Stigið í vitið

Grunsemdir hafa verið uppi um að ekki væri vítt á milli spjaldanna í Höskuldi Þórhallssyni, en ekki að það væri svo þröngt  sem þessi tillaga hans ber með sér.

Ef þjóðin segði já ætlar þá þingmaðurinn að skipta um skoðun og samþykkja  Icesave eða vísa til þess að ekki hafi verið um bindandi kosningu að ræða?

Hvernig yrði svo næsta spurning frá Höskuldi til þjóðarinnar um dagskrá Alþingis?


mbl.is Önnur tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þú meinar  jú er það ekki næstum þannig að ef þjóðin fær að kjósa að þingið fari eftir þeirri niðurstöðu þó svo að um óskulbundinn kosning sé um að ræða eða þannig  en hvað veit maður ? allavegana er mín skoðun skír að ég Borga ekki þetta ICESAVE - ef það þarf kosningu til þá það

Jón Snæbjörnsson, 29.12.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála Jóni hér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 15:37

3 identicon

Sæll

Einhver hefði kallað þetta bullrök, þar sem að þjóðin ræður í atkvæðagreiðslu. Enginn þingmaður þarf að koma að því, nema sem kjósandi. Þú getur ekki verið krati, þeir eru betur gefnir (ég þekki nokkra). Þú ert væntanlega vinur Marðar. Það hlýtur að vera.

Kv.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:40

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta yrði snúið fyrir Höskuld. Annars sé ég að IP fólk (ekkert illt um þá að segja) eru komnir með samræmda mynd sem mynnir eitthvað á Arion merkið.

Finnur Bárðarson, 29.12.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Engan hef ég heyrt segja að hann væri hrifinn af Icesave.  Það þarf margt skítverkið að vinna þótt ekki sé höfð á því sérstök ást.

Það sem ég er að segja Sveinbjörn er að þjóðaratkvæðagreiðsla um einhverja tillögu sem ekkert á að gera með nema niðurstaðan henti, þjónar engum tilgangi og er aðeins sóun á tíma og fjármunum.

Þeir sem leggja slíkt til eru ekki á vetur setjandi og þá ekki þeir sem kætast yfir bullinu.

Þennan Mörð þekki ég ekki Sveinbjörn IP-tala, þú gætir kannski kynnt okkur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.12.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband