Grútarrökfræði

Þórunn Sveinbjarnardóttir skefur ekki utanað því  og segir afdráttarlaust að hafni þjóðin Icesave-málinu þá verði Ríkisstjórnin að segja af sér en samþykki þjóðin þá verði Ólafur Ragnar að víkja.

Klippt og skorið, punktur og basta.

Ef staðan verður þannig eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna að hvorugt fer stjórnin eða forsetinn, sem líklegast verður að telja,  þá hlýtur  Þórunn Sveinbjarnardóttir að fara sjálf eftir þessari grútarrökfræði sinni og víkja af þingi.

Farið gæti fé betra.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil ekki þessa rökfræði heldur hjá kellu - fyrir mér snýst þetta allt um heimilin í landinu sem og fyrirtæki og nýsköpun en ekki um það hvort hún sitji áfram eða einhver annar

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt er það Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 11:44

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að hún sé eitthvað að misskilja. Nema að mikilmennskubrjálæðið sé svo mikið hjá henni að hún haldi að stærsta mál sem hefur komið uppá borð hjá okkur íslendingum í áraraðir, hafi snúist út í einhverja vinsældarkeppni á milli forseta Íslands og ríkisstjórnarinnar.

Ég held að hún hafi horft of mikið á Idolið og Americas Next Top Model.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.1.2010 kl. 15:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, hún var umhverfisráðherra í ríkisóstjórn Geirs Haarde, óstjórninni sem upphaflega ákvað að renna á rassinn gagnvart Bretum og Hollendingum og ákavað að afsala sér skaðabótarétti vegna afleiðinga  hryðjuverkalaganna og var tilbúin að ganga að mun verri Icesave kostum en þó eru uppi núna.

Ráðherrastörf hennar voru merkilegt nokk fjarri því að vera óumdeild. Samkvæmt þessari grútarlókík hennar hefði hún þá átt að víkja úr embætti. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband