Tillaga um stjórnarslit

Tillaga á flokksráðsfundi VG um að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka er hrein og klár tillaga um að stjórnarsamstarfinu verið slitið.

Verði tillagan samþykkt, mun Jóhanna Sigurðardóttir ekki eiga annan kost en bregða sér til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina.

   


mbl.is Flokksráðsfundur VG settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu þér ekki í hug koma að slík tillaga verði samþykkt á fundi vinstri -RAUÐRA.

 Til helv... með allar stefnuskrár og loforð.

 Ráðherrastólarnir er það eina sem gildir.

 Völdum skal haldið.

 Lýðurinn verður búinn að gleyma öllum kosningaloforðum þegar næst verður gengið að kjörborði.

 Tillögu um ESB., verður pent vísað til miðstjórnar !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég voni auðvitað að þessi tillaga fái ekki brautargengi á fundinum hjá VG þá tel ég að það verði með þjóðarhag að leiðarljósi. Það er skynsamt fólk í VG

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er satt að segja orðinn hugsi yfir þessu stjórnarsamstarfi Hólmfríður. Það fer orðið of mikið púður í að smala liðinu saman sem kemur niður á þeim málum sem brýnust eru.

Hver var tilgangur smákónganna að koma þessari stjórn á koppinn, ætlandi sér að vera í stjórnarandstöðu meira og minna? Fyrir vikið verður öll umræðan um það sem sundrar í stað þess sem sameinar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband