Lífshættuleg sólbaðstofa.

 solbrenndurÞessi sólbaðsstofa í Mosfellsbæ er greinilega lífshættuleg.

Starfsfólk stofunnar telur að í einum bekknum hjá þeim liggi meðvitundarlaus stúlka, sem gat því allt eins verið alvarlega veik og í lífshættu.

Hvað gera gáfnaljósin á stofunni,  jú hringja á sjúkrabíl og bíða.

Datt virkilega engum í hug að opna bekkinn þegar sóldýrkandinn svaraði ekki kalli eða sýndi önnur lífsmörk?

Svona sóðabúllur á að nafngreina svo fólk geti varað sig á þeim.

.

  

 


mbl.is Sóldýrkandi svaraði ekki kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það vill svo til að hún var ekki í góðu ástandi þroskahefta gerpið þitt

ras (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

HA???

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Jens Guð

  Það er bara ein sólbaðsstofa í Mosfellsbæ.  Lögreglustöðin er (eða var allavega þegar ég síðast vissi) í sömu húsalengju.  Ég veit ekki hvar sjúkrabíll er staðsettur í Mosó.  Yfirleitt er aðeins einn starfsmaður á sólbaðsstofunni.  Ef það var karlmaður - sem mér þykir alveg líklegt (eigandinn er maður frá Chile) - er eðlilegt að hann hugsi sig tvisvar um áður en hann einn veður inn á nakta konu í ljósabekk.

Jens Guð, 22.5.2010 kl. 21:55

4 identicon

Það hefði nú eflaust ekki orðið fallegt ef að karlmaður hefði vaðið inn í klefa naktrar stelpu....

En ég er að spá var hún sofnuð þarna inni hefur varla neinn verið að kalla á hana nema hún hafi verið komin langt yfir tímann hehe...

Það er líka erfitt fyrir fólk í sjokki að hugsa rökrétt, þegar maður finnur sig í svona aðstæðum er erfitt að reynað hugsa hvað er best að gera margir hinsvegar hlaupa í símann og kalla á aðstoð.

Pælið í því hvað það hefði hrætt stelpuna ef það hefði allt í einu einhver brotið upp hurðina og hlupið inn hehe hún færi eflaust aldrei aftur í ljós... sem er reyndar ekkert slæmt;)

Ása Björk (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 22:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ras, er það ástand að ganga þarna innfrá, eða greindarskorturinn eingöngu bundinn við þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er eina sólbaðsstofan eður ei. Ef grunur er um meðvitundarleysi og þvíumlíkt, þá er það frekar slappt að koma viðkomandi ekki til hjálpar af blygðunarsemi einni saman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:15

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þið viljið semsé réttlæta það, að maður / kona sem var nægilega áhyggjufull/ur til þess að kalla til sjúkrabíl, vegna þess að viðkomandi var sannfærð/ur um að stelpurófan væri meðvitundarlaus inní ljósabekknum, hafi látið siðgæðis og blygðunarkennd sína ráða för?

Það er lítt að bera það fyrir sig að stúlkan hefði geta orðið skelkuð, því ég held að hún hafi ekki verið neitt minna skelkuð við það að tveir sjúkraliðar kæmu askvaðandi inn og opnuðu bekkinn.

Starfsmaðurinn hefði ekki þurft að gera annað en að slökkva á bekknum með einum eða öðrum hætti. Ef hún væri meðvitundarlaus hefði hún ekki bært á sér, ef það væri í lagi með hana hefði hún e.t.v. skellt sér í einhverjar spjarir til þess að athuga hvað málið væri.

Starfsmaðurinn var nú ekki í meira sjokki en það að hann hafði rænu á því að kalla á aðstoð, og sjokkið var nú ekki meira en það en að viðkomandi var hræddur við nekt (sem er víst algeng á sólbaðsstofum, hef ég heyrt).

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.5.2010 kl. 22:19

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ása Björk, það hefði heldur ekki orðið fallegt ef stúlkan hefði verið t.d. í hjartastoppi og látið lífið af því fólk vildi ekki koma henni til hjálpar af hræðslu við að tilgangurinn væri misskilinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla, segðu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:22

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, ég hefði haldið að starfsfólk á svona stofum ætti að hafa sótt námskeið í fyrstu hjálp ef svona kæmi upp á. Svona viðbrögð eru ekki kennd á þeim námskeiðum.

Það hlýtur alltaf að vera nr. 1, 2, og þrjú að koma slösuðum eða veikum til hjálpar nema viðkomandi stofni sínu lífi í beina hættu. Einu hlýtur að gilda hvort viðkomandi sé nakinn eða klæddur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:30

11 Smámynd: Jens Guð

  Ingibjörg,  bekkurinn slekkur sjálfur á sér eftir 20 mín.  Ég ætla að starfsmaðurinn hafi vandræðast eftir að konan skilaði sér ekki úr bekknum eftir að bekkurinn hafði slökkt á sér.  Starfsmaðurinn reyndi án árangurs að ná sambandi við konuna.  Í fljótu bragði tel ég viðbrögð hans hafa verið rétt.  Það hafa komið upp á öðrum sólbaðsstofum leiðinleg dæmi þar sem karlkyns starfsmenn hafa verið of bráðir á sér að ganga sjálfir úr skugga um að allt væri í lagi hjá nöktum konum í ljósabekkjum.  Það er algengt að fólk sofni í ljósabekkjum,  vel að merkja.  

Jens Guð, 22.5.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, það var kallað á sjúkrabíl af því að talið var að stúlkan væri meðvitundarlaus! Sennilega af því hún svaraði ekki því sem starfsmaðurinn (/mennirnir) taldi að nægði til að vekja hana að öðrum kosti. Síðan sest starfsmaðurinn niður og bíður, það eru fráleitt rétt viðbrögð.

Vilt þú eiga líf þitt undir þannig viðbrögðum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 22:49

13 identicon

ég hef unnið á ljósastofu og það vill svo heppilega til að ég viti hver starsfmaður var þarna það var 60 kona og átti hun að vera rösk og klifra yfir Axel? nei hún hringdi á lögreglu og sjúkrabíls og vildi fá hjálp frá fagmönnum. Ef fólk á ljósastofu á að fara í skyndihjálp ættu þá ekki allir íslendingar að fara í skyndihjálp ? ég veit ekki nema að vinna á ljósastofu er svipað og að vinna á sjoppu. Fólk getur kafnað fengið hjartastopp hvar sem er og ég kann mitt í skyndihjálp og um lög og ef það hefði verið brotist inn til stúlkunnar og hun væri i lagi væri hætt að kæra fyrir kynferðislegt áreiti. Og eins og fyrr var sagt slekkur bekkurinn á sér eftir 20 mínotur og þá er ekki beint hlupið og spurt, er alltilagi ? nei fólk fær að klæða sig og gera sig tilbúið. Og ef það líður óvenju langt þá er auðvitað reynt að vekja manneskjuna eða reyna ná sambandi við hana. Og já það er mjög algengt að fólk sofni í sólbekkjum. Og aftur að þessari skyndihjálp, ertu að djóka, í hvaða vinnu sem er getur hætta leynst? Axel kennum ollum skyndihjálp og allra síst þá fer fólk á sinum eigin vegum í ljós enda yrði fráleitt að biðja um læknisvottorð og leyfi til að fara í ljósabekk ? þú sem einhver skagstrendingur getur ekki fullyrt að þessi ljósastofa sé lífshættuleg eins og þú gerir í þessari grein þinni fyrir ofan. Átti starfsmaðurinn s.s. ekki að hringja á lögregluna ? Og að koma viðkomandi ekki til hjálpar jésus almáttugur hvað kallur hjálp annað en að hringja á sjúkrabíl. Átti öldruð kona að sparka upp hurð, ég sé það ekki gerast? Og þessi stelpurófa var útur dópuð hefur maður heyrt

Pétur (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 23:15

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pétur, þetta er ansi vænn pakki af hreinu og kláru bulli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 23:21

15 identicon

bulli ? komdu með dæmI?

Pétur (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 00:36

16 identicon

Axel, það sem Pétur segir er 100% rökrétt. Átti starfsmaðurinn, sem ef til vill var sextug kona, að brjóta upp hurðina, vaða inn og opna bekkinn til að athuga hvort að stelpan væri í lagi?

Auðvita eru réttu viðbrögðin að hringja á sjúkrabíl.

Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 01:04

17 identicon

Ef þið haldið að fólk geti verið í lífsháska þá er það ágætt að byrja á að hringja í Neyðarlínuna(112) og fá aðstoð/leiðbeiningar frá þeim. Ef allt er í góðu lagi þá eru allir sáttir og ef eitthvað er að þá er aðstoðin vonandi lögð af stað og viðbragðsaðili með reynslu á hinum endanum til að leiðbeina með næstu skref.

karl (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 02:20

18 Smámynd: Sverrir Einarsson

karl, þú skemmir skemmtilegar vangaveltur um EF með þessari færslu hehe

Hefði eitthvað verið að í raun og starfsmaðurinn ekki kallað á sjúkrabíl er ég hræddur um að ÞÁ hefði einhver sakað starfsmanninn um röng viðbrögð líka. Better safe than sorry ekki rétt?

Sverrir Einarsson, 23.5.2010 kl. 07:42

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er nú bara fyndið að lesa um aldraða konu, sextuga....jafnvel farlama.......Ég er bráðum 63 og tel nú ekki að líkamsástand starfsmannsins hafi eitthvað með þetta mál að gera..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 10:00

20 identicon

Hverjir fara í ljós naktir?

Kalli (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:27

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán, ef þetta var sextug farlama kona var hún ekki hæf í starfið. En þá var blygðunarvandamálið karl/kona úr sögunni.

Brjóta upp hurðina?? Ætlar þú að segja mér að á svona stað sé ekki gegnvikar læsingar sem starfsmaður hefur lykil af í tilvikum sem þessum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 11:58

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Karl, nákvæmlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 11:59

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sverrir, ég er ekki að gagnrýna boðun sjúkrabílsins sem slíka, heldur að starfsmaðurinn settist síðan á rassgatið og beið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 12:02

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla, flestir sem komnir eru á þennan aldur er í prýðis formi og ekki farlama eins og þessari konu er lýst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 12:04

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kalli, yfirleitt er fólk með einhverja pjötlu á viðkvæmasta stað, þó þarf það ekki að vara algilt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 12:07

26 identicon

Axel mig langar til að segja þér að það eru ekki beint lásar með lyklum inn á klefana. Það er einfaldlega bara krókur og krækja. Til þess að opna utan frá þarf einmitt að sparka hurðinni upp.

Ég tel að viðbrögð hennar voru akkúrat rétt í þessum aðstæðum.

Helga (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:19

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki gáfulegur útbúnaður Helga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 13:34

28 identicon

það er greinilegt að Axel hefur aldrei farið í ljós

Erna (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 14:08

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru þessir staðir hannaðir fyrir "ljóskur", Erna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 14:20

30 identicon

Af því enginn vill vera ásakaður um kynferðislega áreitni, sem hefði verið gert hefði starfsmaðurinn verið karlkyns. Kvenfólk kærir ALLT sem kynferðislega áreitni, nema auðvitað þú sért myndarlegur.

1. Be attractive

2. Don't be un-attractive

TT (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:07

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, þú meinar TT!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 15:17

32 identicon

Ég fer nú mjög sjaldan í ljós, kannski einu sinni á ári að meðaltali en og mig minnir að það hafi alltaf verið bara svona krækja til að læsa á eftir sér, enginn lás eða þannig. Og svo til þess að svara Kalla þá fer ég alltaf nakinn í ljós, sé ekki tilgang í að verða brúnn í ljósabekk allstaðar nema þar sem ég get ekki orðið brúnn af sólinni. :)

Og svo hef ég sofnað í ljósum og þurft að láta vekja mig þar sem útvarpið var í botni hjá mér... (að vísu var ég það heppinn að fyrrverandi kærasta mín var á svæðinu og hún skreið undir held ég og vakti mig)

bjarki (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 20:45

33 identicon

Vá, það er sama hvernig þetta mál hefði endað þá hefði Skagstrendingurinn getað fundið eitthvað að niðurstöðunni. Þú getur setið fyrir framan skjáinn og fundist þú vera voða klár en með 1-2 aðra viðmælendur fyrir framan þig mundir þú fljótt sjá að þú værir talinn hálfviti ef þú mundir reyna að koma þessu rugli þínu inní samræður. Að "hengja viðbót" á frétt finnst mér fínt, en að sjá endalaust þvælu frá þér og þínum líkum á ekki heima þar, bloggaðu bara og þeir sem fíla að lesa þig gera það þar... þú hefur engu að bæta við fréttina.

Ps.  þú bara eyðir þessu "commenti" ef þér líkar það ekki eða hugsar þig vel um til að koma með hnyttið svar og jafnvel setur út á mál- og stafsetningarvillur.

Jói (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 21:35

34 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þökkum Jóa kærlega fyrir minnst málefnalega svarið og gefum honum eitt gott klapp.

Ef það var engu við fréttina að bæta, til hvers að eyða orku og tíma í það að gera þug að fífli við að skila inn eigin athugasemd?

Þú vinnur ekki margar kappræður með þínu málfari, svo ég held að eini hálfvitinn hér sért þú. 

Ef þér finnst hann eiga að eyða athugasemd þinni hefðir þú kannski bara átt að sjá sóma þinn í því að sleppa hreinlega að skrifa það. En úr því að þú sendir það inn, fær það án efa að standa, þar sem það segir ívið meira um þína vitsmuni, en blogghöfunds.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.5.2010 kl. 23:03

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Jói, svona innleggi eyðir enginn, þetta er gullmoli, sannar að þó maður bulli í það óendanlega, poppar alltaf upp einhver verri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 23:50

36 identicon

Axel ég sé að þú hafir þínar skoðanir á málinu og auðvitað er það réttlætanlegt. En það er rosalega erfitt að vera að koma með slíkar fullyrðingar þegar þú greinilega veist ekki neitt um hvorki þetta tiltekna mál annað en það sem þú last í fréttum né greinilega ljósastofur yfir höfuð. Öll viðbrög samkvæmt því sem ég hef lært í skyndihjálp voru hárrétt. Var að vinna á ljósastofu í mörg ár og kom upp svipað dæmi þar sem manneskja fór í bekkinn í annarlegu ástandi og voru sömu viðbrögð og þessi gerð þar og sjúkraflutningamenn sögðu það vera hárrétt viðbrögð. ''Hér eru settar fram hugsanir síðu höfundar, misvel ígrundaðar eins og gengur. Þar sem undirritaður tekur sjálfan sig ekkert of hátíðlega ættu lesendur síðunnar ekki að gera það heldur.'' Varð að setja þetta qoute hjá þér og finnst mér það passa mjög vel við þessa bloggfærslu hjá þér!

Silla (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 17:59

37 identicon

Ég tel starfsmann ljósastofunnar hafa sýnt hárrétt viðbrögð.

Þessar ljósastofur sem ég hef heimsótt eru allar með klefum sem eru læstir að innan með lítilli krækju.

Svo skil ég ekki þörfina á því að hafa fólk sem er þjálfað í skyndihjálp á ljósastofum, helsta hættan á ljósastofum er að renna í bleitu á leinni úr sturtunni. Mér findist það líka mjög óeðlilegt ef að starfsfólk ljósastofunnar færi að brjóta upp hurðir á klefunum til að "bjarga" fólki, sérstaklega ef það er ekki 100% viss um að eitthvað alvarlegt sé að. Það hefur líklega verið rauni í þessu tilviki, þessvegna var fagfólk kallað til, en lögregla og sjúkralið er rétta fólkið til að taka á þessum aðstæðum.

Ég efast heldur ekki um að flestar ljósastofur hafa farið í gegnum þetta með starfsfólki og eigendur örugglega sagt starfsfólkinu sínu að bregðast við á nákvæmlega þenna hátt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 19:47

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Silla. Er algengt að fólki í annarlegu ástandi sé hleypt í ljósabekki? Er það eðlilegt?

Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt að sjúkraflutningamenn hvetji til þess að manneskja sem ástæða er til að sækja í sjúkrabíl sé látin afskiptalaus þar til þeir komi, gaman væri að heyra einhvern slíkan kvitta fyrir því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2010 kl. 19:49

39 identicon

Svo má heldur ekki gleima því að starfsmaður ljósastofunnar hefur örugglega verið í sambandi við einhvern hjá neiðarlínunni og þá hefði einhver þar átt að segja starfsmanninum að brjóta upp hurðina, ef það hefði þótt nauðsinlegt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 20:50

40 identicon

Auðvitað er það ekki eðlilegt en aftur á móti er erfitt að staðhæfa það hvort að manneskjan sé í annarlegu ástandi eða ekki. Væri það ekki mikill þjónustulund að koma með slíkar ásakanir ef ekki myndi það reynast rétt. Og auðvitað hefur manneskjan ekki verið látin afskiptalaus og tel ég að þaulreynt starfsfólk neyðarlínunar og sjúkraflutningamenn væru með þetta á hreinu og ef þörf hafi verið á látið starfsmanninn brjóta upp hurðina. En MUNUM öll að erfitt er fyrir þig eða mig að tjá sig of mikið um málið eða koma með svona staðhæfingar þar sem við vitum ekkert um þetta nema þennan litlu frétt sem birtist! Og að vera að koma með slíkar staðhæfingar um að starfsfólkið séu ''gáfnaljós'' og að þetta sé sóðabúlla algjörlega útí hött vegna þess að ekki hefur þú farið þangað eða hitt konuna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar er eitthvað sem við ættum að temja okkur öll.:)

Silla (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband