Útsýnið úr glerhýsi LÍÚ

Ekki verður annað lesið út úr þessu hjali Friðriks Friðrikssonar en allir sem stunda fiskveiðar við Ísland séu ribbaldar og glæpamenn nema þeir sigli undir merkjum LÍÚ, þá skortir víst ekkert á syndleysið og ráðvendnina.


mbl.is Helmingur braut gegn ákvæðum um hámarksafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er skrýtið hvernig LÍÚ gengur út frá því að þeir og þeirra eigi allann rétt á fiskveiðum við Ísland. Og fyndið hvernig eigendur togara og frystitogara sjá ofsjónum yfir afla smábáta.

Tóti (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 12:41

2 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Já, grátkórinn samur við sig

Aðalsteinn Tryggvason, 2.3.2010 kl. 13:42

3 identicon

Alveg magnað að LÍÚ þurfi eitthvað að vera að hnýta í það að helmingur strandveiðibáta brjóti reglur um aflahámark.

Málefnanlegt. Ég held að skoðanir ykkar á svona brotum væru ekki í þessa áttina ef helmingur fiskiskipaflotans hefði farið fram úr kvóta sínum. Strandveiðarnar eru rugl sama hvernig á þær er litið.

SG (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:14

4 identicon

Það vita þeir sem vilja vita að útgerðirnar sem standa að LÍÚ hafa þann háttinn á að hringja í skipstjórana og segja þeim að skipa hásetum að henda fiski sem er of stór, of lítill eða af vitlausri tegund. Svo LÍÚ stundar veiðar umfram aflamark sem hluti af venjulegum rekstri. Má eiginlega tala um að kasta steinum úr glerhúsi.

Tóti (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:25

5 identicon

Já, einmitt. Liðið í landi er beintengt hásetunum í gegnum gervihnött og tala við þá í gegnum headsett. "Sleppa þessum.... taktu þennan stóra... láttu þennan fara.. og þennan".

Þvílík argasta þvæla er þetta í þér Tóti. Ég hef verið á ýmsum skipum og aldrei aldrei hef ég fengið eina einustu skipun um að láta einhverja titti í sjóinn því það eigi bara að hirða stóran fisk eða henda tegundum sem henta ekki. Þetta er hrein og klár heimskuleg lygi hjá þér.

SG (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:57

6 identicon

Róaðu þig ofan SG, ég lýg ekki neinu, hef líka verið á sjó. Kannski varstu þá vélstjóri fyrst þú fékst enga svona skipun. Hafir þú verið háseti sem hirti alla fiska sem komu um borð þá ertu undantekningin sem ætti að fá fálkaorðuna.

Tóti (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 16:44

7 identicon

Sorry, ég verð alltaf dálítið æstur um kaffileytið. En það hlýtur að segja ýmislegt að hafa aldrei orðið vitni að slíku en verið þó háseti á 5 mismunandi skipum. Frystitogurum, salt- og ísfisktogurum. Ef ég ætti að fá orðu, þá ættu skipsfélagar mínir líka að fá orðu ..þeir eru nú orðnir fjölmargir.

SG (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.