Minnimáttarkennd

Margir hafa fallið í þá gryfju að reyna að nota nöfn og ímynd stórmenna til að upphefja eigin vesaldóm eða meðalmennsku.kennedy_02

Dan Quayle varaforseti Bush eldri reið ekki feitum hesti frá þeim mistökum sínum að líkja sér við Jack Kennedy forseta í sjónvarpskappræðum við Lloyd Bentsen.

Bentsen afgreiddi hann með einni mergjaði  setningu; “Þingmaður ég þjónaði með Jack Kennedy, ég þekkti Jack Kennedy, hann var vinur minn, þú ert enginn Jack Kennedy”.

Davíð Oddson greip til þessarar sömu tækni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þá dugði ekkert minna fyrir Davíð en að fara alla leið upp í Jésú Krist til að finna eitthvað samanburðarhæft.

Allt ætlaði bókstaflega vitlaust að verða á landsfundinum yfir þessari upphefð frelsarans að vera á sama stall settur og mr. Oddson.

Gordon litli Brown er í vanda, að honum er sótt, ef ekki af hans eigin flokksfélögum, þá afgordon_brown Íslensku þjóðinni sem mun víst vera ræningjalýður upp til hópa eins og þeir eiga kyn til, ef marka má Lortinn Hattersley.

Brown vesalingurinn leitaði logandi ljósi að einhverju til ímyndarauka og fékk þá furðulegu hugdettu að líkja sjálfum sér við Nelson Mandela, ekkert minna.

Gordon og Nelson eru eins og hvítt og svart, bókstaflega talað en með öfugum formerkjum.  Nelson Mandela er óumdeilanlega eitt af stómennum mannkyns. Gordon kæmist aldrei á blað á þeim lista, ekkert er stórt við Gordon, nema þá kjafturinn.

  


mbl.is Brown í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Já, var það ekki Dan Quayle sem var staddur í Hamborg í Þýzkalandi og ætlaði að taka "Kennedy" á þetta og byrjaði með:  "Ich bin ein Hamburger" og skildi ekkert í því af hverju allt ætlaði um koll að keyra af hlátri ?

Ólafur Gíslason, 10.1.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gæti meira en verið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hér er ég bloggletinginn sjálf Ég ætla nú bara að kasta á þig kveðju og segja GLEÐILEGT ÁR kæri bloggvinur

Guðný Einarsdóttir, 11.1.2010 kl. 20:50

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:38

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel, Davíð setti sig aldrei á stall með Jesú. Þetta er ein aumkunarverðasta tilraun sem sést hefur, til að klekkja á Davíð. Margir málsmetandi menn hafa haldið þessu á lofti, en um leið eru þeir að segja að þeir skilji ekki íslenska tungu, annaðhvort vegna heimsku eða illgirni.

Hvort ert þú?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 17:24

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gordon Brown er með litlausari foringjum í evrópskri pólitík frá upphafi. Aumkunnarvert að nota aðra málsmetandi menn til að upphefja sjálfa sig. Þótt margt megi e.t.v. segja um Davíð Oddson held ég samt að hann hafi aldrei líkt sér við Jesú :)

Guðmundur St Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 16:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað samlíkingu Davíðs á sjálfum sér og Jesú varðar, ekki taka mín orð fyrir því Gunnar, enda er ég, eins og aðrir sem ekki misskildu orð Davíðs, sjálfsagt og bæði illgjarn og heimskur og með takmarkaðan skilning á íslenskri tungu.

Hafðu því orð Meistarans sjálfs fyrir því, orð hans verða ekki misskilin, nema með vilja. Sjá HÉR. (2:35mín).

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2010 kl. 02:09

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Mér finnst reyndar hinn endirinn á Nýja Testamentinu eiga betur við mínar aðstæður, þó örlítið  breytt. Þegar þeir þrjótar krossfestu ljúflinginn Krist, þá höfðu þeir tvo óbótamenn honum til hvorrar handar á krossum. En þegar verklausa minnihlutastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, þá létu þeir sig hafa það að hengja strangheiðarlega og vandaða heiðursmenn, manninum sem þeir þóttust eiga grátt að gjalda, svona til samlætis".

Þarna talar Davíð annars vegar um "ljúflingin Krist" og hins vegar um "þrjótinn Davíð". Og til þess að undirstrika andstæðurnar enn frekar í dæmisögunni, þá talar Davíð einnig um "tvo óbótamenn" og svo um "tvo strangheiðarlega og vandaða heiðursmenn".

Í þessu hárbeitta háði, segir Davíð frá örlögum gjörólíkra einstaklinga á afar myndrænan hátt.

En kannski er þetta hvorki heimska eða illgirni sem hrjáir ykkur. Sennilega er það bara húmorsleysi

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 05:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú horfir algerlega framhjá samlíkingunni, Gunnar, en NB, Davíð undirstrikar að tveir ræningjar hafi sammerkt Kristi en toppar sig með því að stilla upp tveim dýrlingum í sinni "krossfestingu"!

Geturðu útskýrt húmorinn í því Gunnar, það er ekki nóg að fundurinn hafi hlegið?

Raunar var hlegið að öllu sem Davíð sagði á slíkum samkomum, þegar hann stýrði til hláturs með dramatískri þögn og öðrum látbrögðum. Davíð má eiga það að hann var snillingur í því.

Hitler var líka snillingur í að skapa andrúmsloft á sínum fundum, fá klapp, fagnaðaróp, og annað sem hæfði, þótt ekki ætli ég að líkja þeim saman að innræti, Davíð og Hitler.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2010 kl. 05:51

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú vilt reyna að finna einhverjar duldar meiningar í orð Davíðs, þá skaltu vitna í hann orðrétt. Og hvaða samlíkingu ertu að tala um? Eina samlíking Davíðs (samkv. hans eign orðum) eru aðstæður mannanna þriggja, en þo leggur Davíð einmitt áherslu á hversu ólíkir þessir þrír menn eru.

Davíð talar hvergi um dýrlinga, en þessir tveir "stangheiðarlegu og vönduðu heiðursmenn" sem verklausa minnihlutastjórnin hengdi, voru umsvifalaust ráðnir til annara landa sem ráðgjafar og sérfræðingar, enda vammlausir menn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband