Er æskilegt að fjölmiðlar fjalli opinskátt um það hver reið hverjum?

Útvarp Saga hefur það fyrir sið að vera með daglega „skoðanakönnun“. Niðurstaða hverrar könnunar er lesin í lok þáttar Péturs Gunnlaugsonar sem er milli 11 og 12, þá er jafnframt ný könnun kynnt til sögunnar. 

Yfirleitt eru niðurstöður kannana mjög fyrirsjáanlegar því spurningarnar eru greinilega hannaðar til að kalla fram „ákveðna“ niðurstöðu.

Í gær var sett upp undarleg spurning, sem var af þáttastjórnanda einum á stöðinni kynnt sem hápólitísk könnun!!??   Ekki að undra þótt pólitísk umræða á stöðinni snúi öll á haus.  Spurningin var þessi:

Vilt þú vita hverjir voru vændiskaupendur í máli Catalinu Ncoco? Þrír valkostir eru  gefnir,  já,  nei og  hlutlaus.

Hvað kemur það, Arnþrúði Karlsdóttur, þér eða mér við hverjum varð hálft á svellinu í samskiptum við þá kaffibrúnu? Er þetta mál sem krefst þess að upplýst verði hver gerði hvað? Er eðlilegt að fjallað sé um slík mál í fjölmiðlum með nafnbirtingum, mál sem hæglega geta orðið uppskrift að fjölskyldu harmleik?

Ef það er skoðun Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra stöðvarinnar að hjónabandsraunir og mannlegir misbrestir af þessum toga eigi erindi í fjölmiðla undir nafni og kennitölu og að fólk þyrsti í svona slúður, væri þá ekki rétt að hún miðlaði hlustendum sínum af sinni eigin reynslu og léti annað fólk í friði.

Þó ekki væri innistæða fyrir nema brota broti af þeim kjaftasögum, sem gengið hafa manna á meðal um Sjafnarfimleika frúarinnar, þá væri það nægjanlegt efni til að seðja hungur þeirra sorafíkla eitthvað fram á sumarið, sem á þannig efni nærast.

Sagan segir að í þessum efnum hafi fleiri fengið, en vildu, bæði þekktir menn og óþekktir, allt eftir því hvert markmiðið  var í það og það skiptið. 

En eins og maðurinn sagði: „Stundum má "saltkjöt" liggja!“

Látum það liggja!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Nú ertu komin út á hættulegar brautir, en ýmsar eru sögurnar.

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 02:06

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og hvern andskotan varðar okkur um það hver keypti sér þjónustuna?

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 02:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit það Sveinn að ég er kominn á ystu nöf að minnsta kosti hvar ég sjálfur dreg línuna. En ég gaf ekki í þetta spil. A.K. hefur sjálf gengið lengra en góðu hófi gegnir í tali og nafngiftum um menn og málefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.3.2010 kl. 02:14

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bara gott hjá þér Axel að koma inn á þetta. Hvað kemur okkur þetta við? Ætli það sé ekki nóg fyrir þá sem þurfa að útskýra fyrir sínum nánustu það sem gert hefur verið. Það hlýtur að vanta í mig forvitnisgenin að þessu leyti. Mér kemur þetta hreint ekki við.

Já oft og jafnvel mjög oft má satt "kjurrt" liggja.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Silla. Þetta með saltkjötið er ekki misritun. A la Laddi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.3.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband