Spilling og valdníðsla staðfest

Þá er það staðfest af dómstól að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara var valdníðsla og spilling.

Því miður virðast svona vinnubrögð frekar hafa verið regla en undantekning og sýnir glöggt hve brenglaður hugsunarháttur í íslenskri pólitík hefur verið - og er!

Flokkshagsmunir, hagsmunir vina og ættingja eru teknir langt framyfir hagsmuni þjóðarinnar og Ríkisins.

Hvað spillingu og svínarí viðkemur virðist enginn flokkur öðrum skárri.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hefur Þorsteinn ekki staðið sig vel í embætti.? Öll vinstri elítan hefði örugglega látið vit ef svo hefði ekki verið.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Nostradamus

Bíddu Ragnar, hvar er sett útá störf Þorsteins hérna í færslunni?? Það sem er kjarni þessa máls er ekki hvort hann vinni vinnuna sína vel eða ekki, heldur hitt að hann fékk vinnu sem hann átti alls ekki að fá... Auðvitað reyna aðdáendur DO að snúa þessu uppí eitthvað annað enda fátt eftir fyrir DO og aðdáendaklúbb hans en útúrsnúningar, hroki og yfirlæti. Vissulega aðferðir sem þeim eru tamar og hafa reynst vel í gegnum árin en orðið of seint fyrir þær. Sagan mun dæma DO og hið vanhæfa og spillta hyski sem hann stýrði eins og þeir eiga skilið...

Nostradamus, 23.4.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Valdníðslan er Sjálfstæðisflokksins og ráðherra... Þorsteinn er bara sonur föður síns og vera ekki hæfastur og það er ekki glæpur

Jón Ingi Cæsarsson, 23.4.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mjög svo ámælisvert framferði hjá Árna - ferlegt ansk helv

jæja ég stend þetta af mér sem einstaklingur í röðum Sjálfstæðismanna

Jón Snæbjörnsson, 23.4.2010 kl. 14:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Gömul og ný saga spillingarflokksins.

hilmar jónsson, 23.4.2010 kl. 15:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ragnar, málið snýst um hvernig staðið var að ráðningu Þorsteins, ekki starfsframa hans. Eflaust stendur hann sig ágætlega, en varla var hann ráðin út á það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2010 kl. 16:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nostradamus það er engu við þetta að bæta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2010 kl. 16:51

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Ingi, menn eiga auðvitað ekki að gjalda þess hverja manna þeir eru en þeir eiga þá ekki heldur að njóta þess, sem Þorsteinn gerði tvímælalaust í þessu tilfelli í ljósi hafnismats umsækjenda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2010 kl. 16:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það fer ekki á milli mála Jón að Árni kemur úthverfur frá þessu máli, en svona vinnubrögð hafa ekki verið bundin við Sjálfstæðisflokkinn einan, fjarri því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2010 kl. 16:58

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, vonandi ná menn áttum og sjá ljósið og kappkosta að hrista af sér spillingarorðið. Það þurfa fleiri að fara í hreingerningar en Íhaldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2010 kl. 17:00

11 identicon

Þorsteinn er ekki saklaus í þessu máli. Óverðugur þiggur hann starf sem faðir hans/vinir föður hans útvega honum.

Hann horfir upp á það að með þessu er gengið fram hjá honum miklu hæfari og reyndari mönnum og hann lætur sér vel líka.

Með þessari ráðningu var framkvæmdavaldið að gefa dómsvaldinu fingurinn. Þorsteinn er ekki betur gerður en svo að hann tekur þátt í þessu og sér ekkert athugavert við gjörninginn.

Dómur hérðasdóms er mikill áfellisdómur yfir þeim stjórnarháttum sem hér hafa tíðkast.

Það er fagnaðarefni ef dómsvaldið í landinu ætlar á sama hátt að Sannleiksnefnd Alþingis að taka þátt í því að benda á og uppræta þá miklu spillingu sem hefur ná að skjóta rótum og þjóðin öll er hefur horft ráðþrota upp á síðustu ár.

Margir óttast að of mörg skemmd / spillt epli séu þegar inni í dómskerfinu til þess að dómsvaldið sé þess umkomið að taka á þessari spillingu / mútum / gjöfum / greiðum sem Sannleiksnefndin hefur bent á.

Vonandi að Sannleiksnefndin gefi dómsvaldinu tóninn og við skulum vona að það sé ekki svo komið fyrir Hæstirétti að meirihluti hans sé skipaður siðblindum mönnum.

Ef svo er þá er verkefnið framundan svakalegt.

En það er enn von hér í öskudrunganum.

Bjart ljós skín úr skýrslu Sannleiksnefndarinnar.

Bjart ljós skín úr dómi Hérðasdóms.

fg (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 00:46

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg  fg. Nú reynir á Hæstarétt, hvort hann dæmir spillingunni eða sannleikanum í hag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.