Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Auma hirðfíflið
11.1.2012 | 20:19
Hljómaði borgarstjóri Reykjavíkur aðeins eins og hreinræktað fífl í Kastljósinu áðan eða er hann það í raun og veru?
Þegar Sigmari varð ljós kjána- og vandræðagangur borgarstjórans að svara einföldustu spurningum um starfssvið sitt, sló Sigmar greinilega af og fór eftir það silkihöndum um borgarstjórann, sennilega af hreinni meðaumkun og aumingjaumhyggju.Þetta var aumasti viðmælandi sem ég hef séð eða heyrt frá því ég fór að fylgjast með pólitík.
Sumir vilja senda Gnarrinn á Bessastaði, sennilegast þá til þess að losna við hann úr borginni. Nær væri og umhverfisvænna að senda hann með næsta bíl upp í Álfsnes.
![]() |
„Þetta var ófremdarástand“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað varð um miskunnsama samverjann?
11.1.2012 | 18:43
Frekar er það klént og þeim til lítils álitsauka sem virðir fyrir sér hreyfingarlausa mannveru á bekk í kalsa tíð og heldur að eitthvað kunni að vera að viðkomandi en hringir á lögregluna, í stað þess að kanna sjálfur ástand þess hreyfingarlausa.
Sá tími sem fór í að gera lögregluna að millilið, hefði í þessu tilfelli getað kostað viðkomandi lífið, ef um raunverulega manneskju hefði verið að ræða.
Vill nokkur hafa það á samviskunni? Sýnum náunganum þann kærleik sem við viljum svo gjarnan að hann sýni okkur.
![]() |
Lögregla „bjargaði" styttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Jón Valur tækur í Spaugstofuna?
3.1.2012 | 18:49
Undarlegt er að enn hafa engin viðbrögð orðið við ákalli forsetans í nýársávarpi hans, hvar hann lýsti því yfir að hann „vildi“ hætta, en færði auðvitað þá fórn fyrir þjóðina að sitja sem fastast, yrði nægjanlega hart eftir því gengið.
Hvar er íhald og afturhald þessa lands, helstu núverandi stuðningsmenn forsetans? Ætla þeir virkilega ekki að hrúga upp undirskriftasöfnunum á neti og pappír með áskorun á Ólaf að bregðast þeim ekki og bjóða sig fram enn einn ganginn?
Eða hafa hvatningahróp þeirra til forsetans einungis í orði en ekki á borði, í þeirri von að slíkt skaði ríkisstjórnina? Það væri allavega eftir formúlunni.
Margir blogga um málið, mis gáfulega, eins og hér sannast, en toppurinn á bullinu er þetta blogg , ég hélt að höfundur þess væri gersneyddur öllum húmor, en það er greinilega misskilningur.
Þetta er grín, eða er það ekki, Jón?
Skandall
1.1.2012 | 19:36
Skandall, sögðu margir í fyrra þegar Björn Lúkas Haraldsson Íslands og Norðurlandameistari í Júdó var ekki kjörinn Íþróttamaður Grindavíkur.
Nú í ár, þegar hann hefur varið sinn titil auk annarra glæsilegra titla í öðrum íþróttagreinum, sögðu allir að nú yrði ekki lengur fram hjá honum gengið.
En það sem allir töldu að gæti ekki gerst, gerðist!
Það er ljóst af þessum endurtekna skandal í kjöri íþróttamanns ársins í Grindavík, þetta árið, að Íslands- og Norðurlandameistaratitlar í íþróttum, sem ekki snúast um bolta, eru metnir sem skítur á priki.
Þeir sem standa í miðasölunni á fótboltavelli Grindavíkur virðast eiga meiri möguleika á titli íþróttamanns ársins en afraksmenn annarra íþrótta en fótbolta.
Björn Lúkas; sjá hér, hér, hér og hér
![]() |
Óskar og Ingibjörg íþróttafólk ársins í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)