Myndir þú þora .............?

Mikið hefur verið ritað um mál Ólafs F. Magnússonar og veikindi hans frá því hann myndaði meirihlutann með Sjálfstæðismönnum. Mest hafa þó lætin orðið á blogg síðum þar sem menn hneykslast ógurlega á umfjöllun Spaugstofunnar á málinu. Spaugstofan fjallaði aðeins um fréttir liðinnar viku þar sem meint veikindi Ólafs spiluðu ekki svo lítið hlutverk.  Nefnt hefur verið að ekki hafi verið gantast með veikindi Davíðs og Halldórs á sínum tíma í Spaugstofunni. Það er rangt, það var gert. Menn hafa kannski gleymt því – einmitt vegna þess hve eðlilegt það var talið.

En nú þegar veikindin eru andlegs eðlis en ekki líkamleg þá má varla tala um, hvað þá gantast með þau - þau eru tabú.   Ég man þá tíma þegar fólk hvíslaðist á þegar einhver fékk krabba. Ekki mátti nefna það upphátt, það var eins og drýgður hefði verið glæpur. Nú gera menn góðlátlegt grín að þeim sjúkdómi, sem betur fer. Það er eins og umræðan um andlega sjúkdóma sé enn á því stigi sem krabbinn var forðum. Einmitt þegar ýmiskonar samtök hafa verið stofnuð til að draga umfjöllun um þessa sjúkdóma út úr þeim skuggasundum sem þau hafa verið í.

Talað er um fordóma í þessu sambandi. Orðið fordómar er einmitt notað í tíma og ótíma þegar á að drepa einhverri umræðu á dreif. Og dugir undarlega vel því fáir vilja láta bendla sig við fordóma til að vera ekki úthrópaðir sem slíkir. Einmitt þannig er verið gera ýmiskonar óeðli, eðlilegt og sé einhver á annarri skoðun og lætur hana í ljós er hann úthrópaður.

Mér en rétt sama hvort menn kalla mig fordómafullan en þegar kemur að fólki sem á við geðræn vandamál set ég stórt ? , hvort ég geti treyst því? Hvort ég geti átt allt mitt undir því? O.s.f.v.

Þegar einhver fótbrotnar, þá fara menn ekki bara eftir læknisvottorði til að vita að viðkomandi hafi náð sér, menn sjá það. Svo er um flesta líkamlega krankleika, það sést á líkamlegu atgerði hvort þeir hafa náð sér eða séu á góðri leið með það. Því ekki þannig háttað,  með andlega sjúkleika, því miður. Það þarf ekki endilega að sjást hvort þú ert með „fulle fem“ eða ekki. Menn fá kannski læknisvottorð um að vera í lagi. En þá þarf viðkomandi kannski að taka lyf að staðaldri um lengri eða skemmri tíma, kannski það sem hann á eftir ólifað. En ef viðkomandi hættir að taka lyfin, gildir vottorðið áfram? Og svo hafa læknisvottorð því miður ekki verið laus við að vera gölluð vara.

Það gerðist í Boeing 767  flugvél Air Canada, sem var á leið frá Toronto til London í liðinni viku, að aðstoðarflugmaðurinn fór að haga sér undarlegar og undarlegar og ákallaði að lokum Guð. Flugstjórinn varð að fá aðstoð flugþjóna til að fjarlægja manninn úr flugstjórnarklefanum. Það varð að járna hann við sæti í farþegaklefanum. Vélin varð að lenda á Shannon flugvelli á Írlandi, þar tóku nýir flugmenn við og luku fluginu. Flugmaðurinn var fluttur frá borði og komið undir læknishendur og fær vonandi meðferð við hæfi.

Nú er það spurningin, hvort þeir, sem hvað harðast hafa hneykslast á umfjölluninni um Ólaf F.M. og því meintu ranglæti sem hann var beittur og spurningunni hvort hann valdi embætti borgarstjóra, séu tilbúnir til þess að fara í flug með þessum flugmanni, þegar hann hefur fengið læknisvottorð um að hann geti flogið á ný?

Þeir sem segja já ættu að snúa sér að næsta spegli og skoða í sér tunguna.


Bloggfærslur 1. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband