Airbus A380

Ég vann við stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nokkur ár. Um tíma komu Airbus A380 oft til tilraunalendinga á Keflavíkurvelli og þá var oftast verið að prófa vélina í flugtaki og lendingum í miklum hliðarvindi.  

Þá gafst oft tækifæri til að fylgjast með og það var unun að sjá þetta bákn koma inn til lendingar og taka á loft í hávaða roki.

Það vakti undrun hvað þetta flykki lét vel að stjórn og hve hljóðlát hún er.

Sjón er sögu ríkari, hér er klippa frá lendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Stærðin á A380 sést vel samanborið við Boeing 737-300 vél Blubird.


mbl.is Risaþota í fyrsta sinn yfir Atlantshaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já flott..Ég vann í flugstöðinni frá opnun 1987 til 2005..Sá margar vélar lenda..Komst þú í mötuneytið á þeim tíma sem þú vannst þarna?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Silla, já mikil ósköp, langa mötuneytið á 2. hæðinni þar sem brottfararfríhöfnin er m.a. núna. Anna Skafta. vann þar.

En við vorum á öðru tímaróli í mötuneytinu en starfsmenn FLE. Ég vann þarna nánast frá byrjun framkvæmda og fram á haust 2007 og síðan aftur um tíma 2008.

Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir þér þarna Silla, enda varð samgangur iðnaðarmanna og starfsmanna FLE ekki umtalsverður fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar. Það var gaman að fást við þetta verk.

Við hvað starfaðir þú þarna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

P.S. Silla, hvernig var í vestrinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Endalaust gaman.en það skyggði á að mamma dó fjórum dögum eftir brottför og ég flýtti heimferð..Hún var jarðsett í dag..börnin mín voru að fara..Voru hér að spila eitthvað gátuspil..Það eru myndir á Facebook en þú samþykkir mig ekki þar vinur :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 01:21

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég starfaði að mestu í mötuneytinu..Nokkur ár í Laufskálanum og í flugteríunni uppi..Og í tvö ár vann ég í þessum sjoppum sem voru settar upp!! En alltaf vann ég hjá Flugleiðum og seinna IGS.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 01:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leitt að heyra, votta þér samúð mína.

Hvað Facebook varðar þá er ég ekki mög hrifinn af þessum sveitasíma. Hef ekki opnað Fésið, veit ekki hvað lengi. Ég fór upphaflega inn á þetta til að geta átt samskipti við vin minn á Krít, en við Nicos höfum samt aðallega haldið okkur við tölvupóstinn. Ég reikna allt eins með að loka síðunni.

Þú getur séð myndir frá hluta af framkvæmdunum í FLE á myndasíðunni minni í flokknum vinnan. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2009 kl. 01:36

7 identicon

Er thessi fréttakona haett?  Thetta er uppáhalds fréttakonan mín.  Ber af öllu íslensku sjónvarpsfólki á allan hátt.

Gummi (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 11:23

8 identicon

Franskir farthegar ánaegdir med ferdina yfir Atlantshafid í risathotunni frá Airbus:

http://www.youtube.com/watch?v=MJgP07sOjrw

Gummi (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 11:36

9 identicon

Gummi (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:29

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já það er nokkuð gott hjá þér með sveitasímann..Kannski fara sumir bara þarna inn til að forvitnast..Ekki ég!! En ég hef gaman að þessu..Á skyldfólk og vini víða um heim..Og auðvitað setur maður ekki hvað sem er inn..

Kveðja úr Stafneshverfi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 17:25

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Dásamlegur fugl. Kaninn á víst langt í land að koma sínum Dreamliner á loft.

Finnur Bárðarson, 21.11.2009 kl. 17:46

12 identicon

Það er nú samt bara ekki rétt að þetta sé stærsta flugvél heims einsog svo margt annað sem kemur í fjölmiðlum sem varðar flugheiminn. Stærsta flugvél heims er rússnesk og heitir Antonov AN-225 Myria.

Davíð (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband