Vammlausir vafningar?

Er  Sigurður Kári að tala um spillingu? Var það ekki hún sem skilaði honum inn á þing þegar Illugi Gunnarsson hrökklaðist í „frí“?

Síendurtekinn flutningur á þessari þvælu hefur aðeins einn tilgang, tilgang smjörklípunnar, að breiða yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og spillinguna sem teygir sig út í öll horn flokksins.

Bjarna Ben formann  Sjálfstæðisflokksins  skortir styrk til að taka á spillingarmálinum flokksins og veit það og sjálfur er hann tryggilega vafinn í vafasöm mál.  Það er því gripið til lyginnar og hún endurtekin þar til hún verður að „sannleik“ – að hætti Göbbels.  

Bjarni hefur, að eigin sögn, ekki lagt að Guðlaugi Þór að segja af sér og ætlar ekki að gera það, með þeim rökum að Guðlaugur sæki ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Svo hefur þessi vammlausi vafningur og anguraparnir kringum hann krafist þess að ríkisstjórnin segi af sér.

Af hverju ætti ríkisstjórnin að segja af sér? Hún sækir ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.

  
mbl.is Samsæri um að hækka laun Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Þessir spillingar apar eiga bágt. Hver framkvæmdi samsæri þegar Davíð hækkaði sín laun ? Skoðið lista Hollvinafélags Lagadeildar HÍ, setjið svo samanlista yfir stjórnmáladólga og alþingismenn, svo að siðust að lesa siðareglur Lögmannafélags Íslands. Margir fá hroll !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 7.6.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa ábendingu Birgir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er auðvitað alveg óskiljanlegt drullu-sokka-lið sem ekki hefur áhuga á öðru en að stela meiru frá almenningi, eins og þessi ungi drengur sem hefur látið draga sig á asnaeyrunum og með dollara á önglinum inn í þessa spillingarhít?

Svona vitleysu verður að linna! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Er þetta taktíkin? Í stað þess að viðurkenna að hér sé eitthvað gruggugt þá er bara bent á að íhaldið hafi sko líka verið spillt.

 Hvernig væri að drullast bara upp úr flokkaskítnum og viðurkenna að hér sé verið að fara framhjá reglum.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 7.6.2010 kl. 13:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir eiga í alvarlegri tilvistarkreppu Anna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki verið að halda því fram Snæþór að íhaldið sé líka spillt.

Það er spillt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 13:39

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Axel. Ég er ein af þeim sem kaus þessa stjórn..kannski ætti ég að segja yfir mig. Ég er frekar óánægð með hana vægt til orða tekið. Það sem er einmitt hvimleiðast er þetta.. Að næstum hvert svar sem Jóhanna og Steigrímur gefa um mál sem hægt er að tengja spillingu og bankahruni endar á setningum eins og þessi..Skoðið íhaldið, skoðið framsókn. Svona ekki-benda-á-mig..Spillingin hefur grasserað, við vitum það, í öllum eða flestum flokkum. En nú á það að taka enda eða er það ekki?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.6.2010 kl. 14:15

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla, ég hef líka gagnrýnt þessa tregðu stjórnmálamanna til að sjá bjálkana í eigin auga. Þar er enginn flokkur undan skilinn. Tilkoma Besta flokksins og magnaður árangur hans virðist ekki hafa nægt til að draga huluna frá augum þeirra.

Auðvitað eru allir hundóánægðir með verk stjórnarinnar annað væri skrítið, engin stjórn hefur fengið annað eins í fangið frá upphafi og haft verri og þrengri stöðu.

Helsti vandi stjórnarinnar er þessi stöðuga óvissa hvort hún hafi nægan þingstyrk frá máli til máls, af ástæðum sem óþarfi er að rekja.

Það er létt verk og löðurmannlegt við núverandi aðstæður að vera í "stjórnarandstöðu", öll gagnrýni hversu ósanngjörn sem hún er, hljómar vel í eyrum þreyttra landsmanna.

Ég er sammála því að "allt uppi á borðinu" hefur ekki verið að skila sér samkvæmt væntingum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 14:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

P.S. Ertu sátt við kosningaúrslitin hjá ykkur þarna á nesinu norður?

Hér fengu S og D þá ráðningu sem þeir áttu skilið. B ákvað hins vegar að hundsa annan sigurvegara kosninganna ,G listann, og leiða í staðin D til valda þrátt fyrir höfnun kjósenda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 14:45

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mér skilst að eina sveitarfélagið þar sem S-listi er með hreinan meirihluta sé hér í Sandgerði.. Reyndar fóru saman K-listi (minn gamli) óháðra og samfylking..Þau öfl höfðu saman 4 menn áður:) Ég sé reyndar mikið eftir bæjarstjóranum sem ég vann með í 12 ár. En það geta ekki allir unnið. Ég hefði viljað fá að raða 1-2 af hverjum lista saman í einn:)))Kannski verður það einhverntíman gert!

Kveðja úr Stafneshverfinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.6.2010 kl. 15:06

11 identicon

Enginn er fullkominn, nema ég.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 16:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Megir þú þess njóta, vel og lengi "Davíð".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 18:19

13 Smámynd: Brattur

Helv... góður punktur...

"Ríkisstjórnin sækir ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins"

Brattur, 7.6.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.