Taumlaus réttlætiskennd

Ef þetta blessaða fólk telur sig hafa framið lögbrot og vill gangast við því, er nærtækast fyrir það að  labba sér inn á næstu lögreglustöð, gefa skýrslu og játa á sig glæpinn.

 

Þá mun málið fara í eðlilegan farveg og fá þá sanngirnismeðferð sem því hæfir.

En það er ekki það sem fólkið  hefur í huga enda er ástæða þessarar uppákomu alltönnur en taumlaus virðing þess fyrir lögum og réttlæti.

 
mbl.is „Við viljum öll vera ákærð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er sú ástæða? Hvað veistu sem við hin vitum ekki?

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Liggur það ekki í augum uppi Atli, þessi uppákoma er ekki til þess gerð að stuðla að réttlæti, heldur koma í veg fyrir að þeir ákærðu axli ábyrgð á sínum gjörðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 13:21

3 identicon

Og hverjar voru þessar gjörðir sem þeir ákærðu þurfa að axla ábyrgð á?

Ertu að tala um þegar þau ætluðu á þingpallana að lesa upp yfirlýsingu? Hvað er glæpsamlegt við það?

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 15:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú kynnir þér ákæruna sérðu það. Ætlan þeirra skiptir ekki máli hafi gjörðir þeirra gengið lengra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 15:58

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - tek undir með þér -

Atli Freyr er greinilega ekki alveg með sjálfum sér en það getur lagast með sérfræðiaðstoð.

Þessar ungu konur sem kusu að mæta og tjá sig við fjölmiðla eru eingöngu að auglýsa sig - gera sig gildandi í hópi þeirra sem telja Alþingi vera leikvöll vanþroska einstaklinga og vilja í þann hóp.

Hvað sagði gnarr ekki fyrir borgarstjórnarkosningarnar ?? Og allskonar fyrir aumingjana - og 35% borgarbúa ruku upp til handa og fóta  og hrópuðu - það er ég - það er ég  og greiddu honum atkvæði sitt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.6.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef lögum á að fylgja svona er hægt að spara mikið með að leggja niður dómsvald og nota PC löggjafarprógram til að dæma í svona máli. Þessir krakkar brutu ekki lög. Ef yfirvöld eru að brjóta á þegnum sýnum er það borgaraleg skylda að grípa í taumana. Með ofbeldi ef ekkert annað er hægt. Eins og lögreglumenn t.d. "Þau eru bara að auglýsa sig". Það hlýtur að vera erfitt að vera svona innréttaður...Pistillinn er rugl Axel.

Óskar Arnórsson, 24.6.2010 kl. 19:54

7 identicon

Axel, þú ættir sjálfur að lesa kæruna. Hópurinn ætlaði sér ekki að beita ofbeldi og gerði það heldur ekki, hins vegar voru stympingar í anddyrinu þar sem þingverðir reyndu að hamla þeim inngöngu á þingpalla. Einum í hópnum er gefið af sök að hafa hrint þingverði á ofn, en fram hefur komið myndband úr eftirlitsmyndavél sem sýnir að þingmanninum var ekki hrint, heldur datt hann í öllum þessum þrengslum (einn níumenningana gerir grein fyrir þessu hérna: http://www.visir.is/article/20100531/SKODANIR03/269012265)

Þá stendur eftir að einn ákværðu beit í leðurhanska lögreglu þegar hún hélt um andlitið á honum við handtökuna.

Þú hefur líka gjörsamlega misskilið yfirlýsinguna sem 700 manns hafa skrifað undir, því í henni felst sú skoðun að níumenningarnir séu ekki sekari en þeir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni svokölluðu og að þeir skuli því ekki vera ákærðir fyrir glæp sem getur haft í för með sér eins árs til lífstíðar fangelsi.

Þeir sjö hundruð sem hafa skrifað undir telja að ekki hafi verið um árás að ræða, þann 8. desember 2008 og vilja grafa undan þessum lögum með því að benda á fáránleika þeirra (og fáránleika þess að þessir níu hafi verið valdir eins og af handahófi til að ákæra).

Guðrún Elsa Bragadóttir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 20:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert manna ólíklegastur Óskar til að vita hvernig ég er innréttaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 21:55

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðrún, hvaða áhyggjur eru þetta, ef málið er vaxið eins og þú lýsir, hlýtur málið að enda með sýknu. En þessi bægslagangur bendir ekki til þess, þrátt fyrir allt dramað,  að þið trúið því sjálf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 21:58

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur takk fyrir undirtektir.

En ég er ósammála þér með þann Besta. Hann var bráðnauðsynlegt innlegg til að gefa fúnu flokkakerfinu rækilega á túlann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 02:22

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var að meina Ólaf Inga þegar ég sagði "Að það hlyti að vera erfitt að vera svona innréttaður". Það kom til að þessu sem hann hélt fram að konurnar væru bara að auglýsa sig. Um pistiilin sagði ég að væri rugl og hann er það að mínu mati. Hreinlega neikvæður. Um þig persónulega hef ég ekkert upp á að klaga nema síður sé. Og aldrei spáð í það hvernig þú sért innréttaður. Ef ég hefði eitthvað við þig að athuga myndi ég segja það hiklaust. Þetta fólk hefur ekkert brotið af sér og svona réttarhöld er að finna í bananalýðveldum þar sem póltískar ofsóknir viðgangast. Það er skömm að öllu þessu máli og menn eiga ekki að styðja svona rugl. Þetta er stórhættulegt fyrir lýðræðið. 

Óskar Arnórsson, 25.6.2010 kl. 02:40

12 identicon

Alveg er ég kominn með upp í kok yfir þessum 9 bjánum sem hver einasti hippi á landinu vælir yfir! Sjálfur mætti ég of á Austuvöll en tókst það án þess að lenda í "stimpingum" við lögreglumenn eða þingverði! Það þarf bara að banna allann helvítis hippaskap sem og kjaftæði á almannafæri...

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 08:05

13 identicon

Óskar ég er bara með eina spurningu fyrir þig, HVERNIG VEISTU AÐ ÞAU BRUTU EKKI AF SÉR? Eru dómstólar ekki til þess fallnir að fjalla um það og komast að niðurstöðu? Þín skrif dæma sig sjálf.

Jón (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 10:17

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það átti ekkert að kæra þþetta og taka mið af um hvað verið vara að rífast. Ef hvert einasta má svipaðþessu væri kært og fjallað um það í dómstólum, Myndum við slá met í réttarhalda skrípaleik. Og þetta er þegar orðin skrípaleikur. Hvernig eiga mótmæli að fara fram? Hvað á að gera þegar æðsta vald landsins hagar sér eða eru glæpamenn? Hlíða eons og kellingar í arabalandi? Eru menn ekki með réttu ráði? Ég held að menn ættu að vera fegnir að blóðug borgarstyrjöld hefur ekki brotist út, enn þá á að taka eitt mál og trylla fólk með því þannig að blaðran springi nú örugglega. Og ef hún gerir það? Er ekkert hægt að hugsa um hvað svona rugl getur kostað? Öll skrif dæmast af þeim sem les það og ekki öðruvísi. Það má alveg sleppa merkingarlausum frösum...

Óskar Arnórsson, 25.6.2010 kl. 10:27

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.

Ef hvert einasta má svipað þessu væri kært og fjallað um það í dómstólum

Um hvað ert þú að tala, Óskar? Eru það algengir atburðir að rumpulýður ráðist sé inn á Alþingi með ofbeldi og djöfulskap?

Mótmæli, Óskar eiga að fara fram eins og 95% af mótmælendum framkvæmdu þau á Asturvelli, áhrifamikil en án ofbeldis. Svo komu nokkrir vitleysingjar og gerðu sitt besta til að eyðileggja það. Og þú hoppar á vagninn án þess að vita hvert hann er að fara.

Þú segir að menn ættu að vera fegnir að ekki hafi brotist út blóðug borgarastyrjöld! Ert þú ekki með þessum málflutningi að hvetja einmitt til þess að blóð renni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 12:22

16 identicon

Fyndast þykir mér af öllu að þessi hópur kenndi aðgerðir sínar við borgaralega óhlíðni, en það er nýtt fínt orð yfir það að brjóta lög.

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:27

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rumpulýðurinn eru þeir sem vinna á Alþingi Axel. Þaðan streymir efnahagslegt ofbeldi með svo miklum krafti að fólk að fólk hefur kosið að fyrirfara sér. Og ekkert ofbeldi sem heitið getur hefur verið sýnt. "Dyraverði hrint!" "Þingvörður bitin". Að fólk skuli syyðja aðgerðir lögreglu í þessu máli er að stilla sér bakvið ofbeldi efnahagslögbrjóta og stjórnmálamanna sem verja þá.

Óskar Arnórsson, 26.6.2010 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.