Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Ţađ er skammgóđur vermir ađ pissa í skóinn sinn

Ég óska forsetanum til hamingju međ sigurinn. Ég óska líka Hannesi Hólmsteini og Sjálfstćđisflokknum til hamingju međ sigur ţeirra frambjóđanda. Sjálfstćđisflokkurinn hefur allt frá lýđveldisstofnunni, rembst eins og rjúpan viđ staurinn, ađ hlutast til um ţađ á einn eđa annan hátt hver sćti Bessastađi.

Sjálfstćđisflokkurinn hefur alltaf, ţar til núna, ţurft ađ lúta í gras í ţeirri baráttu. En núna rćttist langţráđur draumurinn og ţeir unnu Bessastađi međ ţví stórfenglega herbragđi ađ fylkja sér ađ baki fyrrverandi formanni Alţýđubandalagsins, höfuđ Óvininum sjálfum. Manninum sem forđum fór um landiđ á rauđu ljósi, manninum sem hefur ađeins einu sinni sagt satt á öllum sínum ferli, ţegar hann sagđi Davíđ Oddson haldinn skítlegu eđli.

Ţađ er ţví von ađ Hannes Hólmsteinn brosi hringinn og ađ kátt sé í Valhöll. Ţađ var kómísk og sannarlega söguleg stund ađ sjá í sjónvarpinu í nótt inn í helbláa Valhöll, hvar menn fögnuđu ákaft árangri Ólafs Ragnars og svolgruđu mjöđinn  af hofmóđi miklum.

Ólafur Ragnar hefur víđa komiđ viđ í pólitíkinni á sínu flokkaflakki, gengiđ í nánast alla flokka nema Sjálfstćđisflokkinn. Sjálfstćđisflokkurinn hefur núna leyst ţađ vandamál međ ţví hreinlega ađ ganga í heild sinni í Ólaf.  Hćtt er viđ ađ hnökrar og brestir muni koma í ţann sćlusamruna, fljótlega eftir ađ Sjálfstćđisflokkurinn fćr lyklana ađ Stjórnarráđinu á nćsta vori, gangi skođanakannanir eftir.

  


mbl.is Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband