Slakaðu aðeins á Steingrímur.

Hvernig væri að bíða rólegur nokkra daga Steingrímur, í stað þess að liggja stöðugt á bjöllunni  í Downing street?

Gæti ekki verið að þeir færu að ókyrrast  og könnuðu málið ef alger þögn ríkti á Íslandi í tvær þrjár vikur? Er það góð taktík að liggja vælandi utan í þeim eins og óþekkur krakki sníkjandi aur fyrir nammi?

Gefum sjálfum okkur smá slaka, þjóðin valdi í þjóðaratkvæðagreiðslunni  með skýrum hætti að hún væri tilbúin að taka afleiðingunum af því að boga seint og illa og jafnvel alls ekki eins og sumir hafa túlkað það.

Látum þá engjast.

 
mbl.is Gengur hægt að koma á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þessir ignoramusar ættu að setja sig inn í leikjafræðina.  Það eru leikreglur hinna eftir þeim leika þeir og í hvert skipti, sem þeir beita sinni strategíu fær Steingrímur móðursýkiskast og leikirnir virka í hvert skipti.  Þeir hljóta að vera að ærast úr hlátri þarna úti.

Það er svona að vera með Jarðfræðifallista og forneskjudýrkjanda í stól fjármálaráðherra.  Hann er gersamlega clueless um hvað er í gangi.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 23:09

2 identicon

Steingrímur segir að það standi ekki á sér. Skyldi standa á Jóhönnu. Ég efast !

Annars var fréttatími RUV í kvöld, 14. mars, einhver markverðasti fréttatími þessarar stöðvar fyrr og síðar. Ítrekað kom fram að í núverandi ríkistjórn vantaði alla forystu (leadership). Hingað til hefur þessi stöð ekki haft fyrir því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir stjórnleysi heldur ítrekað sagt okkur áhorfendum frá því hvað parið væri duglegt að vinna fyrir okkur almúgann í landinu, langt fram á kvöld alla daga. Hefur RÚV spurt um árangur af allri þessari vinnu. Nei.  Kannski var hún Jóhanna Vigdís (?) ekki á vakt og ýmislegt slapp því út.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:15

3 identicon

Allar ríkisstjórnir undanfarna áratugi hafa brugðist. Þetta stjórnkerfi er einfaldlega úr sér gengið.

Við þurfum að koma þeim frá öllum og hætta að styðja flokka eins og þeir væru uppáhaldsliðið okkar í fótbolta. Þeir eru vandamálið og ekkert mun lagast fyrr en réttlátara stjórnkerfi kemst á laggirnar.

Þjóðstjórn með það sem fyrsta intökuskilyrðið að hafa enginn tengsl í viðskiptalífið, myndi gera frábæra hluti. Óháð fólk þarf að komast í stjórn. Það mun ALDREI ske með hagsmunaflokkana okkar ömurlegu. Sama hvað þeir heita.

Már (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.