Upp, upp okkar sál.

    Það þarf eitthvað meiriháttar að gerast til að þjóðin sendi ekki frá sér stærsta nei í sögu þjóðarinnar á laugardaginn.  

   Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn, Icesave málinu, eins og það var upp sett, hefur þegar verið hafnað, þótt formlega gerist það ekki fyrr en á laugardag. Fjöldi erlendra fréttamanna er á landinu og gífurlegur áhugi er víða erlendis á málinu, nýtum okkur það í botn, sópum af borðinu og sköpum okkur nýja vígstöðu.

    Undarleg þykir mér afstaða og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Ístað þess að viðurkenna fyrir sjálfri sér staðreynd málsins og hysja upp um sig, nýta þann meðbyr  sem við höfum fengið erlendis og skipuleggja nýja sókn fyrir land og þjóð, þá húkir hún með hor og hland organdi útundir vegg og vorkennir sjálfri sér.

    Ef ríkisstjórnin nær ekki áttum þá hefur hún lokið hlutverki sínu. Hún getur þá allt eins afhent hrunaflokkunum völdin. Það verður þá í höndum Sigmundar og Bjarna að „þrífa“ upp sóðaskapinn, enda eru þeim hægust heimatökin.

 

mbl.is Mikill áhugi erlendra miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég skil ekki þetta jamm, japl og fuður..Svo ósamstíga er hún þessi Ríkisstjórn okkar. Að sjá ekki að þetta er tækifæri til að kynna málstað okkar verulega. Það er eitthvað skrítið hvað H og B tóku mikinn kipp yfir Þjóðaratkvæðagreiðslunni..Af hverju skildi það nú vera?

Nú er bara að vona að fólk verði duglegt og mæti. En ég get nú ekki betur heyrt en þetta sé talað niður og talað um skrípaleik..sem mér finnst ósmekklegt.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.3.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef alltaf haft mikið álit á Jóhönnu. En hún hefur einn stóran galla, hann er sá að bíti hún eitthvað í sig, verður henni ekki haggað. Þetta hefur nýst henni vel þegar hún hefur staðið ein gegn öllum körlunum að þoka sínu áfram. En í stöðu forsætisráðherra, við þessar aðstæður vinnur þetta gegn henni. Það er leitt til þess að hugsa ef sú virðing sem Jóhanna hefur notið breytist í andhverfu sína á pólitísku ævikvöldi hennar. Hún á sannarlega annað skilið.

B og H vita að málið verður þeim allt þyngra og erfiðara í öllum skilningi eftir þungt spark í afturendann frá íslenskum öreigum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 14:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Alveg er ég sammála þér í sambandi við Jóhönnu. Það voru mistök að setja hana í þetta formannssæti. Þetta er búið að eyðileggja mikið fyrir henni og ég ætla að reyna að hugsa um hana sem félagsmálaráðherra í framtíðinni. Hún er rosalega stíf og svo fannst mér illa staðið að allri kynningu erlendis á okkar málum, allavega framan af.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.3.2010 kl. 14:26

4 identicon

Hjartanlega sammála þér Axel, hrunaflokkarnir eiga sjálfir að þrífa upp skítinn eftir sig!

anna (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er bara einn galli við það, þeir nálgast verkefnið frá örðru sjónarhorni, því er hætt við að þeir sem eru óánægðir með skerðingu lífskjaranna í dag muni verða nokkuð brugðið við skiptin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 14:49

6 identicon

Því miður góði Axel. Stærsta  "nei" þjóðarsögunnar mun ei verða.

 Hversvegna ?

 Jú, Baugsmiðlarnir & ríkissjónvarpið reyna af öllum lífs og sálar kröftum, að

 þegja atkvæðagreiðsluna - helst í hel !

 Hversvegna ?

 Hvaða nafni hefur tvíeykið gefið kosningunni ? Jú, " markleysa", "skrípaleikur" o.s.frv.

 Eftir höfðinu dansa limirnir !

 Að auki virðist sem veðurguðirnir vilji endilega að Íslendingar greiði tugi MILLJARÐA fyrir gjaldþrot  einkafyrirtækis " mannsins í næsta húsi !

 Spáð "vitlausu" veðri á laugardag !!

 Sic transit gloria mundi !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 15:03

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins og ú segir, ekki lengur hægt að berja höfði við steininn.

Finnur Bárðarson, 4.3.2010 kl. 15:15

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki gott til lengdar að lifa í einni allsherjar samsæriskenningu, hún nagar þig og nagar Kalli. Fáðu þér heitt kakó og ís með.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 15:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, enda fæ ég af því bölvaðan höfuðverk Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 15:19

10 identicon

Ljúfi Axel !

 "... lifa í einni allsherjar samsæriskenningu" - Það er bara svona !!

 Hvað sagði " heilög" Jóhanna fyrir aðeins hálftíma síðan í fréttum Ríkissjónvarpsins ?

 Jú, þjóðaratkvæðagreiðslan komandi laugardag væri einfaldlega MARKLEYSA !!

 Auðvitað er það MARKLEYSA að börnin okkar og barnabörn greiði á komandi árum tugi MILLJARÐA !

 Auðvitað er það MARKLEYSA að skattborgarar þjóðarinnar greiði á komandi árum gjaldþrot fyrirtækis " mannsins í næsta húsi" !

 Auðvitað er það MARKLEYSA að gömlu nýlenduþjóðirnar England & Holland fái tugi MILLJARÐA í vaxtabætur !

 Auðvitað er það MARKLEYSA að þjóðin  eigi að greiða skuldir sem engin RÍKISÁBYRGÐ er fyrir !

 Fáðu þér nú nú Axel minn heitan Bragakaffibolla - og  pínu-ponsulítinn brennivínsdropa útí !! Skál !

 Sic itur ad astra !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:58

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Róaðu þig gamli.

Ruc esta su bocc.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband