Nú er lag Steingrímur
27.11.2009 | 13:21
Sjómannaafslátturinn er hluti af launum sjómanna. Sjómenn fengu þennan skattaafslátt með samkomulagi milli útvegsmanna og ríkisvaldsins 1954. Þá tók ríkið að sér að niðurgreiða launagreiðslur útgerðamanna með þessum hætti, það er því ríkisins að ganga frá því við LÍÚ að þeir taki þetta á sig aftur. Ef afkoma sjómanna hefur batnað hlýtur afkoma útvegsmanna að hafa batnað að sama skapi, því er nú lag Steingrímur að fleygja þessu aftur inn í LÍÚ, ekki satt?
Eða þorir þú ekki að hjóla í LÍÚ Steingrímur? Nei því þorir þú sennilega ekki enda er ljóst að þið eruð að renna marflatir á rassgatið með innköllun kvótans, þótt nú sé lag.
En sjómönnum, sem sumir hverjir eru vikum saman fjarri fjölskyldu sinni, er ætlað að taka þennan styrk til LÍÚ á sig, til viðbótar við þegar verulega skert öryggi þeirra með niðurskurði til Landhelgisgæslunnar.
Það þarf ekki að segja ykkur þingmönnum Steingrímur, hvernig það er að stunda vinnu fjærri fjölskyldunni. Það skynjið þið vel og Því hafið þið úthlutað dreifbýlisþingmönnum allskonar styrki og uppbætur svo þeir geti haft fjölskylduna við höndina meðan þeir eru í vinnunni. Ætla mætti að nú sé lag Steingrímur að afnema þetta.
Ráðherrar, þingmenn og aðrir opinberir starfsmenn fá dagpeninga á ferðum þótt allur kostnaður sé greiddur. Nú hlýtur að vera lag Steingrímur, að afnema þetta og aðrar greiðslur sem að mönnum hjá hinu opinbera er gaukað, fyrir það eitt að vera til.
Væri ekki rétt að vera jafn lag-legur við alla Steingrímur?
Sjómannastarfið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
kom '54 en var það ekki til að létta undir kaup á "vinnufatnaði" (sjófatnaði) ? annars ansk flott grein hjá þér Axel eins og svo oft
mbkv
Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 13:36
Takk fyrir það Jón. Ég man ekki hvað hann átti að dekka, en þessi lausn leysti úr erfiðum hnút. Ef hann hefði ekki komið til hefðu útvegsmenn þurft að greiða ígildi hans í launum. "Afslátturinn" er því niðurgreiðsla til LÍÚ á launum sjómanna. Það hefur ekkert breyst.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 13:49
Frábær grein hjá þér Axel. Sé lag að afnema sjómannaafslátin þá er lag á að afnema þau kjör þingmanna sem þú nefndir en það mun sennilega seint verða.
Rafn Gíslason, 27.11.2009 kl. 14:06
Sjómannaafsláttur líklega "barn" síns tíma - við skulum þó passa að þessi störf hverfi ekki úr höndum íslendinga samanber eins og stór hluti af landvinnslunni - útgerðir munu gera harða atlögu að "sjómönnunum" sjálfum til að verja hagsmuni sína, það gerðu þeir á sínum tíma á landverkafólkinu.
Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 14:13
Jón, "Sjómannaafslátturinn" sem slíkur er ekki heilagur, en útgerðamenn eiga að taka ígildi hans á sig í hærri launagreiðslum og ríkisvaldið á að sjá um frágang þess máls.
Mér líst ekki á að sjómönnum verði gert að sækja þetta til LÍÚ með lagasetningarhótanir yfir höfðum fari þeir í verkfall.
Hvað með þá sjómenn sem vinna hjá ríkinu t.d. hjá Gæslunni? Ekki eru það hátekjumenn, eiga þeir að bera þetta bótalaust?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 14:29
Það má svo sannarlega hreinsa til innan stjórnkerfisins. Símar og dagblöð, veitingahús og ég veit ekki hvað. En svo má líka spyrja sig hvers vegna hafnsögumenn fá svona styrk. En ég tel afsláttinn í núvernadi mynd vera barn síns tíma. En skil að menn vilji losa sig við hlunnindi.
Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 17:12
Gleymdi einu Axel. Skúffupeningar ráðherra sem er dritað út til vina og vandamanna.
Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 17:14
Vissulega er sjómannaafslátturinn hluti af starfskjörum og þess vegna er ekki hægt að afnema hann nema að það tengist kjaraviðræðum við sjómenn.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hann sé "barn síns tíma" og á honum þurfi að taka með einhverjum hætti. Tillögur fjármálaráðherra um að afnema hann í áföngum virðast sanngjarnar. Það að skattafsláttur sé veittur vegna fjarveru frá heimili starfsmanns á ekki lengur við í þessu tilliti. Mjög margir eru fjarri heimili sínu vikum saman vegna alls kyns starfa á landi og ekki hefur verið gerð krafa um skattaafslátt vegna þess fólks. Það eru margir fletir á þessu máli eins og öllum öðrum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.11.2009 kl. 18:00
Nú er byrjað að lækka laun verulega á LSH. Þeir sem standa í víglínunni t.d. á bráðamóttöku um helgar mótmæla ekki með því að fara bara heim. Þeir skynja skyldu sína gagnvart samfélaginu hvað sem launum líður.
Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 18:38
sjómenn og vanfærar konur þurfa nú að bera kostnaðinn af bónus! 318 þúsund milljónir spretta ekki í bakgarði náskersins sennilega hefur Davíð migið þar annars væri haugur enn í blóma
jóhann páll (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:23
Hólmfríður, ég tel að þessi tilvísun í fjarvistir frá heimilum sé seinnitíma skýring á sjómannafslættinum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 23:54
Finnur, laun sjómanna hafa lækkað árum saman samfara hverri skerðingu á kvóta þótt ekki hafi þótt ástæða að gera einhvern hávaða út af því í fjölmiðlum.
Auk þess er kostnaður við ljós og hita ekki dregin af launum starfsfólks LSH. Hækki olían lækka laun sjómanna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 23:59
Jói; hvort varð Bónus til vegna Davíðs eða þrátt fyrir Davíð? Hvort lyktar betur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.