir eru flægt í kriminal ástandi.Barnavernd öskra allir,hlægiegt þegar barnavernd geri ekkert þegar börn eru lamin sundur og saman innan fjölkyldunar .Ekki vera Ippocrici,á islensku ekki vera hræsnari.Létt að skrifa í tölvuna aumingja börnin skaðinn og allt,en munið að í mörgum tilfellum eru foreldrarnir verstu sökudólgarnir sem nota börnin in svo umhugsun,!bíðum eftir fleyri upplísingum um málið áður en að skirpa og öskra .

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 23:32

76 identicon

Voðalega eruð þið eitthvað illa innrætt.

Búin að dæma allt og alla , vitið samt ekki neitt um neitt.....

Sorglegt.

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 01:11

77 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst það mjög ábyrgðarlaust af móðurinni að fara með þetta í fjölmiðla. Ef hún telur að barnið hafi orðið fyrir skaða af viðræðum við lögregluna, þá verður skaðinn ekki minni af því að fara með þetta í fjölmiðla.

Það er orðið eins og lögreglan geti ekkert gert það er alltaf verið að klína á hana "skít".

Við verðum að trúa því að lögreglan sé að vinna vinnuna sína.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.10.2009 kl. 09:37

78 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég efa það ekki að þetta fjölmiðlafár sem að foreldrar og lögfræðingar þeirra eru búnir að stofna til mun skaða börnin mun meira en það sem gekk á áður.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 30.10.2009 kl. 10:26

79 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef foreldrarnir hefðu látið kyrrt liggja væri þetta að baki og hægt að vinna úr málinu. En með þessu er ballið bara rétt að byrja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 10:42

80 identicon

Við Íslendingar ÞURFUM að hætta þessu helvítis Aumingjavorkun altaf.  Þetta er fólk sem er grunað um að selja annað fólk ásamt mörgu öðru misjöfnu.  Hvort lögreglan spurði börninn hvar foreldrar þess væru skiptir bara nákvæmlega ENGU máli.  Ég veit það bara ef að ég væri grunaður um mansal og aðra glæpi, þá mundi ég hafa fullan skilning á því að lögreglan banki heima hjá mér til að ná í mig í yfirheyrslur, og þá alveg jafn mikin skilning að ef að sonur minn svaraði að lögreglan myndi spyrja um hvar ég væri og símanúmerið hjá mér, hvort sem að ég væri saklaus eða sekur.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:00

81 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgeir; ég held  að fólk sem stendur í glæpum á borð við mansal hljóti að hafa allt annað og léttvægara siðferðismat en fólk almennt. Þetta fólk lítur lögregluna öðrum augum, það sér hana sem ógnun við sig. Það hefur annan hugsunarhátt en þú metur málið út frá.

Það er alger lákúra af foreldrunum að ásaka lögregluna um óeðlilega framkomu við börnin í nafni barnaverndarsjónamiða, og stilla síðan sömu börnunum upp fyrir framan sig sem vörn.

Ætli þau verði ekki kjörin foreldrar ársins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 13:07

82 identicon

Ég myndi ekki vilja mæta íslensku þjóðarsálinni í dimmu húsasundi.

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:34

83 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heh.. ég tek undir með Arnari

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 15:06

84 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að beina athyglinni frá sjálfum sér er algengur kvilli sekra. Það minnir mig á stelpuna á Hvammstanga sem spurð var hvort hún væri enn einu sinni búin að pissa í buxurnar: Nei, það var sko örugglega ekki ég.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.10.2009 kl. 15:30

85 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður, Heimir

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 15:44

86 identicon

Axel, voru foreldrarnir ekki handteknir fyrir tryggingasvik, ekki mansal? Þar sem útlendingarnir sem eru bendlaðir við mansalið eiga að hafa kveikt í einhverju fyrirtæki fyrir þau sem þau voru nýbúin að kaupa á slikk en var tryggt upp í topp. Þannig heyrði ég söguna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 16:52

87 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nema hvað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 17:00

88 identicon

Afhverju er það svona sjálfsagt að gera ráð fyrir því að lögreglan stundi ætíð eðlileg vinnubrögð? Afhverju má ekki velt upp þeirri spurningu að jafnvel hafi þeir viljandi reynt að fá upplýsingar frá barninu til að hafa meiri vitneskju um foreldrana? Spurðu þeir ekki barnið hvort pabbi væri mikið að vinna á kvöldin og annað slíkt?

Athuga ber að hvort sem þetta fólk fær dóm fyrir hluteild sína í þessu sorglega máli eða einhverju tryggingasvindli þá finnst mér ákaflega mikilvægt að stoðir undir því kerfi réttlætis og laga séu virtar. Meðal annars réttur okkra allra!

Lögreglan er ekki dómari, hún á að vinna að rannsókn. Saklaus til sekt er sönnuð?

