Pétur "mikli" og Útvarp Saga fá á baukinn

Afskaplega var hann Pétur Gunnlaugsson hjá Útvarpi Sögu hlægilegur þegar hann varð sér til skammar á kynningarfundi rannsóknarnefndarinnar, þegar hann í fyrirspurnartíma upphóf fyrirlestur og reyndi að gera störf Kristínar Ástgeirsdóttur fyrir nefndina tortryggileg.

Meint sök hennar átti að vera tengsl hennar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og að hún hefði verið kandídat Ingibjargar í Öryggisráðið. Þegar Kristín svaraði kom í ljós að Pétur blessaður ruglaði saman konum og það sem átti að vera pólitísk bomba varð honum sneypa og skömm.

Aldrei hefur jafn illa undirbúinn fréttamaður reynt jafn mikið að slá pólitískar keilur og verið rassskelltur jafn skemmtilega. Þetta er maðurinn sem lætur gamminn geysa á Útvarpi Sögu, þar sem hann sparar ekki yfirlýsingar og dóma yfir fólki ásamt Arnþrúði Karlsdóttur dramadrottningu.

    
mbl.is Stund sannleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var jákvætt í öllum grámanum eftir yfirferð skýrslunnar að fá þennan trúð til að blotta sig.. það var þá hægt að brosa yfir einhverju..

hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta bjargaði deginum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maður hefði nú fengið slæman móral af minna tilefni

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætlaði að hlusta á Sögu til að heyra hvernig Pétur lýsti þessari Bjarmalandsför sinni, en gleymdi því, var eins og Jón Valur upptekinn við annað.

Heyrði einhver hvernig Pétur klóraði yfir þetta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:12

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei..En láttu mig endilega vita ef þú heyrir af því Axel..þetta er óborganlegt.hehe

hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 15:13

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi skipta um nafn og flytja til Kolbeinseyjar í hans sporum. Breyta röddinni og þykjast vera einhver annar en ég væri, það sem eftir er. Hann hefði rétt eins geta hengt sig þarna í beinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 15:18

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð ábending Jón Ragnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Steinar, að sjálfsögðu, afsakið

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er sýn Jóns Vals Jenssonar á "innkomu Péturs"!!  Magnað!

Við bæta því hér við, að Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur Útvarps Sögu og þáttagerðamaður þar, átti áberandi flotta innkomu á blaðamannafundi nefndarinnar fyrir hádegið, þar sem hann bent á, hve fáránlegt það hafi verið að velja Kristínu Ástþórsdóttur, gamla Kvennalistakonu og náinn samherja Ingibjargar Sólrúnar, í rannsóknarnefnd Alþingis – og hann spurði á ágengan hátt, hvort hún hafi ekki vegna þeirra tengsla sinna verið vanhæf til setu í nefndinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:59

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað Jón Val og hans þankagang varðar er eftir þetta aðeins að segja: I rest my case..

hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 16:03

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bæti hér inn tengingu á JVJ

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 16:04

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er dæmigert fyrir málflutning JVJ, segir bara hálfan sannleikann og snýr restinni á haus.

Innlegg Péturs hefði vissulega verið áhugavert hefði ekki verið ljóst, eftir svör Kristínar, að það var rakinn þvættingur og bull.

En auðvitað lætur JVJ það ósagt,  í hans anda, amen.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 16:09

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sófabyltingarmaðurinn Jón Valur ætti að ganga með bleyju. Hann er kominn með kleprana alveg upp í hnakkagróp eftir ítrekaðar málefnaskitur og er fullkomlega glaður með sig í sinni sápukúluveröld. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 16:19

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru kannski einhverjir af þeim tveim eða þrem, sem ekki eru bannaðir á bloggi hans, til í að láta hann vita.  Það eru talsverð ónot af þessu fyrir alla aðra, þótt hann sé algerlega á toppi veraldarinnar að eigin mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 16:26

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg Jón Steinar, að það sé ókleyfur hamar fyrir venjulega menn að ná Jóni Val niður á jörðina úr sínum 7. himni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 16:49

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er ekki mark takandi á manni sem er sannfærður um að hann troði rökfræðilegt "slam dunk" með því að vitna í biblíuna.

En það er ekki þar með sagt að það sé ekki ágætis sápuópera að leyfa honum að lifa í þeirri lygi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.4.2010 kl. 17:09

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það getur enginn mannlegur máttur tekið þá froðu frá honum, vonandi drukknar hann ekki í henni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 17:24

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn bloggar JVJ um málið og heldur fram fyrra bulli. Hann hefur að engu orð Kristínar um að skilið hafi með henni og Ingibjörgu eftir uppgjör í Kvennalistanum. Það hentar ekki sjúkum hugsunarhætti hans.

JVJ hundsar líka útskýringar rannsóknarnefndarinnar hvers vegna Ingibjörg var ekki í hópi þeirra sem brugðust skyldum sínum. Það væri annarra að dæma hennar hlut.

Hver er munurinn á því Jón Valur Jensson að hafa að engu það sem sannara reynist og ljúga beint? Hvað segir Drottinn um það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 18:39

19 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jonni Valli hefur sannað það margoft, að þótt hann segist fylgja "sannleikanum", þá fylgir hann þó aðeins sínum eigin. Enda vitnar hann í sjálfan sig, og eigin greinar, þegar uppá daginn kemur að færa rök og sannanir fyrir máli sínu. Og ef það bregst, þá vitnar hann í vatikanið.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.4.2010 kl. 19:22

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Línu sannleikans dregur JVJ svo þétt við eigið rassgat að hárin verða að bugta sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 19:27

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar þetta er ritað eru undirtektir við skrif JVJ engin. Sem er undarlegt því vart hefur hann mátt pennanum sleppa áður en náhirðin stekkur á vagninn hrópandi hallelúja hósianna eða hvernig sem það heróp nú er.

JVJ1      JVJ2

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 19:54

22 Smámynd: Kama Sutra

Tek undir með pistlahöfundi - ég hef sjaldan séð fullorðinn karlmann gera jafn rækilega í buxurnar og Pétur þessi Gunnlaugsson gerði í dag.

Ætli hann eigi nógu marga hauspoka til að ganga með næsta árið?

Ég vil endilega að RÚV endursýni þennan bút af fundinum, aftur og aftur og aftur - og svo aftur...

Jeminn einasti...

Kama Sutra, 13.4.2010 kl. 03:20

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var yndislegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2010 kl. 16:20

24 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pétur á sína góðu spretti þrátt fyrir þessi mistök. Hann má ekki hlusta bara á Arnþrúði. Svo er hann líka Framsóknarmaður og því vorkunn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.4.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband