Á að bera virðingu fyrir manndrápum?

nato_bombsDavid Cameron, for- sætisráðherra Bretlands segir það vera sam- félagslega skyldu allra breskra borgara að standa við bakið á Breska hernum og sýna honum virðingu.

 

Að standa að baki hernum í því hlutverki hans að verja föðurlandið er eitt, en að skilja og styðja veru hersins í fjarlægu landi í vafasömum pólitískum tilgangi er annað.

 

Ég er nokkuð viss um að þeir eru margir Bretarnir sem eiga í mesta basli með að skilja tilganginn með veru hersins í Afganistan og því síður að 300 fallnir hermenn séu ávinningsins virði.

 
mbl.is Þjóðin standi við bakið á hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 10:28

2 identicon

Skil hvað þú átt við en á þessu er svo önnur hlið. Fólk sem hættir lífi sínu í því sem er kallað í þágu þjóðar sinnar á skilið virðingu. Lögreglumenn,slökkvuliðsmenn og hermenn eru í þessum hópi. Við skulum ekki gleyma því að bæði Breski og Bandaríski herinn voru á móti þessu stríði í bæði Afganistan sem og Iraq. Enn þetta er vinna þessara manna og kvenna og þau eiga skilið virðingu fyrir störf sín. Enn þá er ég ekki að tala um þá sem hafa gerst sekir um stríðsglæpi eins og með Bna hermenn í báðum þessum löndum. Ekki frekar en með lögreglumenn sem misbeita valdi sýnu.

óli (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 13:38

3 identicon

Hvað þeir eru að gera í Afgansitan liggur nú fyrir. það eru málmar þarna að verðmæti triljón US$ í jörðu þarna! Lihtium,gull ofl! það á að arðræna þessa fátæku þjóð eins og Iraq oliuni! Enn hermennirnir eru ekki þeir sem bera ábyrgð á því!

óli (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki er að mínu mati tækt óli, að jafna saman lögreglu- og slökkviliðsmönnum annarsvegar og hermönnum hinsvegar.

Löggan og slökkvilið hemur á staðin til að bjarga öllum, en hlutverk hersins er að bjarga útvöldum en drepa hina.

Ég þarf ekki að taka fram hverja ég met að meiru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband