Dæmir Héraðsdómur Suðurlands ekki eftir lögum?

 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag tæplega fertugan karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang samræði við 13 ára gamla stúlku í september í fyrra. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 400.000 kr. í miskabætur og 697.000 kr. í sakarkostnað. 
Í 202. gr. Almennra hegningarlaga segir:  „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi......“.

Ég veit auðvitað ekki hvernig tímatalinu er háttað í Héraðsdómi Suðurlands, en síðast þegar ég gáði þá töldust vera 12 mánuðir í einu ári. Nema rétturinn sé að nýta sér þá heimild til refsilækkunar að fertugur maðurinn teljist vera á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið.

Dómurinn metur miska- og skaðabætur stúlkunnar  hæfilega metna   4/7, eða rétt rúmlega helming  af  þeirri upphæð sem lögfræðingar og dómskerfið telja hæfileg gjald fyrir sína aðkomu að málinu.

 
mbl.is Dæmdur fyrir að hafa haft samræði við 13 ára barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk sem dæmir er ekki að vinna vinnuna sína.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er undarlegt þar sem lögin segja að 12 mánaða fangelsi sé lágmarksrefsing. Það er engin rökstuðningur eða skýring í dómsorðum hvernig stendur á því að dómurinn hundsar það ákvæði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.11.2009 kl. 19:52

3 identicon

Ágætis bloggvinur réttast væri bara að dæma hann sem barnaníðing og meðhöndla hann sem slík. Lágmark 16 ára fangelsi óskilorðsbundið. Endilega kíktu á bloggið mitt og skoðaðu nýjustu færsluna mína og myndaðu þér skoðun þar líkt og ég geri hér.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 22:17

4 identicon

Þetta er sálarmorð á ungri stúlku, nýfermdri.  Mun það hjálpa henni að það er ekki farið að lögum þegar dæmt er?  Fangelsin eru full og það eru biðlistar, í tugi ára hafa verið starfandi nefndir til að finna út bestu leiðina til að byggja nýtt fangelsi en það er ekkert fangelsi á teikniborðinu.  Hátæknisjúkrahús og tónleikahöll ganga fyrir og afbrotamönnum fjölgar. Og núna á að leggja neiðarmóttöku naugana niður.  Hvað er þetta að segja okkur?  

Matthildur (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Arnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.11.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Matthildur; ert þú að segja að í stað þess að leysa úr húsnæðisvanda fangelsa þá eigi að gefa afslátt af refsingum, og dómstólum gefið það vald að fara ekki að lögum?

Ég tel ekki ólíklegt að fórnarlömb ofbeldisverka upplifi það sem aðra árás og lítilsvirðingu við sig, og þaðan sem síst skyldi, þegar dólgurinn fær ekki einu sinni lögboðin lágmarksdóm.

Þessar fréttir um lokun neyðarmóttöku nauðgana eru ekki upplífgandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.11.2009 kl. 23:53

7 identicon

Svona gjörningur er alltaf á ábyrgð þess fullorðna og skiptir þá engu hvort barnið mótmælir ekki, óskar eftir eða hefur frumkvæðið að framkvæmdinni. Sá fullorðni á að hafa vit (nema þroskaheftur sé) á að taka ekki þátt í neinu svona með barni. Það er stórfurðulegt að ekki er hægt að troða þessu inn í hausinn á sumum fullorðnum, jafnvel þótt um velgáfað og velmenntað fólk (jafnvel dómara) sé að ræða.

merkúr (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:05

8 identicon

Skil orð Matthildar sem svo að hún sé að gagnrýna það ástand að ekki séu til fangelsisúrræði, ekki að segja að dóma eigi að milda. 

merkúr (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:09

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það merkúr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2009 kl. 10:13

10 identicon

Ég er ekki að tala um að það eigi að milda dóma!  Mér finnst það sérlega ógnvekjandi ef afbrotamenn fá mildari dóma vegna skorts á fangelsisúrræðum.  Spurning hvort þessi dómur hafi almennt þau áhrif á barnaníðinga að þeir óttist afleiðingar gjörða sinna?!?  Samfélagið hlýtur að vilja gefa þau skilaboð til afbrotamanna að þeir eigi að óttast afleiðingar gjörða sinna en þessi dómur gefur ekki þau skilaboð, ÞVERT Á MÓTI!  Þetta er sorglegt!

Matthildur (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:17

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Matthildur, ég hef misskilið þig. Ég held að þessi dómur skelfi fórnarlömbin fremur en gerendur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband