Í blindri trú

Það er útilokað að Sjálfstæðismenn komi nokkurn tíman til með að sjá Bandaríkjamenn í réttu ljósi. Þeim er í blóð borin þjónkun og undirlægjuháttur í þeirra garð á hverju sem gengur. Sumir þeirra geta vart af sér vatni kastað án þess að Sámur frændi leggi yfir það blessun sína.

Nú dettur þeim í hug að eitthvað hafi upp á sig að biðja Bandaríkjamenn að segja SKAMM, SKAMM við Bretana vegna Icesave og framkomu þeirra við okkur! 

Sjallarnir  vilja eðlilega ekki muna það  þegar Bretar voru hér í hverju þorskastríðinu eftir annað með herskip  um allan sjó til varnar Breskum veiðiþjófum og siglandi á Íslensk varðskip.  

Þá var Bandaríski herinn með aðstöðu hér, í loftinu lá hótun um brottför úr NATO og herinn yrði sendur til síns heima. Þegar leitað var til Bandaríkjamanna  og þeir beðnir að íhlutun, létu þeir sér, þrátt fyrir þetta , fátt um finnast og sögðu okkur á eins kurteisan hátt og þeim var unnt að hoppa upp í rassgatið á okkur, þeim kæmi þetta ekki við.

Nú er enginn herinn, hótun um úrsögn úr NATO gagnslausari en hauslaus hæna  og samt halda Sjálfstæðismenn að Bandaríkjamenn „vinir þeirra“ hafi einhvern áhuga á að hjálpa okkur gegn Bretum.

Nei fyrr frýs í helvíti áður en slíkt hvarflar að þeim.

Þeir hafa alltaf kunnað að velja sér vini Sjallarnir.


mbl.is Fundir með bandarískum ráðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hélt að þetta væri brandari. Hvarflar það virkilega að nokkrum manni að Kaninn hafi einhvern áhuga á þessu volaða skeri ?

Finnur Bárðarson, 22.2.2010 kl. 17:14

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hafa Sjálfstæðismenn ekki alltaf verið haldnir þeirri sannfæringu að kanarnir litu á okkur sem sína bestu félaga?

Valdatíð Davíðs má líkja við unglingspilt sem gerir hvað sem er, hverja vitleysuna á fætur annarri, til að ganga í augun á sinni heittelskuðu. En aldrei tekur hún eftir honum, þekkir hann ekki í sjón né með nafni. En aldrei gefst pilturinn upp, og er sannfærður að í brjósti þessarar stúlku sem hefur aldrei virt hann viðlits, brenni ást á honum sem er heitari en allt. 

Og þótt forsætisráðherrastólinn hafi síðan verið hreinsaður af illgresi Davíðs, og rætur hans slitnar upp úr honum, þá halda Sjálfstæðismenn enn í þessa sannfæringu. Unglingspilturinn ætlar að dingla bjöllunni heima hjá sinni heittelskuðu, aftur, þótt hún muni ekki kannast við hann aftur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.2.2010 kl. 17:23

3 identicon

Sæll Axel.

Mér sýnist að það séu nú frekar kratarnir sem eru að sníkja stuðning frá Könum en íhaldið.

Lestu þetta og þetta.

Og hér má lesa um það, þegar Össur sendi skósveina sína til að grátbiðja Kanann um stuðning gegn Bretum og Hollendingum.

Kratar hafa alltaf verið fremstir í flokki þeirra sem bukka sig og beygja fyrir erlendu valdi. Einu sinni var það "Sovét-Ísland óskalandið". Nú um stundir er æðsti draumurinn náðarfaðmur Evrópusambandsins.

Og finnst þeim ekki bara bara flott að sleikja tærnar á Kananum í leiðinni eins og tilvísanir hér að ofan bera með sér.

Kveðja,

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 17:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári, gaman að fá þig í heimsókn gamli vinur.

Víða leynast þeir sem fá í hnén séu blessaðir Kanarnir nefndir á nafn, þótt hvergi sé það jafn almennt og í Sjálfstæðisflokknum.

En það segir fleira en mörg orð hver afstaða Bandaríkjanna til Ríkisstjórnar Íslands er að þessi skjöl skyldu "leka" í fjölmiðla.

En þó það sé á hreinu þá er það jafn ógeðfellt, frá mínum bæjardyrum séð, hvort sem tungan í borunni á Kananum er blá eða rauð.

Það verður nú gaman að lifa þegar við verðum komin í faðm Evrópusambandsins, þar sem smjör drýpur af hverju strái. (huh, huh,huh, afsakið)

Bestu kveðjur í Tjaldanes.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 18:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Finnur Kaninn hefur engan áhuga á okkur, geti hann ekki haft af okkur gagn, og hefur aldrei haft.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, Steingrímur Hermannson segir í ævisögu sinni að vitað hafi verið að Sjálfstæðismenn sumir hverjir hefðu ekki setið á upplýsingum við Bandaríska sendiráðið, upplýsingar sem leynt áttu að fara. Á sama tíma þótti ekki þjóðholt ef menn sáust á vappi við Sovéska sendiráðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband