Góðar fréttir eða í bestafalli kyrrstaða?

dvForvitnilegt verður að sjá hverjir eru nýir eigendur DV ásamt Reyni Traustasyni og þá ekki hvað síst hver hann er þessi meinti kjölfestufjárfestir.

Á því veltur það alfarið hvort þetta eru góð tíðindi fyrir fjölmiðlaflóruna eða hvort eignaskiptin séu í bestafalli kyrrstaða.

.

.

.


mbl.is DV fær nýja eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég var að vona að Reynir Traustason ásamt verstu blaðasnápunum yrðu reknir, en það hljómar því miður ekki þannig.

Vendetta, 27.3.2010 kl. 14:25

2 identicon

Það hefur lengi legið í loftinu að DV væri að fara á hausinn, og nú er það sannað að salan hefur hrapað það mikið að ritstjórn þess reynir nú öllum brögðum að bjarga þessum snepli með að ginna nýja fjárfesta til að fjárfesta í honum.  Þar er á ferðinni annað hvort greinilega mjög auðtrúa einsaklingar, eða þá hópar sem hafa það í hyggju að koma höggi á aðra fjölmiðla með róttækum umfjöllunum.

Annars, góð mynd sem fylgir þessari bloggfærslu. Persónuleg myndi ég nú samt ekki nota skeinupappír sem væri þegar "útskitinn", en það er bara mín persónulega skoðun :)

Brynja (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 14:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því hefur verið haldið fram að blöðin dragi dám að eigendum sínum. Að minnstakosti hvað ákveðið blað snertir. Það er of snemmt að fullyrða hvernig blað DV verður að eigendaskiptum loknum og tengja það við fortíð þess.

Það munu víst fleiri blöð vera orðuð við gjaldþrot og það í annað sinn á stuttum tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 15:25

4 Smámynd: Hamarinn

Ég held að kjölfestufjárfestirinn heiti Guðmundur Birgisson.Það kæmi mér ekki á óvart.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Vendetta

Vel orðað, Brynja.

Vendetta, 27.3.2010 kl. 16:40

6 identicon

Takk fyrir mig kæra Vendetta ,

DV er  komið í sölu, og Reynir Trausta er greinilega að kreysta þá örfáu dropa sem til eru í fjármagni sem enginn vill kannast við ... !!!!

Brynja (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 22:26

7 Smámynd: Hamarinn

Hvað með að ritstjórinn hafi eitthvað uppi í erminni á fjárfestinn?

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 22:31

8 identicon

Ó, þú meinar, eitthvað sem tengist kúgun.... !!!!

"ekki ógna mér, því þá birti ég eitthvað sem er þér virkilega óhagstætt..!!

... er þetta ekki stefna DV bæði í fortíð, nútíð og e.t.v. framtíð ef eigendur eru jafn ófyrirleitnir og núverandi eigendur.... !!!!

Brynja (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 23:03

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er að verða dulítið reyfarakennt

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 23:23

10 identicon

DV hefur alltaf og mun sennilega alltaf vera reyfarakennt, því miður.  Þetta blað er haldið uppi af sögum um  ófarir annarra og ýktum og tilbúnum sögum um samtíðarmenn okkar, því miður.....

Brynja (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 03:41

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á meðan ekki er vitað hverjir eru nýju eigendurnir, er ómögulegt að slá neinu föstu um framtíðarefnistök blaðsins.

Hefur Mogginn ekki upp á síðkastið í æ meira mæli leyst DV af hólmi í rógi og slúðri, þá aðalega um pólitíska andstæðinga ritstjórans syndlausa?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband