Boðið upp í nýjan dans í Hruna

Sumir segja að kreppur komi á 60 til 70 ára fresti, hvernig sem allt veltist, það taki þann tíma að gleyma þeirri síðustu og sofna á verðinum. 

Aðrar þjóðir, sem hafa uppundir 200 ára reynslu af frjálsu fjármagnskerfi, hafa á þeim tíma nýtt tímann og reynsluna til að sníða kerfinu reglur og ramma til að það  vinni sem best og eðlilegast en hindri um leið misnotkun og svik.

Þegar frjálst fjármagnskerfi var tekið upp hér á landi og innleitt af ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddsonar bregður svo við að Íslenskir fjármálaungar, nýskriðnir úr eggjunum, eru ekki taldir þurfa neinar reglur, frelsið verði að hafa forgang og markaðurinn muni leiðrétta sig sjálfur.

Reynsla og þekking annarra þjóða var með öllu hundsuð og ekki talin nýtast  Íslensku fjármálakerfi, enda vandfundnir aðrir eins snillingar og nýríku nonnarnir Íslensku. Að auki var allt eftirlit í skötulíki og haft sem veikast svo snillingarnir yrðu fyrir sem minnstri truflun við fórnfúsa vinnu sína fyrir þjóðina.

Það góða við hrunið er að við getum af því lært  og nýtt okkur það sem víti til varnaðar. En það sorglega er að  sumir látast ekki sjá eða kannast við sinn þátt hrunsins og eru staðráðnir í að hafa reynslu, þjáningar og þrautir þjóðarinnar að engu, til að þjóna hugmyndafræðinni.

Þjóðin virðist því miður í vaxandi mæli vera fylgjandi þeirri þöggunarstefnu, ef marka má nýlega skoðanakönnun og vera nú þegar tilbúin í næsta hrunadans. 

Verði okkur að góðu!

 
mbl.is Hið sorglega dæmi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það hefur ekkert breyst, og mun ekkert breytast eins og sjá má.

Þráinn Bertelsson misreiknaði sig mikið um daginn þegar hann sagði að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Mér sýnist talan 62% vera nærri lagi.

Hamarinn, 20.3.2010 kl. 13:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þráinn getur verið mistækur satt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allavega 20%

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að eitt alvarlegasta málið í þessu öllu er, hversu fús þjóðin er til meðvirkni

Finnur Bárðarson, 20.3.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Viljinn til meðvirkni er mun fyrr á ferðinni en ég hafði ætlað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 14:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Einn af reglulegum gestum á minni síðu segir alltaf að Íslendingar séu hyski og druslur! Ég veit um nokkra slíka.

Björn Birgisson, 20.3.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Og ekki batnar það :http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/20/bendir_a_soknarfaeri_islendinga/

Kristján Hilmarsson, 20.3.2010 kl. 15:27

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo altækur er brotaviljinn og drullusokkseðlið svo inngróið þessum kvikindum að þeir fóru dagfari og náttfari við að stofna "fyrirtæki" undir nýjum kennitölum til þess eins að stela peningum út úr eigin fyrirtækjum sem komin voru á fallanda fót.

Við erum að heyra fréttir af þessum þokkalýð dag eftir dag þar sem þessi "viðskipti" eru skýrð út fyrir þjóðinni eins og um einhver sérstök gleðitíðindi sé að ræða.

Árni Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 18:05

9 Smámynd: Brattur

Við virðumst EKKERT ætla að læra... við erum að færa sama liðinu aftur fyrirtækin, peningana og völdin...

Af hverju eru ekki sett lög sem banna þeim sem klúðruðu málum að eiga fyrirtæki á Íslandi í náinni framtíð ?

Brattur, 20.3.2010 kl. 19:06

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Brattur, það eru einhver ákvæði um að þeir sem fá fangelsisdóm,  s.b. Jón Ásgeir, mega ekki sitja í stjórnum félaga í einhvern tíma. Það held ég að sé einu takmörkin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 19:51

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni, þessum mönnum virðist ekkert hafa verið heilagt, nema þeirra persónulegi hagnaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 19:52

12 Smámynd: Brattur

En ætti ekki líka að banna þeim fá afskrifaðar skuldir í milljörðum að reka fyrirtæki í einhver X ár ? Það finnst mér réttlæti.

Brattur, 20.3.2010 kl. 20:09

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegra en ákvæðið með fangelsisdóminn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 23:16

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað eiga þeir sem hafa sett landið á hliðina ekki að fá að reka fyrirtæki né eiga nokkrar eignir hérlendis eða erlendis sem hægt er að rekja til þjófnaðar úr kerfinu!

Sigurður Haraldsson, 21.3.2010 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband