Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ekki svikin vara?

Hamb_5og5Hvernig stendur á því að sumt nautahakk er  ekki hægt að steikja eða brasa á pönnu því það fer á flot í vatni sem úr því kemur og soðnar en steikist ekki? 

Hvar og hvernig komst vatnið  í hakkið?  Til hvers var því blandað í hakkið? Liggur það ekki í augum uppi? Hvernig stendur á því að hamborgarar eiga það til að hverfa á pönnunni?

Hvað verður um allt kýrkjötið sem til fellur, kannast einhver við að sjá það til sölu í einhverju formi? Það skyldi þó ekki vera að það stökkbreytist í  nautakjöt  á  leið sinni frá sláturhúsi í kjötborðið?

Engin brögð í tafli? Góður þessi!


mbl.is Segja engar vísbendingar um brot á reglum um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Føroya Bjór...

 ...er góður bjór, sem ég á eftir að sannprófa, verður hann pottþétt efstur á mínum lista yfir innfluttan bjór. 

Það má nú ekki minna vera fyrir Færeyinga, einu vini okkar.

Enginn bjór hefur samt  á minni tungu toppað Íslenskan xxxxx xxxx .


mbl.is Føroya Bjór nú fáanlegur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfar er flottur

úlfarÞað er hægt að geyma kjöt ansi lengi í frysti sé rétt frá því gengið, það „glasserað“ og umbúðir lofttæmdar.  Kjötið hlýtur að hafa verið í lagi því enginn kvartaði yfir gæðum kjötsins, þótt Úlfar sé snillingur þá verður geymslubragð ekki falið með kúnstum, sé það komið á annað borð.

En það sem vekur mesta athygli er að á þessum sautján árum hafi aðeins sjö af 530 þúsund gestum Úlfars gengið út vegna hvalkjötsins á matseðlinum!!   

0,00132% gesta Úlfars gátu ekki sætt sig við hvalkjöt á matseðli hússins.Það er nú allurhvalkjöt árangurinn af  áróðrinum, hamaganginum, veiðibannsbullinu og brjálæðinu því tengdu.

Var það ekki líka í fréttum um daginn að ásókn í hvalaskoðun fyrir norðan hefði náð áður óþekktum hæðum, nú mitt í nýhöfnum hvalaveiðum?

Þetta er þveröfugt við hrakspár og úrtölur veiðiandstæðinga. Þetta sýnir að áróður þeirra nær ekki eyrum hugsandi fólks.

Það má færa að því rök að hvalveiðarnar sjálfar séu aðalástæða aukinnar aðsóknar í hvalaskoðun.

 
mbl.is Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur misskilningur?

graenmetiHefur því  verið haldið fram hér á landi að lífrænt ræktuð matvæli væru næringarríkari en  við hefðbundna ræktun? Hvort það hafi verið gert í Bretlandi þekki ég ekki.

Helstu rökin fyrir lífrænni ræktun er að hún er  „grænni“ en önnur ræktun. Aðal ávinningurinn er umhverfislegur, ekki er notaður tilbúinn áburður eða eiturefni við ræktunina, sem situr eftir í jarðveginum eða skilar sér út í ár og vötn með  ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Hvað mig varðar þá finnst mér grænmeti og önnur matvæli sem státa af yfirlýsingu um að yfir þau hafi engum eiturefnum hafi verið spreðað vera til muna álitlegri valkostur en  vara sem gerir það ekki.


mbl.is Segja lífrænt ekki hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ þetta er...

Duff-Beer-Posters....hræðilegt að heyra. Nú hætta sjö krár rekstri á degi hverjum í Bretlandi í stað fimm á dag í fyrra.

 Nú verður örlítið lengra af einni hlandfýlubúllunni á þá næstu, synd.

Lögmálið um framboð og eftirspurn getur verið djöfullegt í sinni villtustu mynd.

.


mbl.is Breskir barir í þrot í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt tekur enda.

kokteilarSkjálfta veislunni er að ljúka í Grindavík.

Það þýðir að nú þarf ég aftur að hrista kokteilana mína sjálfur. Whistling

.

.

.


mbl.is Skjálftahrinan að fjara út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrmjólk í hádeginu.......

Það er greinilegt að boðið hefur verið upp á fleira en súrmjólk og Cornflakes í þessum 82.000, króna „morgunverði“.

Það er gott að eiga góða að.


mbl.is Grænlendingar borguðu brúsann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál....

 hrefnukjöt3        

....og verður enn betra þegar nýtt og ferskt Hrefnukjöt kemur í búðirnar.

Frábær matur,hollur og góður.


mbl.is Haldið á hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaws, það er matur!

jawsMyndi einhverjum heilvita manni detta í hug að fá sér sundsprett í sundlaug ef þar svamlaði hákarl?  Nei ekki á ég von á því.

Í sjónum og við strendur Ástralíu eru einhver mestu og illvígustu hákarla svæði heims.

Fólk flykkist samt á strendurnar og í sjóinn, spriklar þar og lætur öllum illum látum og skilur síðan ekkert í því þegar hákarlarnir freistast til að narta í matinn sem er veifað er framan í þá.

 
mbl.is Mannfólk á matseðlinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin fullkoma nýting.

Nú hafa hollendingar hafið framleiðslu á rafmagni með brennslu á hænsnaskít og fullnýta þannig skítinn.

Fyrst eru kjúklingarnir látnir éta skítinn aftur og aftur, blönduðum saman við fóðrið til að framleiða heimsins braglausasta kjöt, hlaðið salmó, kamfíló og öðrum listaukum.

Svo er framleitt rafmagn úr áður margnýttum skítnum, rafmagnið notað til að lýsa upp kjúklingana meðan þeir framleiða meiri skít.

Hin fullkomna hringrás.

 


mbl.is 90.000 heimili rafvædd með hænsnaskít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband