Færsluflokkur: Matur og drykkur
Vantar mat?
7.8.2008 | 06:40
Ætli þetta sé lokahnykkurinn í matvælaöflun fyrir Ólympíuleikana? Allir hundar búnir?
Nú verður ekki hörgull á rottum þegar köttum fækkar. Það verður þá hægt að grípa til þeirra ef um allt þrýtur.
![]() |
Flækingsdýrum útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dýr myndi Hafliði allur.
17.7.2008 | 13:25
Ekki veit ég nákvæmlega hvað Subway bátarnir eru langir, ég giska á 20 cm. Þannig að hafi aumingja maðurinn bitið nokkra bita af bátnum áður en hann tók eftir 18 cm. hnífsblaðinu hefur það staðið allnokkuð út úr bitfríaendanum! Ekki hlaut maðurinn neina líkamlega áverka af hnífsblaðinu.
Þannig að hann metur andlegt áfall sitt á milljón dollara. Dýr myndi Hafliði allur.
Er ekki betra að koma með sennilegri sögu þegar menn ætla að svíkja eða kúga út fé?
![]() |
Segist hafa fundið hnífsblað í Subway |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað verður í matinn elskan?
10.7.2008 | 14:05
Hvað gera atvinnuhvalfriðunarfrömuðir þegar alfriðun á hvölum hefur endanlega verið þvinguð í gegn? Ætlar Árni Finnsson og kollegar hans erlendir að leggja sjálfa sig niður og fá sér aðra vinnu þegar þetta er í höfn? Ekki er það nú líklegt, líklegra er að þeir snúi sér að björgun næstu nytjategundar. Engu mun skipta, sem fyrr, hvort sú tegund er í útrýmingarhættu eður ei. Þeir munu sem fyrr fá á sveif með sér auðtrúa og ístöðulausar sálir með því einu að spila á tilfinningar þeirra.
En hvað skildi þetta auðtrúa fólk ætla að éta þegar búið verður að friða kýrnar, kindurnar, fiskinn og allt heila klabbið? Jú það ætlar sennilega að fara út í búð og kaupa í matinn eins og það hefur alltaf gert. Það hljóta allir að sjá að það er hreinasti óþarfi og villimennska að deyða dýr sér til matar þegar nægt framboð er af bæði kjöti og fiski í búðunum.
Svo má alltaf fá sér hamborgara eða pylsu út í sjoppu ef annað bregst.
![]() |
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)