Ég er snillingur....
3.2.2008 | 11:52
Ég brá mér á Skagaströnd til ađ fara á ţorrablót. Ţađ var haldiđ í gćrkveldi 2. febrúar af metnađi og myndarbrag. Maturinn var góđur og skemmtiatriđin voru frábćr, venju samkvćmt. Viđ hjúin ákváđum ađ sleppa ballinu og fórum ţví heim ađ borđhaldi loknu. Viđ fórum rúnt um bćinn áđur en viđ snérum heim. Nokkur skafhríđ var fyrir Víkina og í útbćnum.
Ég hćtti viđ ađ stoppa á Mánabrautinni og ákvađ ađ enda rúntinn í Bankastrćtinu. Beygđi inn á Vetrarbrautina á milli Mánabrautar og Skagavegar. Ţá kom snörp vindkviđa, viđ ţađ jókst kófiđ ţannig ađ ég sá illa á veginn framundan. Allt í einu sat bíllinn fastur.
Ţegar rofađi til sást ađ skaflinn stóđ vart undir nafni og engum manni sćmandi ađ festa sig í honum. En flughálka var undir snjónum og Cherokeenum varđ ekki haggađ. Ekki var um annađ ađ rćđa en ađ ná í skóflu, ţannig ađ viđ röltum ţessa fáu metra heim. Ég ákvađ ađ láta bílinn ganga á međan.
Ég snarađi mér til baka međ skófluna og byrjađi moksturinn. Ţegar mokađ hafđi veriđ um hríđ hringdi síminn. Ég ćtlađi ađ snara mér inn í bílinn til ađ svara en.......... HALLÓ.... bíllinn var LĆSTUR! Mér hafđi einhvernvegin tekist ađ lćsa bílnum ţegar ég fór út úr honum..takk fyrir!
Svona gera bara snillingar. Fyrir utan lykilinn í svissinum var nćsti lykill suđur í Grindavík.
Ég gerđi strax ráđstafanir ađ fá hann norđur međ rútunni. Ţar til hann kemur síđar í dag mun bíllinn mala í skaflinum. Ţađ ćtti ađ vera heitt og notalegt ađ setjast upp í hann. Ţetta er bara gaman.
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 02:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)