Lögreglan hefur í sínum "vönduðu" vinnubrögðum ruðst inn á heimili vopnuð byssum sem voru beint m.a. að börnum til að gera upptækt hass.... algjörlega fáránleg rök voru færð fyrir þessu, maðurinn hafði setið inni fyrir líkamsárás (mööörgum árum áður) Þetta var ekkert annað en gróf misbeiting á valdi, ógnandi skilaboð og ljót og vesæl framkoma.

Ég er ekki að segja að löggan sé alslæm, alls ekki. En þegar hún brýtur svona af sér, eins og að yfirheyra barn þá er það vítavert. Ef lögreglunni er ekki veitt aðhald eins og öðrum valdhöfum þá er voðinn vís

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:05

89 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað eru störf lögreglunar ekki hafin yfir gagnrýni Kleópatra. En eðli máls samkvæmt liggur hún vel við höggi. Lögreglan er að vinna störf sem ætíð verða á skiptar skoðanir.

Hún þarf að hafa afskipti af fólki, vinum, ættingjum eða okkur sjálfum. Enginn er sáttur við slíkt þótt allrar sanngirni hafi verið gætt.

Lögreglan er okkur til varnar þótt sumir eigi á stundum erfitt með að sjá það. Ég hef sjálfur lent í löggunni og var hreint ekki sáttur þá, en sennilega björguðu þeir ekki aðeins mér, þegar þeir tóku mig fullan á bílnum, heldur líka einhverjum sem ég hefði getað banað. 

Fyrir það er ég þakklátur, núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 22:29

90 identicon

Haraldur:

Þú svaraðir Bjögga (?) því til að þú vissir um "mörg dæmi" þar sem "börn og foreldrar þeirra hafa fengið að þjást vegna viðskiptahátta þessara hjóna".

Þetta er auðvitað hræðilegt!

Mér finnst einkennilegt hve mikið er rætt um handtöku konunnar, sérstaklega þar sem hún sjálf kemur sér á framfæri og ræðir sín mál, og svo er þessi umræða hér, sem ég tel samt góða og gilda, um blessuð börnin sem munu seint gleyma þessu atviki.

En mest um vert finnst mér að vita hvort hún og maðurinn hennar eigi eða eigi ekki einhvern þátt í mansalsmálinu.

Sekt foreldra réttlætir ekki að illa sé farið með börnin þeirra. Það gerir grunur um sekt heldur alls ekki. Það er bara þessi undarlegheit sem við erum flest sammála um, að koma fram í sjónvarpi í skyggðri mynd! til að hreinsa mannorð sitt og fá sér frægan lögfræðing ... þetta er einkennilegt, og þar af leiðandi grunsamlegt. Samt á maður auðvitað ekki að dæma fyrirfram.

En þú veist eitthvað sem enginn annar veit, eða svo skilst mér að commenti þínu hér að ofan! Er það eitthvað sem hægt er skrifa hér eða er það of langt gengið? Þú segir að "það var aðeins spurning hvenær þessi maður yrði tekinn úr umferð. ... Hvernig þau voru handtekinn er öllum sama um sem til þeirra þekkja."

Gróusögur komast auðveldlega á flakk við svona aðstæður og er ég því svakalega hissa á því að hafa ekki heyrt orð um athæfi og manngerð þessa fólks - ekki einu sinni bonafide krassandi gróusögur!

Þýðir það að þau séu saklaus? Hversvegna er konan þá svona grunsó?

Steinunn (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 03:45

91 identicon

Ásgeir / 79:

Já!

Saklaust fólk bregst þannig við. Að vísu hef ég lært af sérhæfðum sjónvarpsþáttum (þeas amerískum morðgátuþáttum) að sekir foreldrar sem og saklausir hjálpa til við leit að týndum börnum, þannig að oft er erfitt að greina þá seku frá hinum saklausu. Eða hvað - beina saklausir foreldrar athygli að sér og börnum sínum með því að segja hve saklaus þau eru og hve illa var komið fram við þau, hve skemmandi áhrif þetta hefur haft á þau? Já, ætli það ekki bara. Svoleiðis fólk hlýtur að vera til.

En saklausir foreldrar eiga sjaldnast í basli með að útskýra samskipti þeirra við lögregluna fyrir börnum sínum, og þetta með að snúa handtöku sinni upp í mál vs lögreglunni v/ barnaofbeldis er auðvitað nokkuð langt gengið. Skilur móðir tveggja barna í alvöru ekki alvarleika mansals? Myndu ekki einmitt flestar mæður í hennar sporum gera sér grein fyrir hvort málið hefði forgang, og etv sleppa því að ásaka, nú eða geyma til skamms tíma ásakanir á hendur lögreglu, kannski þar til málið væru upplýst? Þegar málið er upplýst, hvernig sem það nú fer, þá er ekkert að því að höfða mál á hendur lögreglu fyrir ófagmannleg og skemmandi vinnuaðferðir, og sjá svo hvernig það mál fer.

Nú er ég ekki móðir, þannig að leiðrétti mig hver sem vill.

Steinunn (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.