Snjókerling særir blygðunarkennd Bandaríkjamanns

Fjölskylda í New Jersey í Bandaríkjunum lagði í það mikla vinnu og natni að skapa líkneski af "Venus frá Mílanó" úr snjó í garðinum. Tiltækið vakti að vonum athygli en ekki voru allir sáttir.

VenusSnjóstyttan mun hafa sært blygðunarkennd einhvers kanans því lögreglan mætti á svæðið og snjókerlinguna varð, gjörið svo vel og ekkert múður, að færa í föt eða brjóta niður að öðrum kosti.

Þeir eru afar viðkvæmir kanarnir fyrir nekt, nakinn mannslíkami má undir engum kringumstæðum sjást í sjónvarpi, en við sama líkama hafa þeir ekkert að athuga sjáist hann alblóðugur sundurskotinn eða niðurbrytjaður á skjánum.

.

Hvernig ætli þessi viðkvæmi kani hefði brugðist við þessu snjólistaverki?

.

snjtyppi_jpg_280x800_q95


mbl.is Þurftu að klæða snjókonuna í föt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þetta eru eins og verstu öfgafeministar. Snjór orðinn klám. Ha ha ha

Sveinn Elías Hansson, 5.3.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir eru "klikk" eins og Steinríkur hefði orðað það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona er öfgajafnræðisstefnan í praksís. Það þarf ekki nema einn vesaling með einhverjar persónulegar duldir til að pilla því sem allir aðrir eru sammála um.  Feministarnir hér eru búnir að berja þennan fasisma í gegnum þingið nú. Enn eitt hervirki Samspillingarinnar.

Hvað það er sem særir í fagurlöguðum brjóstum Venusar, er mér algerlega hulið.  Er það furða þótt þetta þjóðfélag kanans sé að fara fjandans til.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2010 kl. 06:49

4 Smámynd: Vendetta

"Þeir eru afar viðkvæmir kanarnir fyrir nekt, nakinn mannslíkami má undir engum kringumstæðum sjást í sjónvarpi, ..."

Þetta gæti alveg eins átt við Íslendinga, eins og Jón Steinar bendir á.

Vendetta, 6.3.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Vendetta

Var ekki annars mynd af þessari snjó-Venus með þessari moggafrétt? Ef svo var þá er búið að fjarlægja hana.

Vendetta, 6.3.2010 kl. 13:37

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þessi snjókall er flottur..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.3.2010 kl. 13:41

7 Smámynd: Vendetta

Þetta er alvöru snjótittlingur.

Vendetta, 6.3.2010 kl. 14:29

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og hvað er klámfengið við snjótittling?

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert, ef þú ert ekki gröð kvenkynssnjótittlingur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 21:34

10 identicon

Það er alveg merkilegt að sjá alltaf hrokann og merkilegheitin í Íslendingum þegar við kemur öðrum þjóðum og þá sérstaklega Bandaríkjunum. Víð erum nýbúnir að rústa okkar þjóð efnahagslega og gera okkur að algjörum hálfvitum í heimsbyggðinni. Við erum viðurkenndir einhverjir mestu smáborgarar sem uppi hafa verið en það hefur greinilega ekki kennt okkur baun.  

Stefán (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband