Kjarabarátta eða sjálftökutilraun?

Lagasetning á verkföll er og verður alltaf afleit lausn á kjaradeilum og ætti ekki að beita nema í algerum neyðartilfellum.

En er þetta kjaradeila? Framganga flugvirkja er gersamlega á skjön við allt í þjóðfélaginu og líkist meira „2007“ sjálftökuhugsunarhætti, en kjarabaráttu í hefðbundnum skilningi.

Í hádegis fréttum RUV sagði  Kristján Kristjánsson formaður samninganefndar flugvirkja  að flugvirkjar væru ekki í ASÍ og því ekki aðilar að "þjóðarsáttinni" og standa í þessu einir. Ef ríkisstjórnin setur lög, segir Kristján, þá brjóti hún þjóðarsáttina og flugvirkjar þá ekki bundnir af henni.

Vá, flugvirkjar verða sem sagt  stikk frí frá þjóðarsátt í öðru veldi. Það munar um minna.

Tilboð um 11% kauphækkun, flugvirkjum til handa, er á borðinu á sama tíma og aðrir verða að taka á sig skerðingar, en flugvirkjar höfnuðu tilboðinu, vilja helmingi meira. Þeir ætla sér ekki að deila  kjörum með þjóðinni.

Með svona viðhorfi hafa flugvirkjar glatað allri samúð, hvað sem öllu öðru líður.

 
mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Og ekki þora þeir að birta launataxta sína líkt og flest stéttarfélög gera. Þeir segja allar tölur sem birst hafa um laun þeirra rangar, en þora ekki að koma með gögnin sem eiga að sanna þeirra mál, enda geta þeir það ekki.

Flugstéttirnar hafa engan áhuga á að taka þátt í uppbyggingu okkar þjóðfélags, ætla að sitja hjá og láta örðum eftir að gera það.

Ein spurning.

Ef þeir eru ekki aðilar að þjóðarsáttinni, hvernig getur það þá verið brot á henni að setja lög á aðila sem ekki tilheyra henni?

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 13:47

2 identicon

Iselandair ættu að flytja starfsemina sem fyrst

forvitinn (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gallinn við þetta, laun þeirra virðast vera leyndarmál. Við þessar aðstæður sem uppi eru væri full samúð með fólki á lágmarkstexta að fara fram á 15% hækkun, (var upphaflega 25% hjá flugv.) en það er engin samúð með milljón króna manninum með þessar kröfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 13:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flytja hana hvert, forvitinn? Kæmu flugvirkjar þá ekki með óraunhæfar kröfur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 13:52

5 identicon

Finnst þér skrýtið að flugvirkjar vilji ekki vera aðilar að ASÍ.

Hafa forkólfar ASÍ verið að standa sig eitthvað sérstaklega vel ?

verkalýðsfélagi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:54

6 identicon

hvað er inn í þessum 11% launahækkunum, að flugv þurfa að vinna frá 8-1800 á dagvinnutaxta og missa einn kaffitíma og 5 mín séu teknar af öðrum kaffitíma það var það sem þeim hefur verið boðið að ég hef heyrt, er ekki bara gott ef að báðir aðilar komi fram og sýni hvað er nákvæmlega undr þessari 11 prósenta launahækkun því af minni reynslu gefa stórfyrirtæki ekki neitt, þeir fá alltaf mikið í sinn poka í staðinn

... (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verkalýðsfélagi, ég er ekki hrifinn af þeim mönnum sem nú fara fyrir ASÍ og hef ekki farið leynt með þá skoðun mína á þessari síðu.

Flugvirkjar geta kosið að vera ekki í ASÍ, en þeir geta ekki sagt sig úr þjóðinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:02

8 identicon

Hvernig væri að hætta þessum nornaveiðum og styðja hvort annað í réttmætri baráttu,,við eigum sem sé öll að sitja við sama borð í eymd og volæði,,taka á okkur launaskerðingu, skerðingu á vinnuhlutfalli ,sitja bara og brosa og ef einhv. vogar sér að biðja um launahækkun þá .....

XXX (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:04

9 Smámynd: Hamarinn

Það er nefnilega það sem við erum að biðja um. Allt upp á borðið, en flugstéttirnar þora ekki að birta samningana eins og önnur stéttarfélög gera.

Svo einfalt er málið.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 14:04

10 Smámynd: Hamarinn

Flugstéttirnar ætla ekkert að leggja af mörkum til uppbyggingar á þessu þjóðfélagi, ætla öðrum að gera það fyrir sig.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 14:06

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"...", það er ómögulegt að segja hvað er inn í hverju í þessu máli, því með allt er að kjörum flugvirkja lítur er farið eins og um mannsmorð sé að ræða. Hvers vegna? Ef kjör þeirra eru almennt slæm af hverju þola þau ekki umræðu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:07

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ágætur gestur sagði á minni síðu: 

"Verkfallsréttur okkar er allt að heilagur og fékkst fyrir miklar fórnir foreldra okkar (forfeðra) og baráttu þeirra, að leyfa ríki og stórfyrirtækjum að strika hann út vegna aðstæðna væri mikill sorgarleikur." (EÁ)

Þetta er svo sem ágætlega orðað hjá honum.

Ein spurning á móti frá mér: Hvað skyldu þessir forfeður okkar segja, aðspurðir um samburð á verkföllum þess tíma og þessu verkfallastandi sem nú er að hneyksla þjóðina upp úr skónum?

Björn Birgisson, 22.3.2010 kl. 14:10

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

XXX, þar hittir þú naglann lóðbeint á höfuðið, allir eiga að standa saman. En þegar ekkert er til skiptanna, þá er það ekki vilji til samstöðu að krefjast einhvers fyrir sig, langt umfram aðra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:10

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hamarinn; einmitt málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:11

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, þeir  eru örugglega búnir að velta sér nokkra hringi. Ég þarf ekki að taka fram að ég er andvígur lögum á kjaradeilur, en ég er farinn, eins og ég nefni í færslunni, að efast um að þetta sé kjaradeila.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:14

16 Smámynd: corvus corax

Flugmenn, flugumferðarstjórar, flugvirkjar og flugfreyjur hafa komist upp með það hingað til að halda samgöngum til og frá landinu í gíslingu til að fá enn meiri hækkun á hátekjurnar sínar, enda hafa þessar stéttir margfalt hærri laun en hinn almenni launaþræll í landinum. Ekki vorkenni ég þeim.

corvus corax, 22.3.2010 kl. 14:16

17 identicon

Sammála Axel

Er mótfallinn lagasetningu en horfi á þetta sem neyðartilfelli.  Aðrar stéttir hafa tekið á sig kjaraskerðingu og þessir flugvirkjar hafa misst alla samúð í samfélaginu með frekju og yfirgangi á þessum síðustu og verstu.

Baldur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:23

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

corvus corax, við Íslendingar ættum , í ljósi sögunnar, að vita manna best hvaða afleiðingar óraunhæfar kauphækkanir hafa, ef engin innistæða er fyrir þeim.

Þær kostuðu víxlverkan kaupgjalds og verðlags, óðaverðbólgu með öðrum orðum. Kauphækkunin var farin áður en hún komst í launaumslögin.

Viljum við endurtaka þann leik? Aukin verðbólga og hærri vextir hafa ekki beinlínis verið á óskalista þjóðarinnar undanfarna mánuði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:28

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Baldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:29

20 identicon

Hjartanlega sammála, þessar stéttir misnota aðstöðu sína og ætla að kúga út launahækkanir sér til handa á meðan aðrir mega taka á sig launalækkun eða jafnvel missa vinnuna! Ég hef ekki nokkra einustu samúð með flugvirkjum í sinni launabaráttu og hef rótgróna skömm á aðgerðum þeirra sem geta haft gífurleg fjárútlát í för með sér fyrir almenna flugfarþega!

Guðrún (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:34

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðrún, það getur enginn haft samúð með mönnum sem finnst tilboð um 11% hækkun launa við þessar aðstæður ekki viðunandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:40

22 identicon

hvernig væri nú að alvitrir moðhausar færu nú að spekulera í t.d. launum skilanefnda bankanna, launum ráðherranna(heildarlaunum)og launum forsetaviðrinisins. Trúlega kæmi eitthvað besservisseralegt út úr því.

COME ON !!!! út með snilldina !!!

justink (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:55

23 Smámynd: Hamarinn

Laun forseta , þingmanna og ráðherra eru ákveðin af kjaranefnd.Það er vitað hver þau eru.

Með skilanefndirnar höfum við ekkert að segja, er ekki þrotabúið sem borgar það?

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 15:02

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó þú rabbir við sjálfa sig er alveg óþarfi að birta það hér, justink

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 15:04

25 identicon

"Hér eru settar fram hugsanir síðu höfundar, misvel ígrundaðar eins og gengur. "

Timberland (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 15:57

26 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef þessi millilandaflugfélög gætu auðveldlega "flaggað" út þá hefði það verið gert ekki síðar en í gær

fyrir löngu er búið að úthýsa farmannastéttinni - eða finnst ykkur vera munur hér á ?

Jón Snæbjörnsson, 22.3.2010 kl. 15:58

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt er það Timberland, en ég þori þó að gera það undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 16:19

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki nefna þá hörmungar sögu alla, Jón 

"Stolt siglir fleygið okkar" skráð í St. John's á Nýfundnalandi

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 16:25

29 Smámynd: Hamarinn

Ég sendi beiðni á FVFÍ um að fá afrit af samningum og launatöxtum þeirra. Flugstéttirnar hafa haldið því fram að þessar upplýsingar liggi fyrir og við getum skoðað þær.Þetta er RANGT. Svarið við beiðni minni var að þetta væri TRÚNAÐARMÁL milli viðsemjenda og félagsmanna. Þar með er sú staðhæfing þeirra skotinn niður um aðgengi okkar að þessum upplýsingum.

Síðan má spyrja. Hvers vegna er þetta trúnaðarmál? Er það ekki vegna þess að þeir hafa svo há laun að það má ekki segja frá.

Meðan ekki koma aðrar upplýsingar um launakjörin, þá tökum við þær tölur sem réttar, sem nefndar hafa verið. Flugstéttunum er í lofa lagið að leiðrétta þær ef þær eru rangar, með birtingu launataxta sinna.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 16:42

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

E.s. ég átti ekki til nema eitt upphrópunarmerki en fékk restina lánaða hjá Jóhanni Elíassyni, sem er blessunarlega vel birgur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 16:52

31 Smámynd: Hamarinn

Nú hafa þeir allir þagnað, enda erum við að ræða trúnaðarmál!!!!!!!!!!!!!!!

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 17:51

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Susssssss!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 17:58

33 identicon

Laun forseta , þingmanna og ráðherra eru ákveðin af kjaranefnd.Það er vitað hver þau eru.

Með skilanefndirnar höfum við ekkert að segja, er ekki þrotabúið sem borgar það?

Afhverju ættirðu að hafa eitthvað með kjör flugstéttanna að segja. Það er ekki eins og að þú borgir launin þeirra frekar en laun annarra sem starfa á samkeppnismarkaði nema að þú eigir viðskipti við viðkomandi fyrirtæki. Þú átt val.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:17

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú vitnar í Hamarinn, Kristinn. Þótt einkafyrirtæki borgi launin þá eru þau á endanum greidd af viðskiptavinum fyrirtækjanna og til "gamans" þá var okkur líka sagt, þegar ofurlaunastefna bankanna og annarra fyrirtækja var gagnrýnd, að bankarnir greiddu launin, rétt en hvert var reikningurinn  sendur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 19:46

35 identicon

Þið ættuð að fylgjast betur með fréttum áður en þið farið í korssfarir. Það var nú bara í fréttum í dag talað við formann samninganefndar flugvirkja og þar kom fram hver laun þeirra eru. Ég vil taka strax fram að þetta er líklega eina iðnlærða stéttin sem vinnur eingöngu eftir taxta og hefur ekki nein tækifæri að fá neina auka bónusa eða semja um sitt tímakaup á neinn hátt. 315 þús krónur eru launin. Axel segist ekki hafa samúð með milljónamanninum þannig að hann hlýtur að hafa fulla samúð með flugvirkjunum. Annað sem ég vil líka benda á. Það er varðandi þessi 11%. Ef þið hafið horft á alþingisumræðurnar í dag þá kom þar fram hvað er fólgið í þeim. Þeir þurfa að taka á sig lengri vinnudag og skerðingu á kaffitímum (sem eru nú þegar af skornum skammti). Þegar allir liðir af vinnubreytingu voru upptaldar þá voru þessi 6% umfram þjóðasáttina hreinlega tekin á kostnað flugvirkjana sjálfra þannig að ég get ekki séð hver gróði þeirra var af þessu. Annað sem Axel er greinilega að misskilja (og var líka tekið skýrt fram á alþingi í dag) er að innkoma Icelandair kemur af erlendum gjaldeyri en er ekki borguð nema að litlu leyti af íslenskum viðskiptavinum.

Ég við gjarnan benda ykkur á að fylgjast betur með og hafa vit á því sem þið eruð að tala um áður en þið búið til sögur og giskið hingað og þangað um staðreyndir. Það lætur ykkur sjálfa líta ófagmannlega og illa upplýsta út.

Skemmtileg tilvitnun sem kemur mér í huga þegar ég les umræðuna sem er hér í gangi ;" Oft er betra að þegja og líta aðeins út fyrir að vera heimskur en að opna munnin og taka af allan vafa." Þeir taka það til sín sem eiga.

Ég vona innilega að ef einhver af ykkur á einhverntíma eftir að upplifa kjarabaráttu að þið hugsið til þess að þið styðjið og skiljið ákvörðum alþingis að afnema rétt til verkfalls. Þið hljótið því að standa gegna alþýðunni í kjarabaráttunni og getið því ekki annað en staðið með fyrirtækinu og verið á móti launahækkunum.

Kær kveðja til ykkar allra.

Arnar.

Arnar (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:49

36 identicon

Hamar ætlar seint að skilja það að laun flugvirkja koma honum ekki við og eru trúnaðarmál að kröfu flugfélasins sem þeir vinna hjá!! Og það er enginn að fara fram á hans samúð!! Bitru smáborgarnir geta haft sína samúð annars staðar.  Axel, til "gamans" þá er ríkisstjórn og þingmenn að beita sömu aðferðum og hitler og stalín notuðu.

Jón Skúli (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:56

37 identicon

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/22/rikisstjorn_samthykkir_lagasetningu/

Hérna getið þið séð laun flugvirkja. Við erum að tala um rétt rúmlega 1800 krónur á tímann. Það teljast nú seint vera einhver stórkostleg laun.

Arnar (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:27

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnar. "315 þúsund eru launin" segir þú. Í hádegisfréttum var sagt að meðallaunin væru 635 þúsund. Ef 315 þúsund er botninn, væntanlega lærlingskaup þá þarf laun upp á 955 þúsund til að fá meðaltalið. Þannig að eitthvað geta menn nurlað ofaná strípaða taxtana.

Úr því þú nefnir það þá vill svo vel til að ég hef haft allnokkra aðkomu að kjaramáum og samningum og m.a. orðið þess aðnjótandi að fá á mig lög í þrígang. Það hefur líka komið fram að ég er andvígur lagasetningum á kjaradeilur.

En að hafa uppi slíkar kröfur eins og ástandið á ekkert skylt við  kjarabaráttu og er meira í ætt við skemmdarverk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 22:37

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Skúli, þú ert allt of hógvær fyrir hönd félaga þinna, þeir Hitler og Stalín létu skjóta andstæðinga sína og drógu ekki af sér. Hér hefur engin verið skotinn - enn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 22:44

40 Smámynd: Hamarinn

Það er talað við formann samninganefndarinnar, og hann segir byrjunarlaun 318000. Gott og vel. Ef þessi laun þeirra eru svona slæm eins og þeir seigja, hvers vegna birta þeir ekki samningana máli sínu til stuðnings.

Hvers vegna er farið með þessa samninga eins og mannsmorð.

Þið getið rekið allt ofan í okkur nöldrarana, með því að birta samningana. En af skiljanlegum ´ástæðum er enginn vilji til þess hjá flugvirkjunum, frekar en hinum flugstéttunum.

Meðan þessi gögn eru ekki birt er óhrakin sú fullyrðing að laun flugvirkja eru 635000 eða hærri.

Þó að formaður samninganefndarinnar nefni eina tölu, án þess að birta gögn máli sínu til stuðninga, þá hrekur hann ekki hina fullyrðinguna.

Það er bara eitt sem getur leyst ágreining okkar, það er að birta launatöfluna.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 23:08

41 identicon

Laun og tekjur er ekki það sama:

Laun = það sem fæst fyrir 173.33 klst. pr. mánuð.

Tekjur = dagvinna, yfirvinna og önnur laun, svo sem bónusar.

 Eins og þið sjáið, er mikill munur á launum og tekjum!

ella (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 23:08

42 identicon

Ef lengri vinnutími og ýmislegt annað er kostnaðarmetið í kjarasamningi þá er ekki hægt að tala um það sem hækkun á launum, jafnvel þó hækkunin sé sögð 11%. Um er að ræða eingöngu þjóðarsáttina og það sem er til viðbótar er hagræðing, m.a. lenging á vinnutíma.

Ekki má gleyma að þegar dollarinn var 65 kr. og tekjur Flugleiða voru litlar þá voru laun lækkuð og m.a. ferðir til og frá Kef teknar út úr vinnutíma ásamt öðru.  Nú í haust var fundur með forsvarsmönnum Flugleiða og þeir sögðu félagið vera í góðum málum, tekjur hefðu aukist, ekki skrýtið þar sem dollarinn er yfir 127 kr.

Þegar aðrar stéttir voru á bullandi launaskriði, þá sátu allavega flugvirkjar eftir. Alltaf hefur verið hótun um að viðhald yrði flutt úr landi ef talað var um launahækkun.

Ekki má gleyma: Rútuferð frá Hlemmi til Keflavíkur tekur ca 60-80 mín. (umferð skiptir máli) hvor leið. Þetta gerir allavega 2 klst. pr. dag í rútu x 21.67 daga = nærri 44 klst. á mánuði. Þetta er rúmlega 1 vinnuvika pr. mánuð - launalaus.

Allavega töluðu forsvarsmenn um velgengni félagsins og góðar framtíðarhorfur á fundinum í haust, sem er frábært. Það er ekki bannað að hlutir gangi vel.

Þrátt fyrir kreppu.

:)

ella (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 23:21

43 Smámynd: Hamarinn

ella

Það búa nú ekki allir í Reykjavík.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 23:24

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vá 60 til 80 mínútur í rútu! Það hýtur að vera svona rúta sem þeir ferðast með ef þetta er tíminn. Ég hélt að svona væri ekki til lengur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 23:46

45 identicon

Hamarinn og Axel. Eruð þið tregir?? Það er búið að birta launatöfluna!! Ég er búin að gefa ykkur linkinn. Axel.. í fréttum er búið að vera að giska á laun flugvirkja og hafa þau farið frá 350þús og uppí tæpa milljón. Linkurinn sem ég setti inná sýnir ykkur hvað launin eru. Skil ekki af hverju þið eruð svona tregir. Formaðurinn nefnir ekki eina tölu heldur upplýsir hann líka hver eru hámarkslaun á efsta skala. Þetta eru upplýsingar frá formanni samninganefndar flugvirkja og það er ekkert verið að fara með neitt eins og mannsmorð. Þetta eru birtar og staðfestar tölur. 635 þús er ein af fjölmörgum tölum sem fjölmiðlar hafa verið að skjóta út í loftið án nokkura staðhæfinga. Skil ekki alveg af hverju þið eruð svona ásettir í nákvæmlega þessa tölu miðað við hvað fjölmiðlar eru búnir að henda mörgum mismunandi tölum út.

Mér leikur forvitni á að vita hvort þið séuð nógu miklir menn til að upplýsa hver ykkar laun séu???

Kveðja.

Arnar (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:02

46 Smámynd: Hamarinn

Hæsta taxta samiðnar getur þú séð á heimasíðu samiðnar, ég vinn eftir þeim samningum,.

Hvar er launataflan sem þú talar um, ég finn hana ekki.

Hvers vegna geta flugstéttir ekki birt launatöflur sínar eins og önnur stéttarfélög?

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 00:29

47 Smámynd: Hamarinn

Arnar

Þessi frétt sem þú vísar í seigir ekki neitt. Það vita flestir hvernig kjarasamningar eru byggðir upp, þess vegna óskum við eftir því að launataflan sé birt.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 00:33

48 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnar ert þú flugvirki?

Já ég get upplýst þig um mín laun. Á síðasta ári voru heildar launin mín með orlofi, yfirvinnu, bónusum, vaktaálagi, óþrifaálagi, fatapeningum, ferðastyrk, verkfæragjaldi, fæðispeningum, dagpeningum, orlofsuppbót og desemberuppbót - heilar 640.000,00kr.

Sem gerir 53.333 kr og 33 aura á mánuði að jafnaði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2010 kl. 00:45

49 identicon

Jæja félagar Hamar og Axel sem vilja að allir gangi í takt. Þá er stöðugleika sáttmálinn farinn út um gluggann(var aldrei merkilegt plagg í mínum augum, innihaldslaus frasi sem hægri grænir og fasistaflokkurinn samfylkingin fundu upp til að heilaþvo lýðinn) Samtök atvinnulífsins ætla engan þátt að taka í uppbyggingunni miklu! Ætla bara vera með frekju og hugsa um eigin hag! Hvað skal gera? Setja lög á þá? Neyða þá til að hætta vera svona vondir?

Axel, þú gleymdir einu í upptalningunni þinni, nefnilega svörtu vinnunni(Hamarinn tiltók heldur ekki svörtu vinnuna sína). Allir vita jú að iðnaðarmenn vinna fyrst og fremst svart, ekkert vera fara með það eins og mannsmorð. Og ekki er það gott fyrir uppbygginguna.....

Jón Skúli (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 01:36

50 Smámynd: Hamarinn

Það hefur ekkert verið að hafa í svörtu vinnunnio síðan allt hrundi, en hvað kemur það verkfalli flugvirkja við.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 01:42

51 Smámynd: Hamarinn

Það er reyndar ekki rétt þetta hjá þér að það sé ekki gott fyrir uppbygginguna að hafa svarta vinnu.

Tekjur af því meiga ekki koma fram, og þess vegna skila þeir peningar sér beint út í veltuna, eru ekki geymdir á bankabókum. Þarna er mikill misskilningur hjá þér.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 01:44

52 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Skúli, þú mátt hafa þína aumkunarverðu skoðun mín vegna. En ef þú hefur rökstuddan grun um svarta vinnu og skattsvik þá ber þér sem heiðvirðum borgara að tilkynna slíkt.

Svona til hægðarauka fyrir þig þá er síminn hjá Skattrannsóknarstjóra Ríkisins 550-8800. En þar sem ég tel að þér hæfi betur að halda þig í holunni undir nafnleysi þá má koma að nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5088.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2010 kl. 01:57

53 identicon

Ég veit ekki hver viðmiðunin er en mér finnast 315 þúsund bara mjög góð mánaðarlaun! Það eru margar stéttir með mun lægri laun en þetta!

Guðrún (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:01

54 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tæki því feginshendi núna, Guðrún

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband