Hvaða, hvaða, hverslags eiginlega er þetta?

Arctic-ice-cave-001Það er ekki fyrr búið að venja heiminn við tilhugsunina um hnattræna hlýnun, bráðnun jökla og heimskautaíssins en öllu er svo frestað um óákveðin tíma og kuldaskeiði spáð.

Hverslags hringlandaháttur er þetta, geta menn ekki ákveðið sig?


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hörðustu áhangendur hnattrænnar hlýnunnar halda því sumsé fram, að mikill kuldi sé hinn póllinn á skaftinu og sé því sönnun á máli þeirra.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.4.2010 kl. 16:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, er þá rigningin ekki sönnun þess að það stytti upp!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 16:56

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já hvernig ætla þeir að haf þetta, ískuldi eða hitabeltisloftsslag ? Mér hugnast betur það síðarnefnda, sko þar sem ég sjálfur er staddur þá stundina

Finnur Bárðarson, 26.4.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur, hvar ertu að sóla þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 17:09

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Enn í kuldaúlpunni

Finnur Bárðarson, 26.4.2010 kl. 17:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 17:18

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Verið á varðbergi vinir góðir, þessir heimsendaspámenn ná alltaf að snúa hvítu í svart og öfugt, en það er víst rétt að sólin er búin að vera í "smápásu" en er nú að lifna við heldur betur, svo sveiflur í hitastigi komum við til að búa við um ókomna tíð:  Already this month, the sun has produced two of the biggest eruptions in years. They occurred on April 13th and April 19th when magnetic filaments became unstable and exploded. Could it happen again today? A prominence on the eastern limb of the sun (photo) resembles the precursors of those two earlier blasts. Readers with solar telescopes are encouraged to monitor developments. þetta er tekið héðan: http://www.spaceweather.com/ í dag.

Góðar Stundir

Kristján Hilmarsson, 26.4.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hafa alltaf verið sveiflur í hitastigi og veðri á Jörðinni. Svona hitaaukning og núna á að vera "sönnun" fyrir hnattrænni hlýnun hefur margsinnis gerst áður þótt maðurinn hafi ekki komið þar nærri.

Hlýnunin er því í bestafalli vísbending en ekki sönnun. Það þyrfti ekki nema hraustlegt Kötlugos til að kuldaskeið fylgdi í kjölfarið í nokkur ár hið minnsta. Eyjafjallagosið og allt það fína ryk sem það sendi upp í gufuhvolfið kann að nægja til að næsti vetur verði harðari á norðurhveli Jarðar en í meðalári.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 17:37

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þessi svokölluðu sönnunargögn sem vísindamenn og heimsendaspámenn styðja sig við eru gögn sem hefur verið safnað frá því að mælingar hófust.

Og satt best að segja er bara alls ekki langt síðan þær hófust.

En álíka sprengingar og þú varst að lýsa Kristján gerðust margsinnis á fimmta og / eða sjötta áratugnum, án nokkurskonar hamfara.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.4.2010 kl. 17:48

10 Smámynd: Vendetta

Það hafa margir bent á að hlýnun jarðar væri ekki af mannavöldum og fært því ýmislegt til sönnunar, en sumir vilja bara ekki hlusta, sérstaklega ekki þeir sem hafa lifibrauð af þessu svindli. Öll þeirra rök, allt frá íshockeykylfu-kúrfunni yfir í áhrif koltvíildis á hlýnun halda ekki vatni.

Ég hef einnig fagnað þessari hlýnun, enda minnist ég nístingsköldu vetranna hér á landi þegar ég var ungur með hryllingi. Að hnötturinn eigi aftur að fara að kólna er mér mikið á móti skapi, en ég fæ ekkert að gert.

Vendetta, 26.4.2010 kl. 18:57

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég myndi allavega ekki flytja til Norður-Evrópu ef mér væri illa við kulda (þ.e. ef sólvirknin heldur áfram þessari lægð), samanber: Kólnun í Norður Evrópu - ekki hnattræn og af loftslag.is - Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu

Höskuldur Búi Jónsson, 26.4.2010 kl. 19:11

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vendetta, það hefur orðið ákveðin múgsefjun varðandi þessa hugmyndafræði, en það er það mikið í húfi að vert er að hafa hana á bak við eyrað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 19:52

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Höski Búi, best að halda sig á Fróni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband