Af hverju er Sigmundur tekinn út fyrir sviga?

Ekki ætla ég að mæla bót slakri mætingu Sigmundar Davíðs á nefndarfundi.

En er mæting annarra stjórnmálamanna hjá ríki og borg á fundi nefnda og ráða það glæsileg að eðlilegt sé að taka Sigmund sérstaklega fyrir?

Hugboð segir mér að svo sé hreint ekki.

Er ekki eðlilegt þessu samfara að birtar séu upplýsingar hvernig þessu sé almennt farið.


mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 13:17

2 identicon

Þetta heitir EINELTI.

LS.

LS (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk Ásdís

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

LS; Til að eitthvað sé flokkist undir einelti þarf að vera um endurtekið áreiti að ræða. En það þarf að sýna, með með rökstuðningi, að hann verðskuldi þessa gagnrýni umfram aðra. Haldi þessi gagnrýni áfram án þess, þá getum við farið að tala um einelti.

Sigmundur Davíð hefur á vissan hátt gefið færi á sér, því fáir stjórnmálamenn, nú um stundir, hafa rutt frá sér jafn miklu á jafn skömmum tíma, af allskonar órökstuddum dylgjum og ávirðingum um aðra stjórnmálamenn og einmitt hann.  

Hvort það flokkast undir einelti ætla ég ekki að dæma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 13:52

5 identicon

Tekk undir með þér Axel.

Mér finnst að ef svona upplýsingar eru teknar saman til birtingar (sem er mjög gott mál) þá ætti að taka þær saman fyrir alla aðila í þeirri nefnd sem um ræðir og birt samhliða. Svona til að sjá hvort það séu ekki fleiri sem þurfi að taka sig á.

Íslendingur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þér finnst þetta þá bara allt í lagi. Að Sigmundur fái yfir 1 milljón fyrir 18 fundi. Finnst nú að Sigumundur eins og aðrir hefði bara getað sagt af sér vegna anna. Menn eru jú að æsa sig yfir að Steingrímur hafi sést á Saga class og þá finnst mér allt í lagi að benda þetta líka. Þetta er bara bruðl.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2009 kl. 13:59

7 identicon

Sæll Magnús.

Ég átta mig ekki á þinni athugasemd. Ég sé hvergi skrifað um að nokkrum finnist þetta allt í lagi? Heldu þurfi meira af þessu að vera uppi á borðum og fleiri að taka sig saman í andlitinu. Ég held að þetta endurspegli bruðlið sem er út um allt í stjórnkerfinu og það skipti ekki máli hvort það sé Vinstri Grænt, Framsóknar Grænt, Rautt eða Blátt eða aðrir litir sem eiga í hlut.

Íslendingur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir undirtektirnar Íslendingur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 14:11

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnús; Nei mér finnst það ekki í lagi, ekki er hægt að túlka orð mín þannig.

En þegar svona hlutum er slengt fram er eðlilegt allar upplýsingar komi fram svo það sé á hreinu að menn séu ekki að kasta steinum úr glerhýsi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 14:19

10 identicon

Það ætti kannske að gera úttekt á mætingu varaformanns Samfylkingarinnar í nefndum og ráðum. Það gæti orðið athyglisvert.

hallur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:47

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað Hallur, ef ástæða þykir til að hreyfa við þessum málum þá á allt að vera undir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 15:08

12 identicon

Það er nú bara þannig að það skiptir ekki nokkru máli í hvaða flokki menn eru, það verða allir vitlausir um leið og þeir komast til valda og láta græðgina og eiginhagsmunasemina stjórna sér!

Gummi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:15

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Axel

Jón Snæbjörnsson, 4.11.2009 kl. 15:15

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gummi;  það er hæpið að dæma alla pólitísku hjörðina þótt vissulega sé misjafn sauður í mörgu fé, en það á ekki við um einn flokk umfram annan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 15:32

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og stuðninginn Jón .

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 15:33

16 identicon

heyrðu Axel Jóhann þú verður að rökstyðja mál þitt þegar þú heldur því fram að Sigmundur Davíð hafi eins og þú orðar það rutt frá sér " "órökstuddum dylgjum og ávirðingum um aðra stjórnmálamenn" ? Halló, halló hvaða rugl er þetta ég fylgist vel með pólitískri umræðu og ég hef bara ekki orðið var við að umræddur Sigmundur Davíð hafi verið með dylgjur og ávirðingar á aðra stjórnmálamenn, bara hreint ekki. Hann talar um málefni en er ekki með persónulegt skítkast. Nefndu dæmi Axel ? Hitt er svo annað mál að mér fynnst þessi árás Sóleyjar Tómasdóttur og Bjarkar Vilhelmsdóttur á samnefndarmann sinn vera dæmi um afar lítið fólk sem virðist illa innrætt.

HH (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:35

17 identicon

Heyrðu aftur Axel ég hafði ekki þegarég skrifaði fyrri athugasemdina séð að þú skilgreinir sjálfan þig sem krónískan krata. Nú skil ég bullið í þér um að Sigmundur Davíð hafi verið með órökstuddar ávirðingar um aðra stjórnmálamenn, þú ert bara að sinna krata- afsakaðu Samspillingarblogginu þínu. Hel þú ættir að tjá þig um peningagjafir Bónuss og JÁÁ til Samfylkingarinnar, þær eru staðreynd.

HH (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:39

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

HH. Ég er ekki í Samfylkingunni og svara ekki fyrir hana, hélt raunar að ég hefði verið að gagnrýna Samfylkinguna í þessari grein og bera blak af Sigmundi.

Svo eru það ágætis mannasiðir að koma fram undir nafni þegar menn brúka munn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 17:03

19 identicon

Ég hef því miður bent á þá sorglegu staðreynd síðustu 30 árin að íslenskir stjórnmálamenn fara ekki út í stjórnmál af hugsjón, heldur græðgi í "völd & pening", þetta lið kemur sér í nefndir & störf sem enginn svartur maður myndi ráða þetta lið í, ofurlaun allan tímann, vinir & ættingjar fá sendiráðstörf, ráðuneytisstörf og alskonar bitlinga...!

Þetta skítapakk, er SJÁLFTÖKULIÐ á opinbert FÉ, og hefur því miður ÁVALT verið þannig.  Þetta lið er því miður á FRAMFÆRSLU hins OPINBERA - það er á jötunninni og kan ekki annað en læsa "RÁNklóm sínum í það fé......  Þetta á við um  ALLA stjórnmálaflokka, ég mann ekki betur en Ingibjörg Sólrún hafi fengið ca. 84.000 á mánuði fyrir fundi í Hafnarnefnd, hún mæti 2 sinnum á þá fundi á einu ári, en fékk auðvitað alltaf SENT til sín PENING frá Reykjavíkurborg.  Í mínum huga eru íslenskir stjórnmálamenn í raun bara viðbjóður, þó maður hafi vissulega bundið smá VON við Sigmund Davíð...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband