Leiftur úr hruni fortíðar.

Það er ekki ólíklegt að Íslendingar fái svona aðkenningu af fortíðarleiftri eftir 20 til 30 ár og safni þá öllu sem viðkemur hruninu og höfundum þess.

Innrömmuð afskrifuð kúlulánabréf bankastjórnenda, stjórnmálamanna og annarra innmúraðra fjármagnsáskrifenda frjálshyggjunnar föllnu, munu seld dýrum dómum ásamt  brjóstmyndum af Geir, Bjarna, Halldóri og Sollu.

Ekkert verður talið of hallærislegt, afdankað eða ómerkilegt geti það kallað fram glæst fortíðarleiftur um hinar föllnu frjálsræðishetjur hvort sem það eru myndir af hálfbyggðum höllum hist og her, útrásarveifur, barmmerki, forsetabréfin eða bara allur pappírinn úr tæturum bankanna.

Ekki þarf að efa að Morgunblaðið muni þá birta um þetta frétt með flennifyrirsögninni „Sjálfstæðismanna afurðir aftur í tísku“, þ.e.a.s. ef þá verður ekki löngu búið að blessa minningu þess ágæta blaðs.


mbl.is Kommunistavörur aftur í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband