Fullkomnu flugöryggi verður aðeins náð með því að leggja flug alfarið af.

Ekki er óeðlilegt að ætla að full mikillar varúðar hafi verið gætt varðandi flug undanfarna daga og öryggissvæðið haft of víðáttumikið og menn hafi frekar látið stjórnast af hræðslu við hið óþekkta en raunsæi.

Þegar tæknin gerir okkur kleyft að fylgjast með nánast hverjum fermetra á Jörðinni úr gervihnöttum á rauntíma, auk fullkominnar vitneskju um vinstyrk og stefnu um alla Jörð, mætti ætla að hægt væri að þrengja öryggissvæðið verulega að ósekju, án þess að raska flugöryggi nokkuð.

    
mbl.is Þrýst á að flugbanninu verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Best að fara varlega segi ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Málið er að þeir sem eiga flugfélögin eru ekki að fara að fljúga sjálfir þannig er að þeir eru ekki að lenda í lífsháska ef eitthvað fer illa. Ef verða flugslys þá fá eigendurnir greitt frá tryggingunum. Ef peningar eru í spilinu þá er gróði alltaf settur framar öryggi.

Það er alls ekki ólíklegt að ef þeir fara að fljúga þá verði fjölmörg flugslys.

Tómas Waagfjörð, 19.4.2010 kl. 06:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin. Auðvitað er nauðsynlegt að viðhafa nægjanlegt öryggi, en mönnum greinir á hvar eigi að draga línuna.

Giovanni Bisigani, framkvæmdastjóri IATA segir, að Evrópuríki noti enn kerfi sem byggt væri á líkönum og spám í stað þess að taka ákvörðun sem byggðist á staðreyndum og áhættumati. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband