Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Verður Brown saknað?

Veik og ófullburða ríkisstjórn David Cameron´s hefur sinn feril með bullandi óánægju þingmanna beggja flokkana sem að henni standa.

Þessi stjórn á ekki innistæðu til verka sem ekki eru til vinsælda fallin. Þar er Icesave ekki undanskilið.  Það er hætt við því að það verði síst auðveldara fyrir Íslendinga að fá viðunandi lausn á Icesave gegn Bretum eftir stjórnarskiptin.

Það skyldi þá aldrei fara svo að þeir sem hvað harðast hafa úthúðað Brown á blogginu og óskað honum út í hafsauga, fari brátt að hugsa til hans með söknuði.

   


mbl.is Óánægja innan Íhaldsflokksins með stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Allo Allo!“

Varla hvarflar að nokkrum manni að efast um alvarleika málsins.

En halló, halló er það meiningin að rétta yfir 10 og 11 ára drengjum sem fullorðnum?

Verður réttlætinu fullnægt með því. Þarf ekki önnur úrræði og aðrar lausnir í þessu máli?

Hvernig skilgreinum við aftur barnaníð?

 
mbl.is 10 ára drengir ákærðir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður degi eytt með Bill Clinton?

Fer það eftir kynferði vinningshafa hvernig dagurinn er nýttur?

Eða eiga bæði kyn kost á því að eyða deginum á hnjánum undir skrifborði forsetans fyrrverandi?


mbl.is Clinton í lottóvinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður ekki langlíf stjórn.

Frjálslyndir eiga allt sitt undir breyttu kosningafyrirkomulagi, var það deilumál leyst á korteri?

Það er undarlegt ef Frjálslyndi flokkurinn  tekur þátt í samsteypustjórn með íhaldsmönnum án þess að fullmótaðar hugmyndir um breytingar á kosningafyrirkomulaginu séu geirnegldar í bak og fyrir.

Íhaldsflokknum er það allra flokka síst hugleikið að breyta núverandi kosningafyrirkomulagi sem hefur oftar en ekki tryggt þeim meirihluta á Breska þinginu með minnihluta atkvæða.

Stjórnin lætur lífið um leið og Frjálslyndir krefjast framkvæmd breytinganna.

Þessi stjórn er fyrirfram dauðadæmd og skilar engu mena losa heiminn við Gordon Brown, sem er að vísu þó nokkuð.

 
mbl.is Nýir ráðherrar kynntir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur bann við búrkum tilætluð áhrif?

Er ekki notkun búrku frekar krafa og þrýstingur karla en einbeittur vilji kvenna?

Vonandi munu sektir og refsingar vegna búrku notkunar ekki leiða til þess að karlar muni í auknum mæli halda konunum innan veggja heimilisins til að forðast sektir, frekar en leggja búrkuna af.

Ef það gerist hefur þessi tilraun til að „auka frelsi kvenna“ snúist upp í andhverfu sína.

 
mbl.is Sektuð fyrir búrkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglukollar rugla hvorn annan.

Mahmoud Ahmadinejad er tvímælalaust ruglukollur og rétt  að taka honum með fullum fyrirvara.

Útganga Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands undir ræðu hans hjá SÞ væri mjög svo skiljanleg sem mótmæli,  ef þessi sömu ríki létu sjálf svo lítið að skilja og meðtaka svipuð mótmæli gegn þeim sjálfum.

  
mbl.is Gengu út undir ræðu Íransforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fita knésetur Bandaríska herinn

Feitt fólk ógnar tilvist Bandaríska hersins. Allir sem ógna hernum ógna Sam Frænda og þeir sem það gera eru undantekningarlaust flokkaðir sem óvinir og hryðjuverkamenn.

Herinn vill að fólki verði bannað að fitna. Feitu fólki gengur verr en grönnu að drepa annað fólk, sem er slæmt, verulega slæmt.

 
mbl.is Offita ógnar Bandaríkjaher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú - núll

Fyrir góðu gæjunum!

 


mbl.is Hermenn skutu óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikið að eitthvað gerist af viti varðandi þessa sjóræningja.

NATO ríkin hafa ekki vílað fyrir sér að fara með báli og brandi inn í önnur lönd og drepa óbreytta borgara hægri, vinstri ,henti það viðskiptahagsmunum.  

En þegar að þessu sjóræningja pakki kemur,  þá hafa menn tiplað á tánum og kappkostað að trufla þessa ljúflinga sem minnst svo ekki verði brotin á þeim  mannréttindin.


mbl.is Frakkar sökkva sjóræningjaskipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gerist það aldrei aftur....

....að annað eins fífl og viðundur og George W. Bush komist í embætti forseta Bandaríkjanna.

Það er ráðgáta hvernig þessum  bjána tókst að halda fingrinum á kjarnorkugikknum í átta ár án þess að hleypa af.

  

Það segir raunar meira um þjóðina en Bush að hún hafi kosið hann, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. 
mbl.is Bush sendir frá sér endurminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband