Friðrik J. Arngrímsson stýrimaður, stýrir ekki stjórnarráðinu.

Viðbrögð LÍÚ við skötuselslögunum voru sannast sagna  ofsafengin og yfirlýsingar þeirra og SA, geðveikislegar á köflum.  M.a. fullyrtu þeir að auknar veiðar á skötusel myndu rústa því góða orði sem af Íslendingum færi erlendis fyrir góða stjórn fiskveiða.

Ekkert minna!

Útgerðin færi auðvitað lóðbeint á hausinn í kjölfarið, og tæki þjóðarbúið með sér því afskrifa þyrfti í framhaldinu risavaxnar skuldir útgerðarinnar. En til að bjarga útgerðinni við óbreytt kerfi þyrfti aðeins að afskrifa 100 milljarða!

Það er því augljóst að LÍÚ, sem þekkt er fyrir að vera sjálfum sér samkvæmt,  mun því alfarið leggjast gegn öllum hugmyndum um auknar aflaheimildir til að skaða ekki frekar okkar góðu ímynd erlendis.

LÍÚ hefur fram að þessu fullyrt að útgerðin gæti fullkomlega staðið undir skuldum, sem urðu til merkilegt nokkuð, þrátt fyrir alla hagræðinguna og meintan ávinning  af kvótakerfinu.

En LÍÚ laug þá og er ástæða til að trúa því að aðeins þurfi að afskrifa 100 milljarða svo þeir geti haldið áfram hrunadansinum og sankað að sér milljörðum á kostnað almennings?

Eins og Jóhanna orðaði það þá er LÍÚ, rétt eins og skötuselurinn, ekkert nema kjafturinn.

  
mbl.is Athugað hvort hægt er að auka aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi klúbbur er einhver sá ógeðfelldasti og er þó af nógu að taka. Tveir flokkar leggja allt undir til að styðja við bakið á þessu fyrirbrigði. En þegar fram líður trúi ég því að það geti orðið þeim dýrkeypt.

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverju orði sannara, Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.