Er þetta allt og sumt?

Er málinu þá lokið, Birkir Jón, hvað Framsóknarflokkinn varðar? Búið að gera upp fortíðina og flokkurinn klár í næsta leðjuslag?

Það verður aldeilis munur Birkir Jón, að koma út af þinginu eins og ný hreinsaður kaþólikki eftir skriftir og syndaaflausn,  horfa  í augu kjósenda sem margir hverjir hafa misst allar sínar eigur og rúmlega það fyrir gjörðir Framsóknar.

Mikið andskoti hlýtur þér að líða vel eftir þessa hundahreinsun.

 
mbl.is Viðurkenndi ábyrgð Framsóknarflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svabbi

Rétt er það hjá þér.

Eftir að hafa gefið bankana (ekki voru þeir borgaðir) og síðan afnumið allar reglur sem gátu komið í veg fyrir að bankarnir yrðu misnotaðir,voru þeir rændir. Allt í boði Framsóknar.

Síðan fengu þeir lánaðar (eða gefnar) hundruðir milljóna sbr. Jóninu Bjarmarz, Árna Magg og Björn Inga Hrafns

Svabbi, 14.4.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Eina gilda afsökunin felst í því að flokksmeðlimir leggi þetta afdankaða klíkuapparat niður.

hilmar jónsson, 14.4.2010 kl. 16:16

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hilmar það er svona álíka trúlegt og að Mafían í Palermo myndi leggja sig niður

Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er þó verið að vinna hörðum höndum við það að reyna að uppræta hana þar Finnur.

hilmar jónsson, 14.4.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann sagði líka Hrókurinn sá, að innviðir þjóðfélagsins hefðu brugðist og allir þyrftu að líta í eigin barm. Já allir!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir eru okkur fremri í þeim efnum Hilmar

Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 18:39

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er ekki flókið hjá blúndunni ætti að fá verðlaun fyrir fumleikann - getur maður þá ekki hætt  að rífa kjaft hér fyrst hann lofar þessu - pitstop

Jón Snæbjörnsson, 14.4.2010 kl. 21:09

8 Smámynd: Hamarinn

Ég held að krakkaskíturinn frá Siglufirði ætti að fara heim og snýta sér.

Hamarinn, 14.4.2010 kl. 21:18

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vill einhver upplýsa til hvers við þurfum Framsóknarflokkinn?

Já, og Sjálfstæðisflokkinn?

Af hverju er þessi Samfylking með fulltrúa inni á Alþingi; er það til að forða þjóðinni frá eigin fullveldi?

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.