Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Orð og gjörðir

Kontóristar og stjórnarmenn Rio Tinto eru hetjur dagsins, þeir fórna sér til að bjarga verðmætum – enda liggur álið undir skemmdum.

tired-businessman-15018980.jpgÞað verða þreyttar hetjur sem skríða til sængur í kvöld að loknu einu ærlegu dagsverki. Reikna má með að strengir og önnur álagseinkenni, þeim áður óþekkt, verði ríkjandi í kroppum þeirra á morgun og þeir verði enn verkminni en í dag, hafi þeir sig á annað borð út úr rúmi til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall.

Illvígar þrautirnar í stjórnendakroppunum gætu hugsanlega opnað augu þeirra að verðugur sé verkamaðurinn launa sinna.

Upplýsingafulltrúi Rio Tinto er afar ánægður hvernig til tókst með verkfallsbrot dagsins. Upplýsingafulltrúinn er jafnframt alveg miður sín yfir gangi samningaviðræðnanna, segir fyrirtækið allt af vilja gert til að gera góðan kjarasamning, sem sé löngu tímabært.

Það er gaman að lifa þegar svona vel falla saman orð og gjörðir.

Vonandi hlýst ekki manntjón af þessum fíflalátum.

 


mbl.is „Erum að bjarga verðmætum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband