Þessi samlíking er hárrétt hjá Kristjáni...

...þótt allir viti auðvitað að hvalir eru spendýr en ekki fiskar.

Við Íslendingar getum ekki leyft okkur þann munað að nýta ekki það sem hafið getur gefið af sér.

Að sjálfsögðu verður nýting auðlinda landsins hvort sem er til sjávar eða sveita að vera með skynsamlegum og sjálfbærum hætti.

Stjórnmálamaður einn, sem þjóðin sendi í tímabært frí í síðustu kosningum, lét svo ummælt í útvarpsviðtali að við stunduðum rányrkju á heitu vatni úr iðrum Jarðar og yllum með því jarðskjálftum og eldgosum!

Ef þær þjóðir, sem krefjast þess að við hættum hvalveiðum, tækju upp skoðanir þessa manns og krefðust þess, vegna náttúruverndarsjónamiða, að við hættum að nota heitt vatn til húshitunar, værum við tilbúin til þess?

 

Eiga aðrar þjóðir að ráða því hvernig við nýtum okkar auðlindir, hvaða nafni þær nefnast?

  
mbl.is „Hvalir eru eins og hver annar fiskur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki auðlind að veiða hval. Engin þjóð vill kaupa hvalkjöt og það endar í urðun. Hrefnuveiðar til innanlandsnota er auðlind enda er þess neytt að fullu. Stórhvelaveiðar í urðun er heimska.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 10:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Værir þú tilbúinn til þess Jón að veiða hvali árum saman, með ærnum kostnaði ef þú gætir ekki selt kjötið? 

Ef þær fullyrðingar eru réttar að kjötið seljist ekki þá er kjánalegt af verndunarsinnum að reyna að hindra það að Kristján keyri sig í þrot með slíku hátterni, því stóhvalaveiðum verður þá sjálfhætt því ólíklegt er að einhver annar taki þá upp þann þráð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvalveiðibátarnir eru úreltir og standast ekki nútímakröfur. Hvalskurður undir berum himni stenst ekki alþjóðakröfur um heilbrigði. Neysla hvalkjöts hefur dregist saman vegna þess að yngri kynslóðir hafa ekki áhuga eða þekkingu á þessari vöru.

Það liggur því fyrir að allt þetta þarf að taka til endurnýjunar og endurskoðunar og ég sé ekki fjárfesta sem vilja leggja milljarða við að endurnýja atvinnugrein sem á enga framtíð fyrir sér..eins gott að viðurkenna þetta strax í stað þess að láta einn mann frekjast áfram í blindri heft.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 10:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvalveiðibátarnir úreltir, hvernig? Fer ekki meðferð kjötsins ekki eftir kröfum kaupenda, hvar er hvalskurður stundaður innandyra? Er hvalskurður undir berum himni eitthvað öðruvísi en á útimörkuðum þar sem kjöt og fiskur er til sölu og hlutað sundur að ósk kaupenda?

Ef yngri kynslóðir kunna ekki að neyta hvalkjöts þá á frekar að kenna þeim það en halda kjötinu frá þeim.

Má ekki með sömu rökum segja að þar sem neysla á lambakjöti hafi stórlega dregist saman á Íslandi, sé best að viðurkenna staðreyndir strax, dæmið sé tapað og hætta framleiðslu þess?

Ef Kristján vill og ætlar að setja sig á hausinn með þessu tel ég mig þess umkominn að hafa vit fyrir honum, frekar en ég tel mig þess umkominn til að ákveða fyrir aðra hvað þeir borða í hádeginu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 11:11

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel..áttu milljarða afgangs í að skipta út úreltum gufuskipum og fara í alheimsmarkaðssetningu á hvalkjöti.. þá ertu ríkari en ég hélt.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 11:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei ég á þessa aura ekki til auk þess að hafa ekki áhuga á þessum bisness.

En Kristján hefur áhugann og hvaða helv. meinfýsni er það að geta ekki unnt honum þess, hvort heldur hann tapar eða græðir.

Er engin takmörk fyrir þessari helv. forræðishyggju á öllum hlutum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 11:54

7 identicon

Er Kristján Loftsson Howard Hughes Íslendinga ?

Ragnar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 15:14

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það mætti halda það Ragnar því andstæðingar veiðanna fullyrða að hann geti ekki selt eitt gramm af kjöti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.