Stóra smjörklípan
22.2.2008 | 01:43
Össur fór mikinn í bloggi sínu um Gísla Martein eins og frægt er orðið. Vart hefur verið um annað rætt frá því bloggið birtist. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna bloggið og gert það óvægilega. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gagnrýni. Össur hefði átt að orða sumt á annan hátt en hann gerði.
En þvílík himnasending fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa legið á bæn dögum saman um einhverja smjörklípu til að draga athyglina frá þeirri krísu sem þeir eru í. Og hér er hún komin, vel útilátin.
Ég efa ekki, að margir sjálfstæðismenn, sem hvað harðast hafa gagnrýnt Össur fyrir skrifin, hafa verið með krosslagða fingur og hugsað þakklátir, takk Össur, takk.
Össur segir eitthvað á þá leið að tæpast eigi Gísli afturkvæmt pólitískt séð. Ekki er óeðlilegt að Össur hafi einmitt með bloggi sínu skapað nægjanlega vorkunn, og þannig kippt Gísla Marteini aftur inn á pólitíska sviðið mitt og inn í biðstofuna þar sem borgarstjóraefnin bíða þess óþreyjufull að Villi komi undan feldinum.
Þannig séð eru skrif Össurar pólitísk mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krossar og hræsni
22.2.2008 | 00:49
Ítalskur dómari var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að neita að sitja í dómsal þar sem róðukross hékk á veggnum! Þetta er gott dæmi þess að öfgar í trúarbrögðum leiða menn undantekningar lítið á algerar villigötur. Gildir þá einu hvort um er að ræða Íslam, kristna trú, hindúa trú, eða hvað þetta heitir nú allt saman.
Öll trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið dragbítur á þróun og framfarir. Hafi verið hægt að túlka Guðs orð gegn framförum, tilslökun, o.s.f.v. hefur það verið gert af sjálfskipuðum fulltrúum Guðs sem telja sig vita betur og telja sig hafa vald til að segja öðrum hvernig þeir eiga að hugsa. Grunnstoð almenns siðgæðis, umburðalindi, kærleikur og vinsemd í garð náungans er það fyrsta sem víkur hjá þessum mönnum og við tekur þraungsýni, afturhald og hræsni.
Eins og gefur að skilja erum við frekar tilbúnir að sjá þessa bresti hjá öðrum trúarbrögðum en okkar eigin.
Vonandi nær mannkynið fljótlega þeim þroska að henda öllum trúarbrögðum á öskuhauga fáfræðinnar, því fyrr því betra.
Það var í valdatíð Mussolinis sem tilskipun um krossa í dómsölum var gefin út. Það hefur sennilega átt að undirstrika með hverjum Guð stæði. Einkennilegt að tilskipanir Mussolinis skuli enn vera í fullu gildi.
Margir grófustu glæpir sögunnar hafa verið framdir í Guðs nafni!
Það er spaugilegt að lesa sögur af stríðsátökum þar sem herprestar beggja liða fóru með bænir fyrir orrustu. Bæði lið geystust fram og börðust í Drottins nafni, bæði lið töldu hann í sínu liði. Og svo sigraði annað liðið, með Guðs hjálp að sjálfsögðu. Þvílík hræsni. Ekki passar þetta við þann alvitra, almáttuga, algóða, kærleiksríka og miskunnsama Guð sem prestarnir segja okkur að hann sé.
Og þetta er enn að gerast.
![]() |
Dómari dæmdur í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)