Dýrustu hafnarframkvæmdarmistök Íslandssögunnar?

Orð skipstjórans á Perlunni um að sandurinn sé á mikilli ferð vegna strauma benda til að stöðugt þurfi að vinna við dýpkun til að halda höfninni opinni.

Erfiðasta verkefnið sem Perlan hefur farið í segir skipstjórinn. Svo mikil hreyfing er í höfninni að skipið getur vart athafnað sig!!

Hvernig gengur mun stærra skipi, Herjólfi að athafna sig þarna í misjöfnu veðri?

landeyjahöfnLíklegt er að Markarfljót muni af eljusemi gera sitt besta til að fylla höfnina með framburði sínum. Sandurinn berst með straumum og hafróti og stoppar þá helst í „skjólinu“  inn í höfninni og situr þar eftir.

Hvernig verður ástandið þarna eftir næsta Kötlugos? Ekki er ólíklegt að sandur berist vestur með ströndinni í miklum mæli.

Mun hin nýja og glæsta  ferjuhöfn verða á þurru?

 


mbl.is Erfitt verk fyrir höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að það sé tilgangslaust að skeina barnið ef það skítur alltaf aftur?

Jón (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Ég óska Björgun hf til hamingju. Fyrirtækið er hér með búið að fá verkefni sem aldrei líkur. Nú sem fyrr lendir kjánagangur vanhæfra stjeórnmálamanna bara á þjóðinni. Ég, þú og Jón og Gunna geta bara borgað þessa vitleysu. Hvað munar okkur um nokkra miljarða í viðbót

Tómas H Sveinsson, 3.4.2010 kl. 15:05

3 identicon

Það var búið að spá þessu fyrir löngu síðar, eða þegar menn fóru fyrst að orða þetta ferjulægi. Hinsvegar vissi ég ekki að Herjólfur ætti að sigla þarna inn, hélt að það ætti að fá nýja ferju sem væri bæði minni og betur hönnuð í þetta, enda var planið að sigla eina ferð á klukkutíma síðast þegar ég vissi.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, ????

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björgun sér fram á gósentíð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 15:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er löngu hætt við að skipta um ferju Heimir, vega niðurskurðar. Herjólfur á að duga enn um hríð. Hann verður t.d. að vera með takmarkaðar olíubyrgðir og fl. vegna djúpristu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 15:24

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 15:39

8 Smámynd: Jón Páll Ásgeirsson

Takmarkaðar olíubyrðir og sennilega minni sjór í ballesttönkum, en það þarf að minka djúpristuna á Herjólfi.  Það vita allir sem hafa verið til sjós að þegar olíubyrðir minnka þarf meiri sjó í ballesttanka til að halda stöðuleikanum góðum.  Hann verður góður þegar búið verður að taka uggana inn og hann fer þvert á ölduna á innleiðinni, ekki traustvekjandi.

Jón Páll Ásgeirsson, 3.4.2010 kl. 16:19

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framkvæma fyrst og hugsa svo

Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 17:03

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er fróðleg lesning fyrir mig, landkrabbann

Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 17:44

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það var margvarað við - en - fræðingarnir - eru á öðru máli.

Frábær framkvæmd - allt betra en að nýta höfnina í Þprlákshöfn.

Ekkert nýtt undir sólinni - ekki hlusta á heimamenn - bara skoða teoríuna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.4.2010 kl. 18:25

12 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Man einhver eftir úttektinni sem var gerð uppúr 1960 um svokallaða Suðurlandhöfn? Niðurstaða þeirrar rannsóknar var einfaldlega sú að ekki væri verjandi að byggja höfn þarna. Þess vegna var farið í að byggja upp höfnina í Þorlákshöfn. Það sem mér er minnisstæðast úr þessari athugun, var hin svokallaða "teoretiska alda" sem við ákveðnar aðstæður (hinar verstu hugsanlegu) gæti orðið rúmlega 17 metra há. Sjáiði ekki fyrir ykkur ef slík alda myndaðist, hvernig ástandið yrði á suðurströndinni. Munið ennfremur "If something can go wrong, it will"

Tómas H Sveinsson, 3.4.2010 kl. 18:50

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi gengur þetta upp. En fyrir mér er þetta áhættufjárfesting.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband