Mulningur #5

   RA-856TUPOLEV Íslendingur var í viðskiptaferð í Sovét- ríkjunum og þurfti að fljúga með Аэрофлот (Aeroflot  Sovéska ríkisflugfélagið) á milli borga innanlands.

Landanum var ekki rótt, því margar ljótar  sögurnar hafði hann heyrt af slæmu viðhaldi á vélum flugfélagsins. En annar valkostur var ekki í boði, svo hann varð að láta slag standa.   

   Þegar farþegarnir voru komnir um borð var flugvélinni ekið út á brautarendann. Hreyflarnir voru þandir á brautarendanum og flugtak undirbúið. En skyndilega var hætt við flugtak og vélinni ekið aftur upp að flugstöðinni.    

   Vinur okkar hóaði í eina flugfreyjuna og spurði hvað væri í gangi.    

  „Þegar var verið að reyna hreyflana þá líkaði flugmönnunum ekki hljóðið í þeim svo við urðum að hætta við flugtak.“ Sagði flugfreyjan og brosti sínu breiðasta.  

   "Er þá verið að snúa við til viðgerðar?“ spurði vinurinn.

   „Nei, nei, það á að skipta um flugmenn.“ Svaraði flugfreyjan hin rólegasta.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

 Þessir flugmann hafa væntanlega ekki verið búnir að fá nægjanlegt vodka fyrir flugtakið.

Sveinn Elías Hansson, 28.2.2010 kl. 15:07

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eða vodkabirgðir of litlar fyrir flugtímann-

Áfram með svona mulninga Axel..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.2.2010 kl. 15:10

4 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 28.2.2010 kl. 15:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2010 kl. 15:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Axel Jóhann. Hressandi!

Björn Birgisson, 28.2.2010 kl. 16:29

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Var það ekki  á tíma Bréfsnefs sem bandaríska sendinefndin komst að því að það var ekkert kjöt til í verslunum í Moskvu, bara á veisluborðum í Kreml.

 Af því að Ameríkanar eru háværir og tala frjálslega þá barst Bréfsnefi  þetta til eyrna og tók hann upp síman og skammaði landbúnaðar ráðherrann og sagði að búðirnar ættu að vera fullar af kjöti.  Hvernig kjöti spurði landbúnaðarráðherrann skelfingu lostinn, nautakjöti öskraði Bréfsnefur, Ameríkanar borða nautakjöt,  og búðirnar urðu skyndilega fullar af kjöti.

 Og svo var í fimm ár, þá var von á annarri sendinefnd og Bréfsnefur  uppgötvaði að það var ekkert kjöt í verslunum og hringdi í landbúnaðarráðherrann og skammaði hann vegna þessa og krafðist svara.  Já en herra,  nautin eru búin. 

Bréfsnefur strauk sér um kjammana og lagði á og það varð kjöt í búðunnum en ekkert hefur frést af landbúnaðar ráðherranum og starfsliði hans.      

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2010 kl. 16:34

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin elskurnar og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband