Færsluflokkur: Menning og listir

Það er vandlifað.

Það er eðlilegt og sjálfsagt að vernda gömul hús og halda þeim við, svo lengi sem eitthvert vit er í því. En það má ekki verða að einhverri þráhyggju sem gengur út yfir alla skynsemi. Þegar húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis eyðilögðust í eldi var þeirra sögu lokið, hversu sárt sem það kann að hafa verið. Þau verða ekki kölluð til baka með því að byggja ný hús með sama útliti. Það verður aldrei annað en léleg fölsun.

Talað er um að áríðandi sé að viðhalda götumyndinni óbreyttri. Hvaða götumynd? 19. aldar götu myndinni sem löngu var búið að eyðileggja með nútíma byggingum, þannig að fúaspýturnar sem brunnu voru  eins og skrattinn úr sauðaleggnum í þeirri götumynd. Er það sú hryggðarmynd sem menn héldu  í dauðahaldi?

Við erum undarlegir Íslendingar, sumir vilja ekki virkja í núinu því orkuna á að geyma ónotaða til framtíðar fyrir ókomnar kynslóðir.  En þegar kemur að byggingum vilja þeir sömu ekki byggja þær í núinu þannig að þær henti tíð og tíma og framtíðinni, heldur skal byggja þær með útliti og þörfum fortíðar.

  


mbl.is Tekin í notkun næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er list endilega list?

lmÞað er æði misjafnt hvernig fólk metur list. Ég met t.d. málverk eftir því hvernig það fangar augað, ekki eftir nafni höfundar. 

 

Myndir Louisu Matthíasdóttur ná ekki inn úr skelinni hjá mér. Þegar maður hefur séð tvær eða þrjár myndir eftir hana hefur maður í raun séð þær allar.

.

Matthiasdottir_Two-Horses      lousia_matt_jpg_550x400_q95      
mbl.is Rannsaka hvort málverk sé falsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða eru verðmætin

klósetNotað salerni er til sölu á litlar 120 milljónir að lágmarki. Vermætið mun ekki liggja ekki  í gæðum og kostum  dollunnar sjálfrar heldur  í þeirri ætluðu staðreynd hver gerði stykkin sín í gripinn og þá sér í lagi að enn megi í salerninu sjá  menjar þess sem í það fór,  því salernið mun vera í upphaflegu ástandi og óþrifið.

 

Hvað er glæsilegra og eðlilegra sem stofustáss en salerni með ilmandi menjum eftir notkun stórskáldsins, hvar hann sat og upphugsaði sín helstu stórvirki?

 
mbl.is Salerni Salingers til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg er hún, forsetafrúin okkar

Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur svo sannarlega snert strengi í hjörtum okkar Íslendinga og áunnið sér virðingu fyrir hispurslausa og alþýðlega framkomu sína.

Það var gaman að sjá hana svífa létt í hólastóladansinum í sjónvarpinu þó hún tæki svo bakfall í bókstaflegri merkingu, blessunarlega án meiðsla.


mbl.is Láta hjólastólinn ekki hamla sér í dansinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já, já......

og já, hennar verður saknað.

 

 

Það mætti að ósekju klippa duglega af fótboltaefninu í annan ef ekki báða enda.

 


mbl.is Munt þú sakna Spaugstofunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppum bara menningarnóttinni.

Ekki verður séð að flugeldasýningin sé meira bruðl en menningarnóttin sem slík í heild sinni, nema síður sé. Sýningin nýtur  mikilla vinsælda og sá atburður menningarnætur sem flestir sækja og fylgjast með.

Það virðist alltaf vera tilhneiging  hjá menningarelítunni og þeim sem að menningu vinna að ýta út því sem almennur áhugi er á og troða inn einhverri  ímyndaðri  „hámenningu“ sem engin hefur á minnsta skilning eða áhuga.

Menningarnóttin hefur af einhverri undarlegri ástæðu ekki þurft að greiða fyrir löggæslu, ein útihátíða. Það hlýtur að vera almenn krafa að jafnt verði látið yfir alla ganga og Reykjavíkurborg verði gert að greiða fyrir löggæslu eins og öðrum útihátíðum.

En sjálfsagt er þetta skoðanakönnun hjá borgarstjóranum, sem vill ekki gera neitt sem ekki til vinsælda horfir.

  


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum rétt vona...

...að Stallone hali það vel inn á drápsmyndina að hann nái að gera upp skuldahalann. Svona upp á orðsporið að gera.


mbl.is Stallone stakk af frá ógreiddum reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungunnar lista lipurð

Þessi ungi og tungulipri maður gæti orðið, ef að líkum lætur, vinsæll meðal kvenþjóðarinnar sem mótleikari í óprenthæfum síðdegisleikjum. 

 
mbl.is Lengsta tunga Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað eldvatnið!

bjórÞað er mikil blessun að ekki verði neinn skortur á eld- og söngvatni.

Það væri nú auma ástandið ef það gerðist á þessum tíma árs.

.

.

 
mbl.is Nóg af áfengi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsins ljótasta hús.

Það halda sumum mönnum engin bönd þegar þeir fá tækifæri til að fara á illa ýkt menningar fyllirí. Núna hefur menntamálaráðherra tekið eitt slíkt flikk flakk og friðað útlitið á Gljúfrasteini!

 

Ef nóbelsskáldið hefði ekki búið í þessu húsi væri fyrir löngu búið að rífa það fyrir útlitssakir og sjónmengun, því lakari arkitektúr og ljótara hús er vandfundið.

 

En hvað gera menn ekki þegar menningarsnobbið er annarsvegar?

   
mbl.is Ráðherra friðar Gljúfrastein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband