Ákvörðun forsetans rökrétt en...

Ákvörðun forsetans er í sjálfu sér lýðræðisleg og rökrétt  niðurstaða í ljósi þess sem á undan er gengið.

En ekki að sama skapi skynsamleg.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Nei auðvitað á lýðræði bara að gilda þegar það hentar stjórnvöldum.

Muddur, 5.1.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki voru það mín orð Muddur. Lýðræðið leiðir hinsvegar ekki alltaf til skynsamlegrar niðurstöðu, en lýðræðisins vegna verður að una því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sennilega rétt hjá þér Axel - við hefðum fyrir löngu átt að virða lýðræðið þá værum við ekki í þeirri stöðu þar sem við erum nú

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 12:54

4 identicon

Hvaða lýðræði er það sem fylgir ekki einu sinni lýðræðislegri ákvörðun þjóðþings? Þessi ákvörðun einræðsherra er bara sorgleg fyrir land og þjóð. Þú átt eftir að sjá það og sannfærast um að þetta voru mikil mistök óábyrgra manna. Bara sorglegt og mun ekki skapa neina sátt heldur bara stjórnleysi.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 12:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sveinbjörn, það hlýtur eðli máls samkvæmt að vera mun lýðræðislegra að þjóðin öll ákveði framgang málsins frekar en tiltekinn hópur 63ja manna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 13:01

7 identicon

tek algerlega undir orð Axels - ég kaus ekki þessa aðila sem sitja þarna á sínum fína enda og hafa það bara "gott" .. þau mega alveg skipta við mig í smá stund og sjá svart á hvítu hvernig hinn almenni íslenski borgari hefur það (þessi sem fékk aldrei að kynnast góðærinu!!)

Ég vil kjósa fólk ekki flokka!

Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:25

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef það væri nú hægt Ásta - welcome on board

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 14:17

9 identicon

Það er sorglegt að sjá gjörtaparana haga sér á bloggvettvanginum eins og þau þokkahjú í Stjórnarráðinu á blaðamannafundinum í hádeginu.  Önnur eins gremja út í forsetann og 70% atkvæðabærra landsmanna.  Þau litu út eins og í leikgervi Grýlu og Leppalúða í gremjugrettum sínum í grínverki.  Gat ekki annað en hlegið.  Þar var augljóslega ekki áhugi að reyna að vinna úr lýðræðiskröfu 70% atkvæðabærra landsmann, forsetans og 4 stjórnarþingmanna.  Auðvitað eiga þau að hundskast burt.  Enda hafa þau aðeins rétt rúmlega helming kjósenda sinna á bak við þau sem leikmenn í vitlausu liði Breta og Hollendinga.  Útburðarvæl klappstýranna þeirra er sem lítið ýlfur sem fáir taka eftir. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:02

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef þau fara í burt - hvað viljum við Þorgerði Katrínu aftur á "svið" ?

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 15:07

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Ásta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 16:40

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur 2. Hægan góði, ertu búinn að gleyma hvernig skammir og óprenthæfur fúkyrða flaumur dundi á forsetanum þegar hann synjaði fjölmiðlafrumvarpinu? Hvaðan komu þau "blessunarorð"? Eða þá hvað skrifað var um hann þegar hann samþykkti fyrri Icesave- pakkann?

Hafa hægrimenn eitthvert einkaleyfi á gagnrýni á forsetann?

Ég segi eins og Jón viltu Þorgerði aftur upp á dekk?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 16:46

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, segðu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 16:46

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það gengur mikið á. Það sem liggur á núna er að láta heyrast frá okkur erlendis. Tala okkar máli í stöðunni eins og hún er núna. Það finnst mér hafa skort á undanfarna mánuði líka.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2010 kl. 17:21

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Silla, já það er með ólíkindum bullið sem vellur úr erlendum fjölmiðlum.

Raunar var í fréttum um daginn haft eftir talsmanni einhvers erlendsfyrirtækis sem sér um þessi tengsla mál erlendis að hann hefði í starfi sínu ekki kynnst ráðherrum sem væru jafn viljugir að svara fyrirspurnum og þeir Íslensku. Nafngreindi sérstaklega, að mig minnir, þá Steingrím, Gylfa og Össur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 17:47

16 identicon

Engin vill stjórna landinu, enginn vill greiða skuldir þess, margir vilja ekki skera niður ríkisútgjöld, sumir vilja ekki vinna, fáir vilja draga saman einkaneyslu sína. Hver og hvar er litla gula hænan í þessu landi?

Ullarinn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:54

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað ef íslenskir fréttamenn fara að skrifa fréttir sem hafandi er eftir ? er þá ekki mögulegt að einhver erlend "blöð" eða rit vilja birta hluta af því ? eða þufrum við að eiga blaðið til að hægt sé að birta fréttaefni uppsett af íslenskum fréttaguttum ?

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 18:00

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ullarinn, ekki nema von að spurt sé.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 18:03

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón ekki er gott til þess að vita ef endursamdar söguskýringar úr Hádegismóum séu þýddar og fluttar sem fréttir erlendis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 18:07

20 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott að heyra það Axel. En það sem ég átti við er talsmaður. Við höfum orðið vitni að því að hinn almenni borgari hafi reynt að lappa upp á álit okkar út á við.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2010 kl. 18:11

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er urmull af litlum gulum hænum hér á Íslandi. Og hávaðinn er í öfugu hlutfalli við búkinn.

Það er líka margsannað að hænur fljúga hauslausar!

Það er auðvelt að fyrirgefa þeim en verra að fyrirgefa þennan ærandi hávaða.

Litla gula hænan í Sjálfstæðisflokknum segir að það sé ástæðulaust fyrir ríkisstjórnina að segja af sér. Lítla g.h í Framsókn tekur undir það.´Hver skyldi ástæðan vera?

Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 18:12

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Silla það má standa mun betur að kynningar og áróðursmálum. Gildi þeirra sannaðist í þorskastríðunum, fyrst mátti varla anda og það var algert hernaðarleyndamál og fréttabann, hvað gekk á á miðunum.

Það var ekki fyrr en blaðinu var snúið við og erlendum fréttamönnum hleypt um borð í varðskipin að farið var að fjalla um okkar málstað af alvöru í erlendum miðlum. Þá var sigurinn unnin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 18:26

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Árni, það er mikið gaggað. Gagggvavavaggg!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 18:27

24 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Rétt hjá þér Axel. Fréttamenn eru stór póstur í dag sem má ekki hundsa. Og gott ef þeir bera mönnum hér góða sögu. En betur má ef duga skal.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2010 kl. 18:37

25 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki sama með þetta Fréttablað Axel

held að fréttamenn þurfi að vanda betur til verka ef þeir vilja ná eyrum annarra þjóða

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 18:59

26 identicon

Sorgardagur fyrir land og þjóð. Komin með einræðisherra og þú fagnar.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:55

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig í ósköpunum lest þú einhvern fögnuð út ú þessu Sævar Björn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.