Gekk Ingibjörg Sólrún erinda Davíðs?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður að axla þá pólitísku ábyrgð að hafa haldið bankamálaráðherranum Björgvini G. Sigurðssyni utan við gang mála, það er ekki spurning.

En furðu vekur að hún skuli, að því er virðist, hafa gert það að kröfu Davíðs Oddsonar, sem treysti ekki ráðherranum.

Fyrir það er skömm hennar enn meiri en ella.


mbl.is Átti að upplýsa Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins og Jón Baldvin segir, "sleppur út af tæknilegu atriði"

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 17:14

2 identicon

I.S.G.  Er sennilega meðþeim óheðarlegustu stjórnmálamönnum allra tíma:hver man ekki þessi fleygur orð "Þið eruð ekki þjóðin."

j.a (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 17:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kann að vera rétt Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 17:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

j.a., ekki hef ég neinar forsendur til að fullyrða að þetta allsherjar klúður stjórnmálamanna sé til komið vegna óheiðarleika þeirra eða einbeitts brotavilja og held að þú hafir þær ekki heldur.

Mönnum getur orðið á þótt ekki hafi það verið beinn ásetningur, en það tekur ekki frá þeim ábyrgðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 17:30

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ekki myndi ég gerast svo brött að segja að ISG sé með þeim óheiðarlegustu stjórnmálamönnum allra tíma, enda bendir nýútkomin skýrsla, svart á hvítu meira að segja, um marga óheiðarlegri.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.4.2010 kl. 19:24

6 identicon

Davíð talaði um þetta á landsfundinum í fyrra

http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

Skrunið mínútu 21:00 og horfið til 24:00.

Axel (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.