Færsluflokkur: Bækur/tónlist
Uppskriftarbók að einelti
19.8.2011 | 11:35
Það er að mínu mati beinlínis glæpsamlegt að reyna að berja því inn í höfuðið á barnungum stúlkum að aðeins eitt útlit sé hin eina rétta og leiði til frægðar og frama og því minna hold sem þær skarti, því betra.
Allt annað er sagt glatað og smánarlegt.
Með svona bók er börnum beinlínis selt veiðileyfi á önnur börn, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki þetta eina rétta útlit eða möguleika á að öðlast það.
Það þyrfti að kíkja undir húddið á höfundum svona barnabókmennta.
Megrunarbók fyrir 6-12 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur/tónlist | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta er álíka spennandi ...
7.11.2010 | 16:46
...lestrarefni og væntanleg bók um sögu kertagerðar á Hveravöllum.
Ímynd Íslands í molum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pink Floyd - Mother
11.3.2010 | 18:21
Þjóðsöngur landnámshænsnanna
7.11.2009 | 21:45
Ástríkur og félagar
27.10.2009 | 10:33
Þeir eru ófáir sem hafa haft yndi og skemmtan af lestri hinna óborganlegu stórbókmennta um kappann Ástrík, sem stendur á fimmtugu um þessar mundir.
Ekki veit ég hve oft ég er búinn að lesa og skoða þessar sögur. Teikningarnar eru hrein listaverk og alltaf er maður að sjá eitthvert nýtt smáatriðið í myndunum.
Ástríks bækurnar mínar eru orðnar slitnar og snjáðar, þær verða líklega lesnar upp til agna, í bókstaflegri merkingu.
.
.
Mesta stríðshetja Frakka fimmtug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það satt?
16.5.2009 | 17:59
Íslenska lagið í Evrópu- söngvakeppninni er tvímælalaust besta lagið sem við höfum sent í keppnina lengi. Ekki finnst mér það samt sigurstranglegt.
Við höfum verið gjörn á að yfirskjóta verulega þegar okkar framlag er á ferðinni, sér í lagi ef öðrum þjóðum verður það á að hæla laginu.
Þetta er að sjálfsögðu spurning um smekk og sitt sýnist hverjum eins og gengur. En það er staðreynd að Jóhanna Guðrún er fanta góð söngkona, það verður ekki frá henni tekið, hvar svo sem lagið hafnar. Hún á eftir að ná langt snótin sú.
Margir hafa spáð Norska laginu sigri, það finnst mér hæpið, lagið er hvorki fugl né fiskur. Tyrkneska lagið hefur líka verið nefnt sem kandídat en að mínu mati er það aðeins enn einn magadansinn, sem allir hljóta að vera búnir að fá upp í kok af.
Gæti trúað að úrslitin kæmu algerlega á óvart.
Ein allra fallegasta ballaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur/tónlist | Breytt 6.9.2009 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sellóið verður ekki étið að sinni.
12.5.2009 | 21:44
Selló Hallgríms Jenssonar sellóleikara andar nú léttar eftir að ljóst var að Ísland komst áfram. Sigmar Guðmundsson kynnir lýsti því yfir í útsendingu að hann ætlaði að éta sellóið kæmist Ísland ekki áfram.
Sigmari og sellóinu er örugglega báðum létt að hafa sloppið fyrir horn.
Óneitanlega hefði samt verið gaman að sjá Sigmar japla á gripnum.
Gaman verður að sjá hvort Sigmar verður með svipaðar heitstrengingar á laugardagskvöldið?
Íslensku keppendurnir stóðu sig vel og voru landi og þjóð til sóma.
Áfram Ísland.
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur/tónlist | Breytt 6.9.2009 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)