Hvaða dagatal hangir uppi hjá þessu E-ndemis framboði?

Er það aðalkosningamálið hjá þessum borgar E-lítum að taka flugvallar svæðið úr núverandi nýtingu og nýta það sem byggingarland?

Er ekki ofgnótt af ónýttum lóðum, grunnum og hálfbyggðum húsum út um allar koppagrundir í Reykjavík?  Vantar fleiri slíka reyti í borgarlandið?

Þessi E-rkifífl  líta svo á að flugvallarsvæðið  sé eingöngu nýtt fyrir landsbyggðina. Hvert halda kjánarnir að arðurinn af starfseminni á vallarsvæðinu, laun, skattar og gjöld renni?


mbl.is Vatnsmýrin „í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dagatalið er 2010. Það er kreppa. Ef þú nennir að kynna þér málið án svona ofsafenginna yfirlýsinga fengirðu kannski skilning á því hvernig við ætlum að þjóna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er orðið bráðnauðsynlegt í stöðunni núna. Við eigum engra kosta völ en að útvega fjármagn til að brúa mestu kreppuna. Kynntu þér málið á www.reykjavikurframbodid.is

Það hjálpar þér ekkert í málflutningi þínum fyrir fjórflokkinn að búa til uppnefni.  Þau segja meira um þig en okkur.

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vá.

Bitur yfir því að ekki eru allir ykkur sammála, Haukur?

Þær forsendur sem þú færir þínar yfirlýsingar á, segja líka margt um þig. Hrokinn blindar greinilega.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.5.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð nú að segja að þetta er undarleg kynningarsíða Haukur, bæði er krafist aðgangs- og leyniorðs.

Svo er ég ekki talsmaður fjórflokksins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 16:55

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona Axel ekki vera vondur við okkur. En mér finnst orðið nóg um hversu miklu eigi troða ofan í þennan blett. Nóg er að hafa fengið Háskólann í Reykjavík. Sem eyðilagði alla ánægju að rölta um Öskjuhlíðina.

Finnur Bárðarson, 20.5.2010 kl. 17:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Finnur, að skynsamlegri nýting en núverandi nýting verði ekki mál næsta kjörtímabils eða þess þarnæsta.

En það var óþarfi að nota "uppnefni" og biðst ég forláts á því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 17:19

6 identicon

Hver ræður yfir þessum 70 milljörðum til þess að greiða Reykjavíkurborg fyrir þetta land og byggja þar húsnæði sem engin þörf verður fyrir á næstu 20 árum?

Besti flokkurinn er semsagt ekki stærsta djókið í kosningunum.

Bjarki (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 17:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarki, það er í sjálfu sér ekki hægt að kalla eitt framboð grín umfram annað En ef menn kjósa að líta svo á, þá er vanhæfni fjórflokksins að skynja sinn eigin vanda mesta grínið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 17:58

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðann daginn Axel ! ætti ekkert að vera að blanda mér í þetta vegna ónógrar þekkingar, en burtséð frá "uppnefningunni" sem þú nú ert búinn að biðjast afsökunar á, (fyrr má nú vera hársærindin hjá Hauki) þá finnst mér innlegg þitt gott ekki síst "dulda" spurningin í lokin reyndar ekki svo dulin heldur, þessi um laun,skatta og gjöld af flugvellinum og starfseminni þar, Haukur hefði sem trúverðugur frambjóðandi tekið tak í þetta og upplýst þig og okkur sem lesa "strenginn" um hverjar þessar tekjur eru pr. í dag og hvers hann væntir (rökstutt, því 70 milljarðar eru bara draumórar eins og er) af þessari «sölu» á svæðinu.

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 20.5.2010 kl. 18:12

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt ágæta innlegg Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 18:18

10 identicon

Ætli þau séu ekki búin að finna erlendann fjárfesti með fullt af pening sem vill eignast sinn part í miðborgarsvæðinu... Kannski vinur Magma

anna (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 19:53

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir verða að svara því hjá E listanum anna, þeir hafa sagt verðmæti svæðisins 70 milljarða, hvaðan svo það verðmat er komið, því opinberlega er akkúrat engin eftirspurn eftir svo mikið sem þúfu lands.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 19:59

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sé að þið hafið bætt við spurningum og athugasemdum. Gott er það. Ég er ekki mjög móðgunargjarn Axel, hef tekið á móti öllum hugsanlegum ónefnum á mínu bloggi án þess að fella þær niður s.l. þrjú og hálft ár.

Það er engin eftirspurn eftir lóðum núna um það deilum við ekki. Við vonumst samt öll að kreppan vari ekki að eilífu.

70 milljarðarnir eru reiknaðir út frá landrýminu og verði lands miðað við verðlag 2005 sem er svolítið áður en fasteignabólan sprakk út að fullu. Þetta þykja eðlilegar tölur í "eðlilegu" ástandi.

Eignin myndast ekki fyrr en landið er skipulagt sem blönduð miðborgarbyggð. Við það er hægt að skrá þetta sem eign og veðsetja gegn láni frá t.d. lífeyrissjóðum sem þurfa að geyma sitt fé. Það er að sjálfsögðu neikvætt að tala um lán en staðreyndin er sú að ástandið krefst þess að jafna niður sveifluna á krepputímanum sem er eðlileg og sjálfsögð ráðlegging allra alvarlegra þjóðhagfræðinga. Hugmyndin er að taka 7 milljarða á ár til að halda Reykjavík a.m.k. óbreytt gangandi bæði félagslega sem og atvinnulega. Þetta gerir 12% viðbót á ráðstöfunarfé Reykjavíkurborg miðað við árið 2009.

Þar sem eignin kemur upp úr jörðinni getum við fullyrt að ekki þarf að skattleggja borgarbúa síðar. Lánið er síðan endurgreitt með vöxtum (hagur lífeyrissjóðanna) þegar lóðasala hefst hugsanlega og vonandi árið 2013.

Þrátt fyrir þetta verður eftir verulegur afgangur af eigninni, væntanlega 40 milljarðar. Ríkið sem á 1/3 svæðisins fær með sömu reikningsaðferð 35 milljarða fyrir sinn hluta. Byggir t.d. glænýjan og fullbúinn flugvöll á Hólmsheiði fyrir 16 milljarða og notar þá 19 milljarða afganginn í annað þarfara.

Tekjurnar af flugvellinum í Vatnsmýrinni flytjast upp á Hólmsheiði. Ég skil ekki flækjuna með þá spurningu piltar?

Gleymið því heldur ekki að flugvöllurinn var kosinn burtu í atkvæðagreiðslu 2003 og það eru til 136 flottar skipulagstillögur að miðborgarbyggð úr samkeppni þar um.

Öll þessi svör hefðuð þig getað lesið út úr vefnum okkar hefðuð þið borið ykkur eftir því.

Þið megið kalla okkur skrýtin en við höfum svo sterka skoðun á þessu að framboðið okkar byggir á þessum hugmyndum. Meðal hugmyndafræðinga okkar eru verkfræðingar og arkitektar sem hafa skoðað þessi mál á annan áratug.

Finnið betri lausn og ég skal vera ein eyru!

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 23:31

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Meðan ég man: Tilvísun mbl.is á síðuna er bara della. Þetta var í lagi hjá þeim fyrst, svo hefur bara einhver breytt þessu.

hún er www.reykjavikurframbodid.is

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 23:56

14 identicon

Auðvitað þarf að taka flugvallarsvæðið undir blandaða byggð. það gerist þó varla á næsta kjörtímabili heldur þegar við höfum ráð á að byggja nýjan flugvöll í veðursæld Skerjafjarðarins. Hólmsheið er ekki kostur, talið um þá staðsetningu er bara blekkingaleikur. Höfuðborgin þarf sinn flugvöll og væntanlega verður hér einhvern tíman í framtíðinni borgarstjórn sem hefur dug og metnað til að ákveða byggingu nýs Reykjavíkurflugvallar á landfyllingum á og við Löngusker.

Haukur Brynjólfsson

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 00:13

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nafni, þarna ert þú ekki alveg að fara með rétt mál. Flugvöllur á Hólmsheiði er raunhæfur kostur þó hann sé ekki með 99% nýtingarhlutfall Vatnsmýrarinnar. Hann er samt sem áður mældur 96-98% og það telst viðunandi fyrir flugvöll. Það kostar u.þ.b. 10 milljónir í mælingum og græjum að fá úr því skorið með meiri nákvæmni. 95% nýting telst vel viðunandi.

Flugmenn og aðrir sem vilja hanga á flugvellinum í Vatnsmýrinni eins og hundar á roði víla ekki fyrir sér að ljúga sig framhjá staðreyndum. Ástæðan fyrir því að menn ræða frekar Hólmsheiði en Löngusker er mismunur á kostnaði og arðsemi. Löngusker yrði jafngott og Vatnsmýrin en kostnaðurinn er ekki réttlætanlegur í samanburðinum. Þetta verður að vera innan skynsemismarka.

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 00:21

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur N: Þó rofi til eitthvað á næstunni mun borgin ekki fara út í skipulag nýrra hverfa fyrr en gengur á þegar skipulögð svæði. Það verður ekki á næstunni. 

Lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið fram að þessu fáanlegir t.a.m. úti á landi til veðtöku á eignum nema sem telur hluta sannarlegs markaðsverðs. Þeir lána ekki upp á þetta veð ykkar því fyrirséð er að fjárfestingin fari ekki að skila arði fyrr en eftir 15 til 20 ár í fyrsta lagi. Þessir blautu flugvallar draumar eru í bestafalli eins og sakir standa skýjaborgir.

Hvað varðar flugvöll í Hólmsheiði eða á Lönguskerjum þá væru þeir sóun á fé. Nýr flugvöllur fyrir 20 milljarða verður aldrei byggður í 40 km fjarlægð frá Keflavík og þá síst við núverandi aðstæður.

Víki Reykjavíkurflugvöllur í núverandi mynd kemur ekkert annað til greina en að Keflavíkurvöllur taki við innanlandsfluginu, sem mun þá enn frekar dragast saman. Tekjurnar af innanlandsfluginu og öllu því tengdu flytjast til Keflavíkur. Því verður fagnað á Suðunesjum, ekki í Reykjavík.

Hugmyndin um Löngusker er biluð, hugmyndafræðilega. Ef völlurinn á að víkja vegna verðmætis landsins sem hann stendur á og byggja undir hann nýtt land úti í sjó rétt hjá flugvellinum er nýja landið þá ekki um leið orðið of verðmætt sem byggingarland til að "sóa" því undir flugvöll?

Hvað Hólmsheiði varðar þá liggur "flugvallarstæðið" í 300 ft. Öll skilyrði til flugs þar eru að mati fróðra til muna verri en þær tölur sem þú nefnir. Flugið þyrfti þá hvort eð er að flytja til Keflavíkur þá daga. Ekki hefur þurft í nema 2 eða 3 daga, í gosinu undanfarið að flytja millilandaflugið frá Keflavík til Akureyrar. Var áberandi mikil hamingja með það Haukur?

Flugmenn og aðrir flugfræðingar hafa alfarið lagst gegn Hólmsheiðarhugmyndinni út frá veðurfræðilegum sjónarmiðum m.a., ég trúi þeim.

Þú sagðir í innleggi #1:

Það hjálpar þér ekkert í málflutningi þínum fyrir fjórflokkinn að búa til uppnefni.  Þau segja meira um þig en okkur.

Síðar í innleggi #15 segir þú:

Flugmenn og aðrir sem vilja hanga á flugvellinum í Vatnsmýrinni eins og hundar á roði víla ekki fyrir sér að ljúga sig framhjá staðreyndum

Í þessu tvennu er lítill samhljómur. Það er eitt að uppnefna menn og það var rangt af mér að gera það. Annað að segja menn vísvitandi ljúga sér til framdráttar. 

Menn hljóta að spyrja sig hversu marktækir þeir frambjóðendur séu sjálfir sem segja aðra ljúga sig framhjá staðreyndum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2010 kl. 04:57

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er ekki að taka flugvallarumræðuna í fyrsta skipti hér. Það að sumir ljúgi blákalt til að halda flugvellinum er staðreynd. Ekki bara meðal flugmanna heldur líka annarra sem eiga sérhagsmuna að gæta þarna. Stundum þarf að tala tæpitungulaust og í þessu máli hafa menn einfaldlega logið. Ég gæti sagt að þeir hafi sagt ósatt, en það er bara sami hluturinn.

Hólmsheiðarflugvöllur yrði með betri flugvöllum landsins þrátt fyrir að hafa ekki sama nýtingarhlutfall og Vatnsmýrin. Þú mátt ekki gleyma því að við erum að tala um að fórna hátt í 100 milljörðum og miklu betra skipulagi borgar fyrir lítinn mun á flugvallargæðum. Þú ert greinilega fastur í tilfinningaflogi þeirra sem þola ekki breytingar á þessu sviði og við það ræð ég ekkert.

Ef þú ert með efasemdir um að verðmætasta landsvæði Íslands verði ekki söluvara í nánustu framtíð þá ertu með alvarlegar ranghugmyndir. Það er kominn tími til að fólk hugsi í lausnum þegar kemur að því að bæta hag Reykvíkinga sem og allra landsmanna. Þröng sérhagsmunapólitík og óþarfa tilfinningasemi verður bara að víkja. Við höfum ekki lengur efni á slíku.

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 09:25

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Meðan ég man: Nýtingarhlutfall flugvallar hefur verið mælt 96-98% í skýrslum af samgönguyfirvöldum. Það er bara spurning að vita nákvæmlega hvar það liggur með frekari rannsókn.

Mat "fróðra manna" hefur hér enga þýðingu sem rök í umræðunni. Við erum örugglega báðir "fróðir menn". ;-)

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 09:29

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nú þannig með  "sérhagsmunapólitík" að hún er afstæð og virkar gjarnan í báðar áttir.

Þegar þið leggið þetta þannig upp að völlurinn fari og annar völlur komi í staðin, eins og ekkert sé sjálfsagðara eruð þið að beita ákveðnum blekkingum.

Allir hljóta að gera sér ljóst, þó þeir vilji trúa öðru, að fari völlurinn flyst innanlandsflugið til Keflavíkur, punktur og basta.

Það kynni líka að ganga af innanlandsfluginu dauðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2010 kl. 14:57

20 identicon

Ég hlustaði á Baldvin skólafélaga minn á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann og samflokksmaður töluðu um stefnumál Reykjavíkurframboðsins.

Ef ég væri á kjörskrá í Reykjavík þá hefði þetta útvarpsviðtal alveg sannfært mig um að kjósa þá ekki.

Annar þeirra talaði um að Reykjavíkurborg kæmi bara alls ekkert við hvað ríkið gerði við þennan flugvöll og hvert það færi með hann. Þetta er alls ekki rétt. Reykjavík er ekki eins og hvert annað bæjarfélag á íslandi, hún er höfuðborg og hefur þess vegna stærra hlutverki að gegna og þarf að taka tillit til landsins alls. Þetta ætti Reykjavíkurframboðið að kynna sér betur áður en það fer að lofa Vatnsmýrardraumum. Stærstur hluti landsbyggðarinnar þarf að sækja opinbera sem og heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur og því þurfa samgöngur til borgarinnar að vera góðar og er flugvöllur þar meðtalinn. Reykjavíkurborg þarf að koma að því að fjármagna nýjan flugvöll ef þessi þarf að víkja, einfaldlega vegna þess að borgin hefur skyldum að gegna gagnvart landinu öllu.

Svo má líka benda Reykjavíkurframboðinu á að eins og staðan er í dag og stefna ríkisins er sú að draga gríðarlega úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og flytja sjúka til Reykjavíkur, þá þurfa bæði land og flugsamgöngur til Reykjavíkur að vera með besta móti. Þeir skilja það sem á þurfa að halda að það skiptir máli að komast sem fyrst undir læknishendur þegar mikið liggur við! Það tel ég ekki þurfa að tíunda hér fyrir fullorðnu þenkjandi fólki en ég hef þurft að prófa þetta á eigin skinni.

Mig minnir að Baldvin hafi gagnrýnt núverandi meirhluta borgarstjórnar fyrir að ætla að reka stóran hluta borgarrekstrarins á lánum, sem hann taldi afleitt og er ég honum sammála þar, en... hann talaði um að skipuleggja "verðmætasta" land á Íslandi, þ.e. Vatnsmýrina og veðsetja hana svo fyrir u.þ.b. 70 milljarða. Haukur N talar um það hér að ofan líka. Það er lántaka ef við tölum bara íslensku hérna og það þýðir kostnaður fyrir borgarbúa sem á að greiða niður á næstu 3-4 árum. Þetta er slatti af peningum sem ég á ekki von á að Reykvíkingar sætti sig við að taka á sig í þessu ástandi. Einnig hefur verið réttilega bent á í fyrri innleggjum hér að erfitt geti reynst að fá fjárfesta til þess að leggja fé í þessa hugmynd. Í dag standa stór ný hverfi auð í Reykjavík og held ég að þau ætti að reyna að klára áður en byrjað verður að byggja í Vatnsmýri. Svo má líka athuga að ef Vatnsmýrin verður að íbúðabyggð og rómantískri miðborg og hvað þetta hefur verið nefnt, að þá þarf að taka tillit til landsins alls aftur því þá kemur til þess að gera þjóðveg í þéttbýli og þar þurfa allir landsmenn að borga brúsann. Þá geta Baldvin og félagar ekki sagt að Reykjavíkurborg komi þetta flugvallarflutningsmál bara ekkert við.

Ég er mjög hrifinn af hugmynd Baldvins um að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þar má ná niður rekstrarkostnaði og bæta heildarskipulag á svæðinu. Þvílíkt stórslys að þetta hafi ekki verið gert fyrir löngu. Þetta er þjóðþrifamál og mæli ég með því við ykkur í Reykjavíkurframboðinu að lemja á því máli. Verst fyrir ykkur þó að það mun verða til þess að þið fáið færri atkvæð en ella.

Mig langar að þakka þér fyrir það Haukur N. að kalla mig lygara en ég er flugmaður og hef starfað um árabil á Reykjavíkurflugvelli og vil hag hans sem mestan. Ég tel að sú starfsemi sem þar fer fram falli vel inn í umhverfið og að af henni sé mikill virðisauki fyrir Reykjavík. Sá virðisauki getur orðið mun meiri ef menn setjast niður og tala saman af skynsemi en ekki í bræði og vitleysu og hlusta á hugmyndir forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem þar starfa og hrindi þeim í framkvæmd. Margt gott hefur verið gert þarna á svæðinu og ef svigrúm væri gefið til athafna, þá myndi mun meiri starfsemi verða í Vatnsmýri með auknum tekjum fyrir borgina. Ef möguleiki væri fyrir fyrirtækin að fá að byggja, þó ekki væri nema bráðabirgðahúsnæði meðan verið væri að komast að niðurstöðu um framtíð flugvallarins, þá væru mun fleiri fyrirtæki í blómlegum rekstri á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fyrirtæki sem skiluðu tekjum í borgarkassann. Staðreyndin er hins vegar sú að ekkert er hægt að gera þarna í dag og fyrirtækjum er leynt og ljóst ýtt út af svæðinu með allskonar bellibrögðum svo auðveldara verði að segja seinna að ekki sé eftir neinu að sjá og best verði að nota svæðið undir annað en flugvöll. Ég þekki þessar aðstæður vel af eigin reynslu.

Athugið að flugvöllur er atvinnusvæði, vill Reykjavíkurframboðið standa fyrir því að eyðileggja atvinnutæki hundruða og jafnvel þúsunda manna og kvenna? Hundruð manna og kvenna starfa á Reykjavíkurflugvelli og þúsundir hafa óbeina atvinnu af starfseminni sem þar fer fram. Baldvin talaði um atvinnusköpun í viðtalinu á Sögu í dag en ekki atvinnueyðileggingu.

Ég held að þið ættuð frekar að skoða að auka umferð um völlinn og hugsa hann sem mikið tækifæri í ferðaþjónustunni, grein sem Baldvin þekkir vel. Það eru ekki mörg ár síðan allt flug til og frá landinu fór um Reykjavíkurflugvöll og fátt mælir móti því að auka utanlandsflugumferð um völlinn á ný. Flugöryggismál verða aldrei rök á móti auknu flugi til vallarins.

Í mínum huga er á engan hátt hægt að tala um þrönga sérhagsmunapólitík í sambandi við það að landsmenn geri kröfu um að innanlandsflugvöllur sé í Reykjavík því hann þjónar landsmönnum öllum.

Svo að lokum vil ég biðja þig Haukur N. um að upplýsa okkur um kjörsóknina í flugvallarkosningunni árið 2003 og með hve miklum hluta greiddra atkvæða flugvöllurinn var kosinn burt?

Góðar stundir

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:26

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir gott og ýtarlegt innlegg Karl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2010 kl. 23:55

22 identicon

Minnsta mál.

Mér finnst málflutningur sumra hjá Reykjavíkurframboðinu ekki alveg í lagi og þessi umræða Huaks N. um gullmolann í Vatnsmýri er að mínu mati ryksláttur í augu Reykvíkinga.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:17

23 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þá er það á hreinu - Reykjavíkurframboðið vill stríð við landsbyggðina -

Það vill reyndar svo til að æði margir íbúar í Reykjavík eru ættaðir "utanaflandi" og við viljum gæta hagsmuna beggja - að fara í stríð vegna flugvallarins er óráð.

Það mál á að leysa í sátt við landsbyggðina - en hvaða máli skiptir svosem yfirlýsing Baldvinsframboðsins -

Ætli einhver annar athyglissjúkur komi fram með Íslandsframboðið í næstu Alþingiskosningum - einhver sem nær kanski líka 0.1% fylgi? Svona eldhúsframboð með mikilmennsku ívafi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.