Hvaða læti eru þetta...

Sigurbjörg ÓF-1 nýr litur....út af engu, Sigurbjörgin er bara flott í þessu nýja dressi.

En inn í þetta spilar sjálfsagt helvítis hjátrúin sem ristir svo djúpt í sumum að þeir geta ekki sett annan fótinn fram fyrir hinn eða ekki mígiðSigurbjörg ÓF-1 nema eftir ákveðnum formúlum og breytingar hverskonar þykja ekki góð latína.

.

.


mbl.is Ólafsfirðingar ósáttir við nýjan lit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mjög flott bara Sigurbjörgin!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.6.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki spurning um það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 09:36

3 identicon

Nei, fjandin hafi það, Sigurbjörgin hefur alltaf verið blá og á að vera blá!!

OFJ (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru einhver sérstök rök fyrir því OFJ, önnur en smekksatriði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 09:52

5 Smámynd: Einar Steinsson

Bull er þetta, fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki máli tæki sem þeir eru með á sínum vegum í sínum litum hvort sem það er bíll, skip, flugvél, vinnuvél eða eitthvað annað tæki.

Einar Steinsson, 8.6.2010 kl. 10:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því Einar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 10:33

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"..Hver málaði hestinn minn gulann?"

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.6.2010 kl. 11:19

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vildir þú hafa hann grænan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 11:53

9 identicon

Mála Örvar bleikan?

Friðrik (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:29

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Friðrik, ef eigendurnir vilja hafa hann þannig þá er ákvörðunin þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 12:32

11 identicon

Nei Friðrik, eiginlega ekkert með smekk að gera, heldur íhaldsemi!!

Og annað Friðrik, það var ekkúrat þannig sem banka krakkarnir "okkar" hugsuðu, "sá sem á hann má"  Er ekki allt í lagi að taka tillit til fólksinns í kringum eigendur.  Ef Ólafsfirðingar almennt vilja skipið blátt, því má það þá ekki vera blátt?

Nei, ÉG á þetta og ég MÁ þetta,,,, !! 

OFJ (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:14

12 identicon

Síðustu athugasemd minni er að sjálfsögðu beinnt til Axels, þú fyrir gefur Friðrik :-)

OFJ (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:16

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

OJF, varla ertu af alvöru að leggja að jöfnu eða bera saman þegar fáir menn rændu bankana og þjóðina í krafti eignarhalds á bönkunum og litabreytingu á skipi?

Ef eigendur skipsins vilja hafa það svona en ekki blátt því mega þeir það ekki?  Velur þú ekki sjálfur hvernig þú málar húsið þitt eða hvernig litan bíl þú kaupir, eða berðu það undir bæjarbúa?

Eftir nokkra mánuði verða allir orðnir sáttir við breytinguna og engin minnist á að blátt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.